Fræðsla fyrir alla 27. september 2012 06:00 Oft höfum við ásatrúarfólk fengið skömm í hattinn hjá nýjum félögum um leið og þeir ganga í félagið. Þeir setjast gjarna fyrir framan okkur með alvöruþunga í svipnum og spyrja hvernig í ósköpunum standi á því að þeir hafi aldrei verið fræddir um heiðinn sið og félagið, eða boðið að vera með. Nýliðarnir eru stundum alvarlega sárir út í okkur og kenna forsvarsmönnum félagsins um að þeir hafi „misst af" mörgum árum eða áratugum í félagsskap annars heiðins fólks. Þeir átelja okkur fyrir að hafa ekki auglýst starfsemina og skýrt út fyrir almenningi um hvað heiðinn siður og félagsstarfið snýst. Við verðum jafnan svolítið kindarleg og vitum upp á okkur skömmina því sjálf höfum við flest dottið óvart inn í félagið og drepséð eftir því að hafa ekki fundið okkur þar fyrr á lífsleiðinni. En svona er þetta bara, það er einfaldlega meðvituð stefna Ásatrúarfélagsins að boða ekki trú eða troða lífsskoðun okkar upp á aðra. Það er ekki einungis talinn óþarfi, heldur beinlínis dónaskapur að mati flestra heiðinna manna. Það gilda svo allt aðrar reglur um að fræða þá sem sækjast eftir því sjálfir og við treystum því að fólk leiti og finni. Undanfarin ár hefur fjöldi unglinga leitað til félagsins af eigin hvötum og fengið að gangast undir svokallaða siðfestuathöfn sem er hliðstæða við kristna fermingu. Upphaflega var hún aðeins hugsuð fyrir fullorðið fólk sem vildi sanna fyrir sjálfu sér og öðrum að það hefði heiðinn sið að leiðarljósi í lífinu, en síðastliðin ár hafa unglingar sótt æ meira í þessa athöfn og fengið að taka siðfestu að undangenginni fræðslu og með samþykki forráðamanna. Í fyrstu var fólk á öllum aldri saman í þessari fræðslu, en nú hefur henni verið skipt í tvo hópa sem hefja starf á haustin. Í öðrum hópnum er fullorðið fólk sem vill taka siðfestu, en í hinum unglingar og oft aðstandendur þeirra með þeim. Unglingafræðslan miðast að því að kynna krökkunum goð og vættir, sagnaarf þjóðarinnar, lífsspeki Hávamála og Völuspár og ekki hvað síst ábyrgð hins heiðna lífsstíls og fullorðinsáranna. Fræðslan fer að mestu fram í heimspekilegum umræðum með léttu ívafi og lagt mikið upp úr því að allir tjái sig og viðri skoðanir sínar á þessum málefnum og er því oft glatt á hjalla. Fræðsla um heiðinn sið hefst á haustdögum og nú er tækifærið fyrir þá sem hafa áhuga að hafa samband. Að sjálfsögðu eru allir jafn velkomnir að sækja til okkar félagsskap og fræðslu. Okkar er ánægjan, því eins og segir í Hávamálum; maður er manns gaman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Sjá meira
Oft höfum við ásatrúarfólk fengið skömm í hattinn hjá nýjum félögum um leið og þeir ganga í félagið. Þeir setjast gjarna fyrir framan okkur með alvöruþunga í svipnum og spyrja hvernig í ósköpunum standi á því að þeir hafi aldrei verið fræddir um heiðinn sið og félagið, eða boðið að vera með. Nýliðarnir eru stundum alvarlega sárir út í okkur og kenna forsvarsmönnum félagsins um að þeir hafi „misst af" mörgum árum eða áratugum í félagsskap annars heiðins fólks. Þeir átelja okkur fyrir að hafa ekki auglýst starfsemina og skýrt út fyrir almenningi um hvað heiðinn siður og félagsstarfið snýst. Við verðum jafnan svolítið kindarleg og vitum upp á okkur skömmina því sjálf höfum við flest dottið óvart inn í félagið og drepséð eftir því að hafa ekki fundið okkur þar fyrr á lífsleiðinni. En svona er þetta bara, það er einfaldlega meðvituð stefna Ásatrúarfélagsins að boða ekki trú eða troða lífsskoðun okkar upp á aðra. Það er ekki einungis talinn óþarfi, heldur beinlínis dónaskapur að mati flestra heiðinna manna. Það gilda svo allt aðrar reglur um að fræða þá sem sækjast eftir því sjálfir og við treystum því að fólk leiti og finni. Undanfarin ár hefur fjöldi unglinga leitað til félagsins af eigin hvötum og fengið að gangast undir svokallaða siðfestuathöfn sem er hliðstæða við kristna fermingu. Upphaflega var hún aðeins hugsuð fyrir fullorðið fólk sem vildi sanna fyrir sjálfu sér og öðrum að það hefði heiðinn sið að leiðarljósi í lífinu, en síðastliðin ár hafa unglingar sótt æ meira í þessa athöfn og fengið að taka siðfestu að undangenginni fræðslu og með samþykki forráðamanna. Í fyrstu var fólk á öllum aldri saman í þessari fræðslu, en nú hefur henni verið skipt í tvo hópa sem hefja starf á haustin. Í öðrum hópnum er fullorðið fólk sem vill taka siðfestu, en í hinum unglingar og oft aðstandendur þeirra með þeim. Unglingafræðslan miðast að því að kynna krökkunum goð og vættir, sagnaarf þjóðarinnar, lífsspeki Hávamála og Völuspár og ekki hvað síst ábyrgð hins heiðna lífsstíls og fullorðinsáranna. Fræðslan fer að mestu fram í heimspekilegum umræðum með léttu ívafi og lagt mikið upp úr því að allir tjái sig og viðri skoðanir sínar á þessum málefnum og er því oft glatt á hjalla. Fræðsla um heiðinn sið hefst á haustdögum og nú er tækifærið fyrir þá sem hafa áhuga að hafa samband. Að sjálfsögðu eru allir jafn velkomnir að sækja til okkar félagsskap og fræðslu. Okkar er ánægjan, því eins og segir í Hávamálum; maður er manns gaman.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun