Engar grunnbreytingar á frumvarpi um stjórnarskrá 24. október 2012 07:30 Starfið kynnt Páll Þórhallsson, formaður sérfræðingahóps sem yfirfer drög stjórnlagaráðs að stjórnarskrá, kynnti vinnu hópsins fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í gær.Fréttablaðið/gva Lögfræðingahópur sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis skipaði til að fara yfir drög stjórnlagaráðs að stjórnarskrá á að skila af sér á mánudag. Páll Þórhallsson, formaður hópsins, sagði á nefndarfundi í gær að reynt yrði að virða þau tímamörk, en það gæti dregist um einhverja daga þar sem heilmikil vinna væri eftir. Hópnum var falið að yfirfara drögin með tilliti til lagatæknilega atriða. Páll sagði að engar grundvallarbreytingar yrðu gerðar á drögunum, en hins vegar væru mörkin á milli lagatæknilegra og efnislegra athugasemda oft og tíðum óljós. „Við erum búin að greina tillögurnar og greinargerðina og erum að koma okkur niður á þær lagatæknilegu lagfæringar sem þarf að gera og bæta greinargerðina. Það hefur alltaf legið ljóst fyrir að það þyrfti töluvert mikla vinnu í að þétta skýringarnar sem fylgdu með frá stjórnlagaráði," sagði Páll á fundinum, en hópnum er falið að vinna greinargerð með frumvarpinu. Sem dæmi um atriði sem hópurinn væri að skoða nefndi hann mannréttindakaflann, en mikið púður hefði farið í hann. Þá mætti nefna ákvæði um takmörkun á setu forseta við þrjú kjörtímabil og ráðherra við átta ár. Taka þyrfti á því hvernig það sneri að þeim sem nú eru í embætti. Þá mætti nefna ákvæði um að Alþingi skyldi koma saman tveimur vikum eftir kosningar og samspil þess við ákvæði um vandaðri feril en nú er við að meta gildi kosninga. Samræma þyrfti þetta og jafnvel stytta leiðir í kæruferli varðandi kosningar. Sérstök umræða var á Alþingi í gær um þjóðaratkvæðagreiðsluna. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði mikilvægt að forystumenn flokka kæmu sér saman um tímaramma á umræður. Hvað eðli breytinga hópsins og Alþingis varðar sagði hún: „Þannig geta komið fram bæði tæknilegar og efnislegar breytingar á tillögum stjórnlagaráðs, en stjórnlagaráð opnaði sjálft fyrir svigrúm til breytinga eftir aukafund ráðsins í vor, m.a. að Alþingi hækkaði þröskuldinn vegna þjóðaratkvæðagreiðslna." Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að fyrirsjáanlegt væri að breytingar yrðu gerðar á drögunum. Þjóðaratkvæðagreiðslan hefði ekki bundið hendur Alþingis. „Alþingi ber ábyrgð á breytingum á stjórnarskrá og eru alþingismenn bundnir af sinni eigin sannfæringu í því grundvallarverkefni þingsins." kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Lögfræðingahópur sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis skipaði til að fara yfir drög stjórnlagaráðs að stjórnarskrá á að skila af sér á mánudag. Páll Þórhallsson, formaður hópsins, sagði á nefndarfundi í gær að reynt yrði að virða þau tímamörk, en það gæti dregist um einhverja daga þar sem heilmikil vinna væri eftir. Hópnum var falið að yfirfara drögin með tilliti til lagatæknilega atriða. Páll sagði að engar grundvallarbreytingar yrðu gerðar á drögunum, en hins vegar væru mörkin á milli lagatæknilegra og efnislegra athugasemda oft og tíðum óljós. „Við erum búin að greina tillögurnar og greinargerðina og erum að koma okkur niður á þær lagatæknilegu lagfæringar sem þarf að gera og bæta greinargerðina. Það hefur alltaf legið ljóst fyrir að það þyrfti töluvert mikla vinnu í að þétta skýringarnar sem fylgdu með frá stjórnlagaráði," sagði Páll á fundinum, en hópnum er falið að vinna greinargerð með frumvarpinu. Sem dæmi um atriði sem hópurinn væri að skoða nefndi hann mannréttindakaflann, en mikið púður hefði farið í hann. Þá mætti nefna ákvæði um takmörkun á setu forseta við þrjú kjörtímabil og ráðherra við átta ár. Taka þyrfti á því hvernig það sneri að þeim sem nú eru í embætti. Þá mætti nefna ákvæði um að Alþingi skyldi koma saman tveimur vikum eftir kosningar og samspil þess við ákvæði um vandaðri feril en nú er við að meta gildi kosninga. Samræma þyrfti þetta og jafnvel stytta leiðir í kæruferli varðandi kosningar. Sérstök umræða var á Alþingi í gær um þjóðaratkvæðagreiðsluna. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði mikilvægt að forystumenn flokka kæmu sér saman um tímaramma á umræður. Hvað eðli breytinga hópsins og Alþingis varðar sagði hún: „Þannig geta komið fram bæði tæknilegar og efnislegar breytingar á tillögum stjórnlagaráðs, en stjórnlagaráð opnaði sjálft fyrir svigrúm til breytinga eftir aukafund ráðsins í vor, m.a. að Alþingi hækkaði þröskuldinn vegna þjóðaratkvæðagreiðslna." Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að fyrirsjáanlegt væri að breytingar yrðu gerðar á drögunum. Þjóðaratkvæðagreiðslan hefði ekki bundið hendur Alþingis. „Alþingi ber ábyrgð á breytingum á stjórnarskrá og eru alþingismenn bundnir af sinni eigin sannfæringu í því grundvallarverkefni þingsins." kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira