Innlent

Fundu gögn um Geirfinnsmál

Þjóðskjalasafnið Gögnin fundust fyrir tilviljun í Þjóðskjalasafninu í júlí.Fréttablaðið/GVA
Þjóðskjalasafnið Gögnin fundust fyrir tilviljun í Þjóðskjalasafninu í júlí.Fréttablaðið/GVA
Tveir stórir kassar með gögnum sem tengjast Guðmundar- og Geirfinnsmálinu fundust nýverið fyrir tilviljun á Þjóðskjalasafninu. Gögnin voru færð starfshópi innanríkisráðuneytisins sem hefur haft til skoðunar hvort tilefni sé til endurupptöku málsins.

„Þetta eru gögn frá lögreglu og sakadómi sem tilheyrðu málinu á sínum tíma. Við í starfshópnum höfðum ekki haft hluta þeirra undir höndum áður og það er þannig í svona vinnu að öll gögn koma að gagni við að raða saman heildarmyndinni," segir Arndís Soffía Sigurðardóttir, formaður starfshópsins.

Kassarnir fundust í júlí síðastliðnum og hefur starfshópurinn haft þau til yfirferðar í nokkrar vikur. Er þeirri vinnu að mestu lokið en starfshópurinn hefur frest til 1. nóvember til að skila skýrslu um vinnu sína.

Arndís Soffía segir að vinnu starfshópsins miði vel. „Hitt er annað mál að þegar við erum að fá í hendurnar gögn eins og þessi seint í þessu ferli þá getur það seinkað vinnunni. Ég get því ekki útilokað að við þurfum að biðja um lengri frest til að klára vinnuna," segir Arndís.- mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×