Í tilefni árlegrar vinnuverndarviku 25. október 2012 06:00 Evrópska vinnuverndarstofnunin stendur árlega fyrir vinnuverndarviku þar sem Evrópuþjóðir sameinast í átaki til að vekja athygli á þessum mikilvæga málaflokki. Markmiðið er að bæta öryggi á vinnustöðum og gera þá heilsusamlegri. Starfshópur skipaður fulltrúum atvinnulífsins og Vinnueftirlitsins sér um framkvæmd vinnuverndarvikunnar hér á landi. Átakið að þessu sinni ber yfirskriftina Vinnuvernd – allir vinna. Vísað er til þess að markvisst og árangursríkt vinnuverndarstarf skilar margvíslegum ávinningi sem einnig má meta til fjár, þótt skiljanlega beinist sjónir manna einkum að mannlega þættinum með áherslu á að forða slysum og draga úr veikindum. Samkvæmt upplýsingum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar nemur heildarkostnaður vegna vinnuslysa og vinnutengdrar vanheilsu allt að 4% af vergri landsframleiðslu þjóða. Í Evrópu verða árlega um 6,9 milljónir manna fyrir vinnuslysum og 23 milljónir manna stríða við vinnutengda vanheilsu. Evrópsk könnun á vinnuaðstæðum meðal 44 þúsund starfsmanna leiddi í ljós að árið 2010 töldu um 24% þeirra sig búa við vinnutengdar aðstæður sem fólu í sér aukna hættu á heilsubresti eða slysum. Hér á landi verða um 3% vinnandi fólks fyrir vinnuslysi ár hvert sem leiðir til þess að viðkomandi leitar sér hjálpar. Alvarleg slys og slys sem valda fjarvistum lengur en einn dag ber að tilkynna Vinnueftirlitinu og hefur fjöldi slíkra slysa verið um 13-14 hundruð á ári frá árinu 2009. Sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að fjárfesting fyrirtækja í vinnuvernd skilar sér rúmlega tvöfalt til baka. Slagorðið allir vinna á því sannarlega rétt á sér. Líf og heilsu fólks er erfitt að meta til fjár og auðvitað felst mikilvægasti ávinningurinn í því að fyrirbyggja atvinnutengda sjúkdóma, stuðla að sem bestri heilsu starfsfólks og koma í veg fyrir vinnuslys og þjáningar fólks af þeim völdum. Það er hins vegar full ástæða til að halda á lofti þeim fjárhagslega ávinningi af vinnuverndarstarfi sem sýnt hefur verið fram á og nýta þá staðreynd sem enn frekari hvata til góðra verka á þessu sviði. Vinnueftirlitið vinnur afar gott starf á sviði vinnuverndar en miklu skiptir að atvinnurekendur séu reiðubúnir til samstarfs við stofnunina og viljugir til að nýta sér þjónustu hennar og leiðsögn til að efla vinnuvernd, því víðast hvar má gera betur. Vaxandi fjöldi fyrirtækja hefur gert áhættumat á öryggi og heilsu starfsfólks, en ábyrgð á framkvæmdinni er á hendi atvinnurekenda í samstarfi við fulltrúa starfsfólks á hverjum stað. Þess má geta að Vinnueftirlitið hefur þróað verkfæri fyrir lítil fyrirtæki sem ætlað er að auðvelda þeim gerð áhættumats, auk þess að halda námskeið um framkvæmdina og eru fyrirtæki hvött til að nýta sér þetta. Vinnueftirlitið heldur einnig reglubundin námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði á vinnustöðum og sérstök námskeið í vinnuvernd ætluð stjórnendum og verkstjórum. Vinnuvernd sem stendur undir nafni krefst virkrar þátttöku allra á vinnustaðnum og samstarfs stjórnenda og starfsfólks. Miklu skiptir að allt starfsfólk sé meðvitað um mikilvægi þess, leggi sitt af mörkum til að bæta vinnuumhverfið og sé vakandi fyrir því sem betur má fara. Vinnuvernd er allra hagur, ef við sinnum því vel munu allir vinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Skoðanir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Evrópska vinnuverndarstofnunin stendur árlega fyrir vinnuverndarviku þar sem Evrópuþjóðir sameinast í átaki til að vekja athygli á þessum mikilvæga málaflokki. Markmiðið er að bæta öryggi á vinnustöðum og gera þá heilsusamlegri. Starfshópur skipaður fulltrúum atvinnulífsins og Vinnueftirlitsins sér um framkvæmd vinnuverndarvikunnar hér á landi. Átakið að þessu sinni ber yfirskriftina Vinnuvernd – allir vinna. Vísað er til þess að markvisst og árangursríkt vinnuverndarstarf skilar margvíslegum ávinningi sem einnig má meta til fjár, þótt skiljanlega beinist sjónir manna einkum að mannlega þættinum með áherslu á að forða slysum og draga úr veikindum. Samkvæmt upplýsingum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar nemur heildarkostnaður vegna vinnuslysa og vinnutengdrar vanheilsu allt að 4% af vergri landsframleiðslu þjóða. Í Evrópu verða árlega um 6,9 milljónir manna fyrir vinnuslysum og 23 milljónir manna stríða við vinnutengda vanheilsu. Evrópsk könnun á vinnuaðstæðum meðal 44 þúsund starfsmanna leiddi í ljós að árið 2010 töldu um 24% þeirra sig búa við vinnutengdar aðstæður sem fólu í sér aukna hættu á heilsubresti eða slysum. Hér á landi verða um 3% vinnandi fólks fyrir vinnuslysi ár hvert sem leiðir til þess að viðkomandi leitar sér hjálpar. Alvarleg slys og slys sem valda fjarvistum lengur en einn dag ber að tilkynna Vinnueftirlitinu og hefur fjöldi slíkra slysa verið um 13-14 hundruð á ári frá árinu 2009. Sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að fjárfesting fyrirtækja í vinnuvernd skilar sér rúmlega tvöfalt til baka. Slagorðið allir vinna á því sannarlega rétt á sér. Líf og heilsu fólks er erfitt að meta til fjár og auðvitað felst mikilvægasti ávinningurinn í því að fyrirbyggja atvinnutengda sjúkdóma, stuðla að sem bestri heilsu starfsfólks og koma í veg fyrir vinnuslys og þjáningar fólks af þeim völdum. Það er hins vegar full ástæða til að halda á lofti þeim fjárhagslega ávinningi af vinnuverndarstarfi sem sýnt hefur verið fram á og nýta þá staðreynd sem enn frekari hvata til góðra verka á þessu sviði. Vinnueftirlitið vinnur afar gott starf á sviði vinnuverndar en miklu skiptir að atvinnurekendur séu reiðubúnir til samstarfs við stofnunina og viljugir til að nýta sér þjónustu hennar og leiðsögn til að efla vinnuvernd, því víðast hvar má gera betur. Vaxandi fjöldi fyrirtækja hefur gert áhættumat á öryggi og heilsu starfsfólks, en ábyrgð á framkvæmdinni er á hendi atvinnurekenda í samstarfi við fulltrúa starfsfólks á hverjum stað. Þess má geta að Vinnueftirlitið hefur þróað verkfæri fyrir lítil fyrirtæki sem ætlað er að auðvelda þeim gerð áhættumats, auk þess að halda námskeið um framkvæmdina og eru fyrirtæki hvött til að nýta sér þetta. Vinnueftirlitið heldur einnig reglubundin námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði á vinnustöðum og sérstök námskeið í vinnuvernd ætluð stjórnendum og verkstjórum. Vinnuvernd sem stendur undir nafni krefst virkrar þátttöku allra á vinnustaðnum og samstarfs stjórnenda og starfsfólks. Miklu skiptir að allt starfsfólk sé meðvitað um mikilvægi þess, leggi sitt af mörkum til að bæta vinnuumhverfið og sé vakandi fyrir því sem betur má fara. Vinnuvernd er allra hagur, ef við sinnum því vel munu allir vinna.
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar