Lífið

Hollywood-stjörnur í mynd um leiðtogafundinn

líkir Greinileg líkindi eru með Mikhail Gorbatsjov og grínleikaranum Chevy Chase. Vissulega er Chase ekki vanur að leika alvarleg hlutverk en kannski er kominn tími á það.
líkir Greinileg líkindi eru með Mikhail Gorbatsjov og grínleikaranum Chevy Chase. Vissulega er Chase ekki vanur að leika alvarleg hlutverk en kannski er kominn tími á það.
Kvikmyndin Reykjavík, sem fjallar um leiðtogafundinn í Höfða árið 1986, er í undirbúningi í Hollywood. Hver mun leika hvern í myndinni?

Leiðtogafundurinn í Höfða var haldinn í Reykjavík dagana 11. til 12. október 1986, eða fyrir 26 árum. Michael Douglas mun leika Ronald Reagan, þáverandi Bandaríkjaforseta, í væntanlegri kvikmynd um fundinn en enn á eftir að ráða í hlutverk Mikhails Gorbatsjov, fyrrum forseta Sovétríkjanna, og önnur smærri hlutverk.

Leikstjóri verður að öllum líkindum Bretinn Mike Newell og framleiðendur verða Ridley Scott, leikstjóri Prometheus, og David W. Zucker.

Margir Íslendingar tengdust leiðtogafundinum á sínum tíma, bæði stjórnmálamenn og fjölmiðlamenn. Gaman er að velta fyrir sér hver myndi leika hvern ef Fréttablaðið fengi að velja í hlutverkin sem enn á eftir að tilkynna um. Meðal sögupersóna verða að sjálfsögðu Vigdís Finnbogadóttir, þáverandi forseti Íslands sem átti fund með Reagan og Gorbatsjov, Steingrímur Hermannsson, sem var forsætisráðherra, Davíð Oddsson, þáverandi borgarstjóri, og Ingvi Hrafn Jónsson, sem var duglegur að flytja fréttir af þessum merka atburði.

-fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×