Sagan með stelpunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2012 08:00 Dóra María Lárusdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir bregða hér á leik á æfingu í gær. Mynd/Anton Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta getur tryggt sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins á fimmtudagskvöldið þegar Úkraína kemur í heimsókn á Laugardalsvöllinn. Sigurður Ragnar Eyjólfsson og stelpurnar hans stigu stórt skref með 3-2 sigri í Sevastopol um helgina og úkraínska liðið þarf nú að skrifa nýja sögu til þess að hrifsa EM-farseðilinn af stelpunum okkar. Engin þjóð hefur komist áfram eftir tap á heimavelli í fyrri leiknum og engin þjóð hefur náð að skora tvisvar hjá íslenska liðinu í Laugardalnum í starfstíð Sigurðar Ragnars. Margrét Lára Viðarsdóttir tryggði íslenska liðinu 3-2 sigur 26 mínútum fyrir leikslok en áður höfðu Katrín Ómarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir komið Íslandi í 2-0. Umspilið hefur verið við lýði í undankeppni EM fyrir undanfarnar fjórar úrslitakeppnir og allar tíu þjóðirnar sem hafa unnið fyrri leikinn á útivelli hafa komist áfram í lokaúrslitin. Íslenska kvennalandsliðið hefur verið „fórnarlamb" í tveimur af þessum tíu tilfellum því liðið datt út fyrir Þýskalandi í undankeppni EM 1997 og fyrir Noregi í undankeppni EM 2005 eftir að hafa tapað fyrri leiknum á heimavelli. Margir útisigranna hafa reyndar verið stórir og því vonlítið verkefni sem beið tapliðanna í seinni leiknum en minnstu munaði í viðureign Rússa og Skota í undankeppni EM 2009. Rússar unnu fyrri leikinn 3-2 í Skotlandi en sluppu svo með skrekkinn eftir að hafa tapað seinni leiknum 1-2 á heimavelli. Leikar enduðu þar 4-4 en Rússar fóru áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Sigurður Ragnar leggur nú örugglega áherslu á að stelpurnar haldi einbeitingu og klári verkefnið á morgun. Áhyggjuefnið er kannski sú staðreynd að úkraínska liðið náði mun betri árangri á útivelli en á heimavelli í undankeppninni. Úkraína vann þannig alla fjóra útileiki sína í riðlinum, þar af þrjá þeirra á þessu ári, og það án þess að fá á sig mark (8-0 samanlagt). Þegar Úkraína komst á EM fyrir fjórum árum þá vann liðið einnig stærri sigur á útivelli (3-0) en í heimaleiknum (2-0). Íslenska liðinu nægir jafntefli í þessum leik og liðið má einnig tapa 0-1 og 1-2 en stelpurnar færu þá fram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Úkraínska liðið þarf því að skora að minnsta kosti tvö mörk í leiknum til að komast á EM en því hefur engu liði tekist á móti Íslandi á Laugardalsvellinum síðan Sigurður Ragnar tók við liðinu 2007. Ísland hefur spilað 15 landsleiki í Laugardalnum undir hans stjórn og aðeins fengið mark á sig í tveimur þeirra (0-1 tapi á móti Frakklandi 2010 og 3-1 sigri á Noregi 2011). Sagan er vissulega með stelpunum okkar á morgun og farseðillinn á EM í Svíþjóð 2013 er því innan seilingar. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta getur tryggt sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins á fimmtudagskvöldið þegar Úkraína kemur í heimsókn á Laugardalsvöllinn. Sigurður Ragnar Eyjólfsson og stelpurnar hans stigu stórt skref með 3-2 sigri í Sevastopol um helgina og úkraínska liðið þarf nú að skrifa nýja sögu til þess að hrifsa EM-farseðilinn af stelpunum okkar. Engin þjóð hefur komist áfram eftir tap á heimavelli í fyrri leiknum og engin þjóð hefur náð að skora tvisvar hjá íslenska liðinu í Laugardalnum í starfstíð Sigurðar Ragnars. Margrét Lára Viðarsdóttir tryggði íslenska liðinu 3-2 sigur 26 mínútum fyrir leikslok en áður höfðu Katrín Ómarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir komið Íslandi í 2-0. Umspilið hefur verið við lýði í undankeppni EM fyrir undanfarnar fjórar úrslitakeppnir og allar tíu þjóðirnar sem hafa unnið fyrri leikinn á útivelli hafa komist áfram í lokaúrslitin. Íslenska kvennalandsliðið hefur verið „fórnarlamb" í tveimur af þessum tíu tilfellum því liðið datt út fyrir Þýskalandi í undankeppni EM 1997 og fyrir Noregi í undankeppni EM 2005 eftir að hafa tapað fyrri leiknum á heimavelli. Margir útisigranna hafa reyndar verið stórir og því vonlítið verkefni sem beið tapliðanna í seinni leiknum en minnstu munaði í viðureign Rússa og Skota í undankeppni EM 2009. Rússar unnu fyrri leikinn 3-2 í Skotlandi en sluppu svo með skrekkinn eftir að hafa tapað seinni leiknum 1-2 á heimavelli. Leikar enduðu þar 4-4 en Rússar fóru áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Sigurður Ragnar leggur nú örugglega áherslu á að stelpurnar haldi einbeitingu og klári verkefnið á morgun. Áhyggjuefnið er kannski sú staðreynd að úkraínska liðið náði mun betri árangri á útivelli en á heimavelli í undankeppninni. Úkraína vann þannig alla fjóra útileiki sína í riðlinum, þar af þrjá þeirra á þessu ári, og það án þess að fá á sig mark (8-0 samanlagt). Þegar Úkraína komst á EM fyrir fjórum árum þá vann liðið einnig stærri sigur á útivelli (3-0) en í heimaleiknum (2-0). Íslenska liðinu nægir jafntefli í þessum leik og liðið má einnig tapa 0-1 og 1-2 en stelpurnar færu þá fram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Úkraínska liðið þarf því að skora að minnsta kosti tvö mörk í leiknum til að komast á EM en því hefur engu liði tekist á móti Íslandi á Laugardalsvellinum síðan Sigurður Ragnar tók við liðinu 2007. Ísland hefur spilað 15 landsleiki í Laugardalnum undir hans stjórn og aðeins fengið mark á sig í tveimur þeirra (0-1 tapi á móti Frakklandi 2010 og 3-1 sigri á Noregi 2011). Sagan er vissulega með stelpunum okkar á morgun og farseðillinn á EM í Svíþjóð 2013 er því innan seilingar.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Sjá meira