Lífið

Bubbi á tónleikaferð um landið

á tónleikaferð Bubbi Morthens er á leiðinni í tónleikaferð um landið í október.
fréttablaðið/stefán
á tónleikaferð Bubbi Morthens er á leiðinni í tónleikaferð um landið í október. fréttablaðið/stefán
Bubbi Morthens leggur land undir fót í haust og heimsækir landsbyggðina auk þess sem hann kemur fram á höfuðborgarsvæðinu. Heiti tónleikaraðarinnar er Þorpin en síðasta plata hans hét einmitt Þorpið. Þar hvarf Bubbi aftur til rótanna með kassagítarinn í fararbroddi.

Tónleikaferðin hefst á Græna hattinum á Akureyri í byrjun október og stendur yfir í rúman mánuð. Viðkomustaðirnir verða 23 að þessu sinni, þar á meðal verða kirkjutónleikar í Hafnarfirði, Grindavík og á Selfossi. Í vor ætlar Bubbi að loka tónleikaferðinni með rúmlega tuttugu viðkomustöðum í viðbót. Allir tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 og er miðaverð 2.500 krónur.

Fyrir jólin heldur Bubbi svo þrenna Þorláksmessutónleika. Þar af spilar hann í fyrsta sinn um jólin í Eldborgarsal Hörpunnar og á Akranesi. Einnig treður hann upp í Hofi á Akureyri. Bylgjan mun útvarpa beint frá tónleikunum í Hörpunni. Miðasala á Þorláksmessutónleikana hefst 18. nóvember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×