Leggja til 300.000 tonna kvóta 25. október 2012 04:00 á loðnuvertíð Íslenskar útgerðir veiddu 585 þúsund tonn á síðustu vertíð.fréttablaðið/óskar friðriksson Vísir/Óskar Friðriksson Hafrannsóknastofnunin leggur til að heildaraflamark loðnu á vertíðinni 2012/2013 verði samtals 300 þúsund tonn. Heildarkvótinn á síðustu vertíð varð 765 þúsund tonn. Haustmælingar á loðnustofninum fóru fram á rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni dagana 3.-20. október með það meginmarkmið að mæla stærð veiðistofns loðnu og meta magn ungloðnu. Miðað við þessar mælingar og forsendur um náttúruleg afföll og vöxt fram að hrygningu má gera ráð fyrir að hrygningarstofninn verði um 720 þúsund tonn verði ekkert veitt. Að teknu tilliti til aflareglu sem gerir ráð fyrir að skilja eftir 400 þúsund tonn til hrygningar á hrygningartíma, reiknast veiðistofn loðnu því rúm 300 þúsund tonn. Ríflega þriðjungur hrygningarstofnsins samkvæmt mælingunni er þriggja ára og eldri loðna, en það hlutfall er með því hæsta sem mælst hefur. Ástand loðnunnar var einkar gott og meðalþyngd bæði tveggja og þriggja ára loðnu óvenju há. Hafrannsóknastofnunin mun mæla veiðistofn loðnu að nýju eftir áramótin til samanburðar og mun endurskoða tillögur um heildaraflamark gefi niðurstöður þeirra mælinga tilefni til þess. - shá Fréttir Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Hafrannsóknastofnunin leggur til að heildaraflamark loðnu á vertíðinni 2012/2013 verði samtals 300 þúsund tonn. Heildarkvótinn á síðustu vertíð varð 765 þúsund tonn. Haustmælingar á loðnustofninum fóru fram á rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni dagana 3.-20. október með það meginmarkmið að mæla stærð veiðistofns loðnu og meta magn ungloðnu. Miðað við þessar mælingar og forsendur um náttúruleg afföll og vöxt fram að hrygningu má gera ráð fyrir að hrygningarstofninn verði um 720 þúsund tonn verði ekkert veitt. Að teknu tilliti til aflareglu sem gerir ráð fyrir að skilja eftir 400 þúsund tonn til hrygningar á hrygningartíma, reiknast veiðistofn loðnu því rúm 300 þúsund tonn. Ríflega þriðjungur hrygningarstofnsins samkvæmt mælingunni er þriggja ára og eldri loðna, en það hlutfall er með því hæsta sem mælst hefur. Ástand loðnunnar var einkar gott og meðalþyngd bæði tveggja og þriggja ára loðnu óvenju há. Hafrannsóknastofnunin mun mæla veiðistofn loðnu að nýju eftir áramótin til samanburðar og mun endurskoða tillögur um heildaraflamark gefi niðurstöður þeirra mælinga tilefni til þess. - shá
Fréttir Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira