Sakar Ísraela um þjóðernishreinsanir 28. september 2012 01:00 Mahmoud Abbas Forseti Palestínustjórnar segir árásir hryðjuverkasveita ísraelskra landtökumanna orðnar daglegt brauð.nordicphotos/AFP Þeir Mahmoud Abbas, forseti Palestínustjórnar, og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, stigu báðir í ræðustól á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Abbas ítrekaði ósk Palestínumanna um að sjálfstætt ríki þeirra yrði að veruleika. Fyrir ári fór hann fram á það á þessum sama vettvangi að Sameinuðu þjóðirnar viðurkenndu sjálfstæði Palestínuríkis. Í ræðu sinni í gær sagði hann Palestínumenn eiga í viðræðum við ýmis ríki og stofnanir um að sú viðurkenning verði að veruleika á þessu þingi. Hann sakaði Ísraela um að stunda þjóðernishreinsanir með því að eyðileggja heimili Palestínumanna, sem landtökumenn hefðu lagt undir sig. „Undanfarna mánuði hafa árásir hryðjuverkasveita ísraelskra landtökumanna orðið daglegt brauð," sagði Abbas og nefndi að 535 slíkar árásir hefðu verið gerðar á þessu ári. „Þjóðin okkar er orðin að stöðugu skotmarki fyrir mannvíg og misþyrmingar með fullri hlutdeild hernámsliðsins og Ísraelsstjórnar." Benjamín Netanjahú varði hins vegar drjúgum hluta ræðu sinnar í að vara við þeirri hættu, sem hann telur heimsbyggðinni allri og Ísrael sérstaklega stafa af írönskum stjórnvöldum og kjarnorkuáformum þeirra. Nú séu síðustu forvöð að koma í veg fyrir að Íranar komi sér upp kjarnorkuvopnum. Stuttu áður en Netanjahú hóf ræðu sína birtust hins vegar upplýsingar úr nýrri skýrslu ísraelska utanríkisráðuneytisins, sem lekið hafði verið til fjölmiðla. Þar kemur fram að alþjóðlegar refsiaðgerðir gegn Íran séu farnar að bera árangur, og því sé ef til vill skynsamlegra að herða refsiaðgerðirnar frekar en að beita hervaldi. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hófst í byrjun vikunnar og hafa þjóðarleiðtogarnir hver á fætur öðrum stigið þar í ræðustól. Í gær tók meðal annars til máls Sein Thein, forseti herforingjastjórnarinnar í Búrma, og notaði hann þar tækifærið til að hrósa Aung San Suu Kyi, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, fyrir lýðræðisbaráttu hennar. Suu Kyi, sem einnig er stödd í New York þessa dagana, segir hins vegar að Búrma þurfi nú á því að halda að réttarríki verði endurreist í landinu, að öðrum kosti verði raunverulegt lýðræði þar ekki að veruleika. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Þeir Mahmoud Abbas, forseti Palestínustjórnar, og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, stigu báðir í ræðustól á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Abbas ítrekaði ósk Palestínumanna um að sjálfstætt ríki þeirra yrði að veruleika. Fyrir ári fór hann fram á það á þessum sama vettvangi að Sameinuðu þjóðirnar viðurkenndu sjálfstæði Palestínuríkis. Í ræðu sinni í gær sagði hann Palestínumenn eiga í viðræðum við ýmis ríki og stofnanir um að sú viðurkenning verði að veruleika á þessu þingi. Hann sakaði Ísraela um að stunda þjóðernishreinsanir með því að eyðileggja heimili Palestínumanna, sem landtökumenn hefðu lagt undir sig. „Undanfarna mánuði hafa árásir hryðjuverkasveita ísraelskra landtökumanna orðið daglegt brauð," sagði Abbas og nefndi að 535 slíkar árásir hefðu verið gerðar á þessu ári. „Þjóðin okkar er orðin að stöðugu skotmarki fyrir mannvíg og misþyrmingar með fullri hlutdeild hernámsliðsins og Ísraelsstjórnar." Benjamín Netanjahú varði hins vegar drjúgum hluta ræðu sinnar í að vara við þeirri hættu, sem hann telur heimsbyggðinni allri og Ísrael sérstaklega stafa af írönskum stjórnvöldum og kjarnorkuáformum þeirra. Nú séu síðustu forvöð að koma í veg fyrir að Íranar komi sér upp kjarnorkuvopnum. Stuttu áður en Netanjahú hóf ræðu sína birtust hins vegar upplýsingar úr nýrri skýrslu ísraelska utanríkisráðuneytisins, sem lekið hafði verið til fjölmiðla. Þar kemur fram að alþjóðlegar refsiaðgerðir gegn Íran séu farnar að bera árangur, og því sé ef til vill skynsamlegra að herða refsiaðgerðirnar frekar en að beita hervaldi. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hófst í byrjun vikunnar og hafa þjóðarleiðtogarnir hver á fætur öðrum stigið þar í ræðustól. Í gær tók meðal annars til máls Sein Thein, forseti herforingjastjórnarinnar í Búrma, og notaði hann þar tækifærið til að hrósa Aung San Suu Kyi, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, fyrir lýðræðisbaráttu hennar. Suu Kyi, sem einnig er stödd í New York þessa dagana, segir hins vegar að Búrma þurfi nú á því að halda að réttarríki verði endurreist í landinu, að öðrum kosti verði raunverulegt lýðræði þar ekki að veruleika. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira