Fimmtungur skulda heimila afskrifaður 28. september 2012 06:00 Barnabætur of lágar Lágar greiðslur vegna barnabóta eru taldar einn veikasti hlekkurinn í aðgerðum íslenskra stjórnvalda í kreppunni. Fréttablaðið/Vilhelm Stjórnvöldum hefur tekist að beita velferðarkerfinu á markvissan hátt til að milda áhrif kreppunnar á lág- og millitekjuhópa. Langstærsti hluti skuldavanda heimilanna var tilkominn fyrir hrun bankanna, sem og greiðsluvandi og erfiðleikar vegna skulda. Um síðustu áramót var búið að afskrifa nærri fimmtung af heildarskuldum heimila og hátt í fimm prósent til viðbótar voru í slíku ferli, samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Þetta eru helstu niðurstöður nýrrar skýrslu Þjóðmálastofnunar Háskóla Íslands um áhrif aðgerða stjórnvalda á skuldavanda, fátækt, fjárhagsþrengingar heimila og atvinnu, sem kynnt var í gær. Helsta gagnrýnin sem skýrsluhöfundar benda á varðandi aðgerðir stjórnvalda í velferðarmálum í kreppunni eru bóta- og lífeyrissjóðagreiðslur. Barnabætur hér á landi eru lágar miðað við nágrannaríkin og hefur skerðing þeirra vegna tekna foreldra verið of brött. Er þetta talinn einn veikasti hlekkurinn í aðgerðum stjórnvalda gegn áhrifum kreppunnar. Skerðing grunnlífeyris vegna tekna úr lífeyrissjóðum hafa komið illa við marga eldri borgara. Þá hefur atvinnulífið ekki tekið eins hratt við sér og búist var við. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra bendir á í því samhengi að í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2012 sé gert ráð fyrir að verja tveimur og hálfum milljarði króna til hækkunar barnabóta, framlög til húsnæðisbóta verði aukin og einnig framlög til Fæðingarorlofssjóðs. Jafnframt er unnið að breytingum á ellilífeyri þar sem dregið er úr skerðingum og vægi lífeyristekna aukið að því er fram kemur á vef velferðarráðuneytisins. Skýrslan, „Áhrif mótvægisaðgerða á skuldavanda, fátækt og atvinnu", er seinni skýrsla stofnunarinnar af tveimur sem unnar eru fyrir velferðarráðuneytið. Var þetta gert í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að láta fara fram óháða rannsókn á áhrifum fjármálahrunsins á lífskjör þjóðarinnar. Skýrsluhöfundar eru Stefán Ólafsson, Arnaldur Sölvi Kristjánsson og Kolbeinn Stefánsson. Farið var yfir helstu niðurstöður á fundi í velferðarráðuneytinu í gærmorgun. Höfundar notuðu meðal annars skattagögn, önnur opinber talnagögn og skýrslur og niðurstöður innlendra og erlendra kannana. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Stjórnvöldum hefur tekist að beita velferðarkerfinu á markvissan hátt til að milda áhrif kreppunnar á lág- og millitekjuhópa. Langstærsti hluti skuldavanda heimilanna var tilkominn fyrir hrun bankanna, sem og greiðsluvandi og erfiðleikar vegna skulda. Um síðustu áramót var búið að afskrifa nærri fimmtung af heildarskuldum heimila og hátt í fimm prósent til viðbótar voru í slíku ferli, samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Þetta eru helstu niðurstöður nýrrar skýrslu Þjóðmálastofnunar Háskóla Íslands um áhrif aðgerða stjórnvalda á skuldavanda, fátækt, fjárhagsþrengingar heimila og atvinnu, sem kynnt var í gær. Helsta gagnrýnin sem skýrsluhöfundar benda á varðandi aðgerðir stjórnvalda í velferðarmálum í kreppunni eru bóta- og lífeyrissjóðagreiðslur. Barnabætur hér á landi eru lágar miðað við nágrannaríkin og hefur skerðing þeirra vegna tekna foreldra verið of brött. Er þetta talinn einn veikasti hlekkurinn í aðgerðum stjórnvalda gegn áhrifum kreppunnar. Skerðing grunnlífeyris vegna tekna úr lífeyrissjóðum hafa komið illa við marga eldri borgara. Þá hefur atvinnulífið ekki tekið eins hratt við sér og búist var við. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra bendir á í því samhengi að í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2012 sé gert ráð fyrir að verja tveimur og hálfum milljarði króna til hækkunar barnabóta, framlög til húsnæðisbóta verði aukin og einnig framlög til Fæðingarorlofssjóðs. Jafnframt er unnið að breytingum á ellilífeyri þar sem dregið er úr skerðingum og vægi lífeyristekna aukið að því er fram kemur á vef velferðarráðuneytisins. Skýrslan, „Áhrif mótvægisaðgerða á skuldavanda, fátækt og atvinnu", er seinni skýrsla stofnunarinnar af tveimur sem unnar eru fyrir velferðarráðuneytið. Var þetta gert í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að láta fara fram óháða rannsókn á áhrifum fjármálahrunsins á lífskjör þjóðarinnar. Skýrsluhöfundar eru Stefán Ólafsson, Arnaldur Sölvi Kristjánsson og Kolbeinn Stefánsson. Farið var yfir helstu niðurstöður á fundi í velferðarráðuneytinu í gærmorgun. Höfundar notuðu meðal annars skattagögn, önnur opinber talnagögn og skýrslur og niðurstöður innlendra og erlendra kannana. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira