Jafngildir milljón í kjaraskerðingu 27. september 2012 06:30 SAmstaða Lífeindafræðingar, sem eitt sinn kölluðust meinatæknar, mótmæltu bágum kjörum í gær. Fréttablaðið/GVa Lífeindafræðingar á Landspítalanum eru orðnir langþreyttir á áralöngum launalækkunum og krefjast úrbóta. Þetta segir Edda Sóley Óskarsdóttir, talsmaður lífeindafræðinga, en þeir stóðu fyrir samstöðufundi í gær. Helstu kröfur eru annars vegar að stofnanasamningur við stéttina verði endurskoðaður, í fyrsta sinn frá árinu 2006. „Svo lögðum við líka fram tillögu um að byrjunarlaun lífeindafræðings, sem eru 260 þúsund á mánuði í dag, hækki um hundrað þúsund. Það er síst of hátt miðað við að í skipulagsbreytingum síðustu ára höfum við tekið á okkur launalækkanir og aukið vinnuálag sem jafngildir tæpri milljón í tekjuskerðingu á ári," segir Edda Sóley. Hún bætir því við að staðan í stéttinni sé orðin váleg. „Unga fólkið flýr og það er engin nýliðun því fólkið vill ekki vinna fyrir þessi skítalaun allan ársins hring, allan sólarhringinn. Þess vegna er staðan orðin sú að meðalaldur hjá okkur er rúm fimmtíu ár." Edda Sóley segir að talsverður kurr hafi komið upp í tengslum við umræðuna um fyrirhugaða launahækkun forstjóra Landspítalans. „Þegar þetta kom upp varð ákveðin viðhorfsbreyting hjá fólki, sem áður hafði unnið út frá því að vera þátttakandi í liði. Þarna fann ráðherra hins vegar fjármuni fyrir einn starfsmann, en þá hlýtur að vera til aðeins fyrir okkur líka. Það er bara eðlilegt og sjálfsagt." - þj Fréttir Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fleiri fréttir Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Sjá meira
Lífeindafræðingar á Landspítalanum eru orðnir langþreyttir á áralöngum launalækkunum og krefjast úrbóta. Þetta segir Edda Sóley Óskarsdóttir, talsmaður lífeindafræðinga, en þeir stóðu fyrir samstöðufundi í gær. Helstu kröfur eru annars vegar að stofnanasamningur við stéttina verði endurskoðaður, í fyrsta sinn frá árinu 2006. „Svo lögðum við líka fram tillögu um að byrjunarlaun lífeindafræðings, sem eru 260 þúsund á mánuði í dag, hækki um hundrað þúsund. Það er síst of hátt miðað við að í skipulagsbreytingum síðustu ára höfum við tekið á okkur launalækkanir og aukið vinnuálag sem jafngildir tæpri milljón í tekjuskerðingu á ári," segir Edda Sóley. Hún bætir því við að staðan í stéttinni sé orðin váleg. „Unga fólkið flýr og það er engin nýliðun því fólkið vill ekki vinna fyrir þessi skítalaun allan ársins hring, allan sólarhringinn. Þess vegna er staðan orðin sú að meðalaldur hjá okkur er rúm fimmtíu ár." Edda Sóley segir að talsverður kurr hafi komið upp í tengslum við umræðuna um fyrirhugaða launahækkun forstjóra Landspítalans. „Þegar þetta kom upp varð ákveðin viðhorfsbreyting hjá fólki, sem áður hafði unnið út frá því að vera þátttakandi í liði. Þarna fann ráðherra hins vegar fjármuni fyrir einn starfsmann, en þá hlýtur að vera til aðeins fyrir okkur líka. Það er bara eðlilegt og sjálfsagt." - þj
Fréttir Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fleiri fréttir Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Sjá meira