Ekki misskilja spurningarnar Smári McCarthy skrifar 10. október 2012 00:00 Kosningarnar 20. október næstkomandi snúast ekki um hvort það eigi að taka upp nýja stjórnarskrá. Það er gengið út frá því að það verði samin ný stjórnarskrá og hún fari í gegnum ferli hjá Alþingi. Eins og staðan er í dag hefur Alþingi eitt vald til að setja nýja stjórnarskrá, en það er gert með því að frumvarp er samþykkt á þingi, því næst er þingi slitið, þingkosningar eru haldnar í kjölfarið og nýtt þing staðfestir fyrra frumvarp óbreytt. En um hvað er þá kosið 20. október? Spurningarnar sex fjalla um hvaða eiginleika ný stjórnarskrá mun hafa. Fyrsta spurningin fjallar um hvort það eigi að leggja tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar nýju stjórnarskránni, eða hvort hún eigi að vera samin frá A til Ö í forsætisnefnd Alþingis. Það að svara nei þýðir ekki að þú viljir ekki nýja stjórnarskrá, enda er ekki verið að spyrja að því, heldur hvort þú viljir frekar flokkspólitíska samsuðu á nýrri stjórnarskrá en stjórnarskrá sem var samin í gegnum einstakt þátttökulýðræðislegt ferli sem rúmlega þúsund manns komu að. Frumvarp stjórnlagaráðs er fyrir margar sakir stórmerkilegt. Alls staðar í heiminum veit fólk af því sem gerðist á Íslandi, og fólk talar um það af stakri öfund hversu frábært ferlið var, bæði með þjóðfundinn og stjórnlagaráð, þar sem almenningur fékk beina aðkomu að gerð á nýrri stjórnarskrá. Ef betra ferli er mögulegt er það mannkyninu óþekkt enn. Það er ekki betra að Alþingi krukki í frumvarpinu, enda væri Alþingi þá að taka ákvarðanir um eigin valdmörk. Það hefur farið óneitanlega í taugarnar á mér hversu margir misskilja þessar kosningar. Sumir, sérstaklega úr röðum Sjálfstæðisflokksins, hafa verið vísvitandi að hvetja fólk til að mæta ekki á kjörstað, eða ef þau mæta, að segja nei við öllu, eða annað álíka. Fyrir mér hljómar þetta mjög barnalega. Væri ekki réttara að kynna sér málefnin og svara þeim málefnalega? Spurningar eins og „finnst þér að öll atkvæði eigi að vega jafnt" og „finnst þér að almenningur eigi að geta krafist þjóðaratkvæðagreiðslu" eru spurningar sem er alveg þess virði að eyða nokkrum mínútum í að hugsa um. Ég hef pælt mikið í þessu, eins og sem betur fer margir aðrir, og mitt svar 20. október er ekkert leyndarmál: já, já, nei, já, já, já. Endilega kynnið ykkur frumvarp stjórnlagaráðs, kynnið ykkur spurningarnar í þjóðaratkvæðagreiðslunni, og mætið svo á kjörstað! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Smári McCarthy Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Sjá meira
Kosningarnar 20. október næstkomandi snúast ekki um hvort það eigi að taka upp nýja stjórnarskrá. Það er gengið út frá því að það verði samin ný stjórnarskrá og hún fari í gegnum ferli hjá Alþingi. Eins og staðan er í dag hefur Alþingi eitt vald til að setja nýja stjórnarskrá, en það er gert með því að frumvarp er samþykkt á þingi, því næst er þingi slitið, þingkosningar eru haldnar í kjölfarið og nýtt þing staðfestir fyrra frumvarp óbreytt. En um hvað er þá kosið 20. október? Spurningarnar sex fjalla um hvaða eiginleika ný stjórnarskrá mun hafa. Fyrsta spurningin fjallar um hvort það eigi að leggja tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar nýju stjórnarskránni, eða hvort hún eigi að vera samin frá A til Ö í forsætisnefnd Alþingis. Það að svara nei þýðir ekki að þú viljir ekki nýja stjórnarskrá, enda er ekki verið að spyrja að því, heldur hvort þú viljir frekar flokkspólitíska samsuðu á nýrri stjórnarskrá en stjórnarskrá sem var samin í gegnum einstakt þátttökulýðræðislegt ferli sem rúmlega þúsund manns komu að. Frumvarp stjórnlagaráðs er fyrir margar sakir stórmerkilegt. Alls staðar í heiminum veit fólk af því sem gerðist á Íslandi, og fólk talar um það af stakri öfund hversu frábært ferlið var, bæði með þjóðfundinn og stjórnlagaráð, þar sem almenningur fékk beina aðkomu að gerð á nýrri stjórnarskrá. Ef betra ferli er mögulegt er það mannkyninu óþekkt enn. Það er ekki betra að Alþingi krukki í frumvarpinu, enda væri Alþingi þá að taka ákvarðanir um eigin valdmörk. Það hefur farið óneitanlega í taugarnar á mér hversu margir misskilja þessar kosningar. Sumir, sérstaklega úr röðum Sjálfstæðisflokksins, hafa verið vísvitandi að hvetja fólk til að mæta ekki á kjörstað, eða ef þau mæta, að segja nei við öllu, eða annað álíka. Fyrir mér hljómar þetta mjög barnalega. Væri ekki réttara að kynna sér málefnin og svara þeim málefnalega? Spurningar eins og „finnst þér að öll atkvæði eigi að vega jafnt" og „finnst þér að almenningur eigi að geta krafist þjóðaratkvæðagreiðslu" eru spurningar sem er alveg þess virði að eyða nokkrum mínútum í að hugsa um. Ég hef pælt mikið í þessu, eins og sem betur fer margir aðrir, og mitt svar 20. október er ekkert leyndarmál: já, já, nei, já, já, já. Endilega kynnið ykkur frumvarp stjórnlagaráðs, kynnið ykkur spurningarnar í þjóðaratkvæðagreiðslunni, og mætið svo á kjörstað!
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar