Var plötuð í skólann en stýrir nú Herjólfi 27. september 2012 07:45 nýr vinnustaður Ingibjörg hefur meðal annars yfirumsjón með öryggismálum um borð í Herjólfi.fréttablaðið/óskar „Það má alveg kalla þetta draum sem hefur ræst. Ég vil vinna hérna heima í Eyjum og þetta er starfið sem ég vildi helst af öllu, enda hefur áhugi minn á starfinu alltaf orðið meiri og meiri," segir Ingibjörg Bryngeirsdóttir, 2. stýrimaður á Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi. Hún er nýútskrifuð með stýrimannsréttindi og var boðið starf stýrimanns. Hún þekkir skipið eins og handarbakið á sér, enda er þetta ekki hennar fyrsta starf þar um borð. Ingibjörg settist á skólabekk í stýrimannaskólanum í Vestmannaeyjum haustið 2005, en það bar að með nokkuð sérstökum hætti. Hún var ein margra sem studdu það með ráð og dáð að skólinn yrði endurvakinn. Einn þeirra sem starfaði í nefnd um endurreisn skólans, Sveinn Magnússon, hringdi svo einn daginn og spurði hvort hún styddi ekki skólann enn þá. Ingibjörg hélt það nú, en á hana runnu tvær grímur þegar Sveinn bar upp raunverulegt erindi sitt. „Hann hringdi til að skrá mig á skólabekk. Eftir nokkrar fortölur lét ég þó til leiðast og sé ekki eftir þeirri ákvörðun," segir Ingibjörg. „Ég útskrifaðist svo vorið 2011 og fékk mína fyrstu vinnu sem skipstjóri á hvalaskoðunarbát frá Húsavík í sumarbyrjun. Og hingað er ég svo komin, enn á ný." Í umfjöllun Fréttablaðsins í tilefni sjómannadagsins sumarið 2008 var rætt við Ingibjörgu þar sem hún sagði frá því að hún stundaði nám við skólann, en hún er eina konan sem þaðan hefur útskrifast. Þá sagðist henni svo frá: „Ég hef reyndar aldrei verið á fiskiskipi en ég hef meðal annars verið háseti, kokkur og er núna þerna hér á Herjólfi. Það er eiginlega ekkert eftir nema starfið efst uppi, það er að segja í brúnni. Ég myndi helst vilja í framtíðinni vera stýrimaður hér. Kannski get ég byrjað að leysa aðeins af eftir svona eitt, tvö ár." Nú þegar þetta liggur fyrir er eðlilegt að spyrja stýrimanninn hvort starf skipstjóra sé ekki rökrétt framhald þessarar sögu. Ingibjörg segir of snemmt að svara því. Lífið sé samt svo óútreiknanlegt að ómögulegt sé að útiloka að það verði ofan á. Starfinu sem Ingibjörg gegnir fylgir mikil ábyrgð. Hún hefur yfirumsjón með öryggismálum skipsins, sem er ekkert einfalt á stórri ferju eins og Herjólfi. En henni er treyst af öðrum yfirmönnum skipsins, enda var henni boðið starfið, og hún segir það hafa verið auðvelt að stíga inn í þá karlaveröld sem sjómennskan er. „Ég er hæstánægð og hér hef ég bestu kennara sem hægt er að finna í mínu fagi." svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
„Það má alveg kalla þetta draum sem hefur ræst. Ég vil vinna hérna heima í Eyjum og þetta er starfið sem ég vildi helst af öllu, enda hefur áhugi minn á starfinu alltaf orðið meiri og meiri," segir Ingibjörg Bryngeirsdóttir, 2. stýrimaður á Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi. Hún er nýútskrifuð með stýrimannsréttindi og var boðið starf stýrimanns. Hún þekkir skipið eins og handarbakið á sér, enda er þetta ekki hennar fyrsta starf þar um borð. Ingibjörg settist á skólabekk í stýrimannaskólanum í Vestmannaeyjum haustið 2005, en það bar að með nokkuð sérstökum hætti. Hún var ein margra sem studdu það með ráð og dáð að skólinn yrði endurvakinn. Einn þeirra sem starfaði í nefnd um endurreisn skólans, Sveinn Magnússon, hringdi svo einn daginn og spurði hvort hún styddi ekki skólann enn þá. Ingibjörg hélt það nú, en á hana runnu tvær grímur þegar Sveinn bar upp raunverulegt erindi sitt. „Hann hringdi til að skrá mig á skólabekk. Eftir nokkrar fortölur lét ég þó til leiðast og sé ekki eftir þeirri ákvörðun," segir Ingibjörg. „Ég útskrifaðist svo vorið 2011 og fékk mína fyrstu vinnu sem skipstjóri á hvalaskoðunarbát frá Húsavík í sumarbyrjun. Og hingað er ég svo komin, enn á ný." Í umfjöllun Fréttablaðsins í tilefni sjómannadagsins sumarið 2008 var rætt við Ingibjörgu þar sem hún sagði frá því að hún stundaði nám við skólann, en hún er eina konan sem þaðan hefur útskrifast. Þá sagðist henni svo frá: „Ég hef reyndar aldrei verið á fiskiskipi en ég hef meðal annars verið háseti, kokkur og er núna þerna hér á Herjólfi. Það er eiginlega ekkert eftir nema starfið efst uppi, það er að segja í brúnni. Ég myndi helst vilja í framtíðinni vera stýrimaður hér. Kannski get ég byrjað að leysa aðeins af eftir svona eitt, tvö ár." Nú þegar þetta liggur fyrir er eðlilegt að spyrja stýrimanninn hvort starf skipstjóra sé ekki rökrétt framhald þessarar sögu. Ingibjörg segir of snemmt að svara því. Lífið sé samt svo óútreiknanlegt að ómögulegt sé að útiloka að það verði ofan á. Starfinu sem Ingibjörg gegnir fylgir mikil ábyrgð. Hún hefur yfirumsjón með öryggismálum skipsins, sem er ekkert einfalt á stórri ferju eins og Herjólfi. En henni er treyst af öðrum yfirmönnum skipsins, enda var henni boðið starfið, og hún segir það hafa verið auðvelt að stíga inn í þá karlaveröld sem sjómennskan er. „Ég er hæstánægð og hér hef ég bestu kennara sem hægt er að finna í mínu fagi." svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira