Alda atvinnulausra á leið á fjárhagsaðstoð 24. október 2012 05:00 Ráðhús Reykjavíkur Sveitarfélögin, ríkið og aðilar vinnumarkaðarins tóku höndum saman í desember í fyrra í átaki til að tryggja atvinnuleitendum störf. Dregið hefur úr atvinnuleysi en sumir sem enn eru án vinnu eru að missa atvinnuleysisbætur. Borgin áætlar að útgjöld sín vegna fjárhagstoðar til framfærslu aukist þess vegna um þrjá milljarða króna á sex árum.FRéttablaðið/Vilhelm Reykjavíkurborg vill að ríkið bæti sveitarfélögum upp þá útgjaldaaukningu til fjárhagsaðstoðar sem þau hafa tekið á sig frá 2008 vegna fólks sem misst hefur atvinnuna og rétt til atvinnuleysisbóta. Fulltrúar Reykjavíkur funduðu með fjárlaganefnd Alþingis 15. október síðastliðinn um fjármál, fjárhagsstöðu og verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Efst á minnisblaði fjármálaskrifstofu borgarinnar vegna fundarins voru atvinnuleysisbótaréttindi og fjárhagsaðstoð. Segir í minnisblaðinu að tæplega tvö þúsund manns í Reykjavík muni hafa misst rétt til atvinnuleysisbóta fyrir lok næsta árs. Borgin vill meðal annars að bráðabirgðaákvæði um fjögurra ára bótarétt verði framlengt allt næsta ár eða að minnsta kosti um þrjá til sex mánuði. Grípa þurfi til sérstakra vinnumarkaðsaðgerða vegna þeirra sem missa réttinn til atvinnuleysisbóta. Fjármálaskrifstofan segir að þegar atvinnuleysi hafi aukist eftir hrunið hafi Alþingi hækkað tryggingargjald sem rennur í Atvinnuleysistryggingasjóð. Á sama tíma hafi skuldbindingar sveitarfélaga, einkum Reykjavíkurborgar, aukist vegna einstaklinga sem áttu rétt á fjárhagsaðstoð. „Alþingi samþykkti engar breytingar á tekjustofnum sveitarfélaga til að mæta þessum auknu útgjöldum en lagði á sveitarfélög að taka fullan þátt í fjármögnun Atvinnuleysistryggingasjóðs," segir fjármálaskrifstofan. Bent er á að þótt tryggingagjaldið hafi verið lækkað að hluta vegna fækkunar í hópi atvinnulausra hafi ekkert verið gert til að sveitarfélögin geti mætt þeim sem munu missa rétt til atvinnuleysisbóta og bætast í „sífellt stækkandi" hóp þeirra sem eiga rétt á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. „Lækkun tryggingargjalds er þó mun minni en nemur áætlaðri lækkun útgjalda Atvinnuleysistryggingasjóðs. Má líkja þessu við að ríkissjóður sé að skattleggja sveitarfélögin til að brúa gat sitt í fjármálum ríkisins," segir fjármálaskrifstofan sem kveður ríkið og sveitarfélögin verða að meta „nauðsynlega tilfærslu" tekna til sveitarfélaga. „Eðlilegra hefði verið að færa tekjur af tryggingargjaldi til þeirra sveitarfélaga sem bera þyngstar byrðar í útgjöldum til fjárhagsaðstoðar vegna afleiðinga hrunsins," segir fjármálaskrifstofan. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fleiri fréttir Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Reykjavíkurborg vill að ríkið bæti sveitarfélögum upp þá útgjaldaaukningu til fjárhagsaðstoðar sem þau hafa tekið á sig frá 2008 vegna fólks sem misst hefur atvinnuna og rétt til atvinnuleysisbóta. Fulltrúar Reykjavíkur funduðu með fjárlaganefnd Alþingis 15. október síðastliðinn um fjármál, fjárhagsstöðu og verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Efst á minnisblaði fjármálaskrifstofu borgarinnar vegna fundarins voru atvinnuleysisbótaréttindi og fjárhagsaðstoð. Segir í minnisblaðinu að tæplega tvö þúsund manns í Reykjavík muni hafa misst rétt til atvinnuleysisbóta fyrir lok næsta árs. Borgin vill meðal annars að bráðabirgðaákvæði um fjögurra ára bótarétt verði framlengt allt næsta ár eða að minnsta kosti um þrjá til sex mánuði. Grípa þurfi til sérstakra vinnumarkaðsaðgerða vegna þeirra sem missa réttinn til atvinnuleysisbóta. Fjármálaskrifstofan segir að þegar atvinnuleysi hafi aukist eftir hrunið hafi Alþingi hækkað tryggingargjald sem rennur í Atvinnuleysistryggingasjóð. Á sama tíma hafi skuldbindingar sveitarfélaga, einkum Reykjavíkurborgar, aukist vegna einstaklinga sem áttu rétt á fjárhagsaðstoð. „Alþingi samþykkti engar breytingar á tekjustofnum sveitarfélaga til að mæta þessum auknu útgjöldum en lagði á sveitarfélög að taka fullan þátt í fjármögnun Atvinnuleysistryggingasjóðs," segir fjármálaskrifstofan. Bent er á að þótt tryggingagjaldið hafi verið lækkað að hluta vegna fækkunar í hópi atvinnulausra hafi ekkert verið gert til að sveitarfélögin geti mætt þeim sem munu missa rétt til atvinnuleysisbóta og bætast í „sífellt stækkandi" hóp þeirra sem eiga rétt á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. „Lækkun tryggingargjalds er þó mun minni en nemur áætlaðri lækkun útgjalda Atvinnuleysistryggingasjóðs. Má líkja þessu við að ríkissjóður sé að skattleggja sveitarfélögin til að brúa gat sitt í fjármálum ríkisins," segir fjármálaskrifstofan sem kveður ríkið og sveitarfélögin verða að meta „nauðsynlega tilfærslu" tekna til sveitarfélaga. „Eðlilegra hefði verið að færa tekjur af tryggingargjaldi til þeirra sveitarfélaga sem bera þyngstar byrðar í útgjöldum til fjárhagsaðstoðar vegna afleiðinga hrunsins," segir fjármálaskrifstofan. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fleiri fréttir Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira