Hærri skattar þýða færri ferðamenn 27. september 2012 05:30 Fleiri eða færri ferðamenn Samtök ferðaþjónustunnar óttast að erlendum ferðamönnum hér muni snarfækka ef stjórnvöld hækka virðisaukaskatt á greinina. Þá muni ferðamenn eyða minni peningum hér en ella.mynd/hag fréttablaðið/hag Hækkun á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu á Íslandi mun hægja á vexti greinarinnar hér á landi. Þetta kom fram í máli Oddnýjar G. Harðardóttur, fjármála- og efnahagsráðherra, á Alþingi á mánudag. Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði Oddnýju hvaða rök lægju að baki hækkunar virðisaukaskatts í ferðaþjónustu. Benti hann á sambærilegar aðgerðir í öðrum Evrópulöndum, meðal annars í Danmörku, sem hefðu haft alvarlegar afleiðingar fyrir ferðaþjónustu þar. „Vil ég vitna til bæði Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands og skýrslu sem Samtök ferðaþjónustunnar hafa lagt fram sem eru samhljóma um að hér verði gríðarleg fækkun á ferðamönnum í kjölfarið og minnkun á tekjum og eyðslu þeirra hér," sagði Sigurður Ingi. Oddný benti á að mikill vöxtur hefði orðið í greininni og að meðal-tali hefði ferðamönnum fjölgað um 7,7 prósent ár hvert. Fjölgunin hefði orðið meiri í fyrra og í ár eða 15 og 16 prósent. „Ef við höldum að þessi tvö ár séu sveifla upp á við og vöxturinn verði áfram 7,7 prósent þá verða erlendir ferðamenn ein milljón talsins," sagði Oddný. Með hækkunum á virðisaukaskatti mun það dragast „að erlendir ferðamenn verði ein milljón talsins á Íslandi til 2019," sagði Oddný. Ráðherra sagði að allar greiningar á hugsanlegum áhrifum hækkunarinnar, jafnvel þær sem hafa verið gerðar á vegum ferðaþjónustunnar, sýni fram á að hér verði áfram fjölgun ferðamanna. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir þessa fullyrðingu ráðherra einfaldlega ranga. „Það er bara rangt," segir Erna. „Niðurstaða KPMG, sem greindi áhrifin fyrir Samtök ferðaþjónustunnar, er að erlendum ferðamönnum gæti fækkað um 8,6 prósent." Erna segir að ekkert samráð hafi verið haft við ferðaþjónustuna áður en stjórnvöld ákváðu að hækka virðisaukaskatt á greinina. „Við erum að skoða þessa útreikninga sem við fengum en botnum ekkert í. Ég veit ekki af hverju hún segir þetta af því að hún veit ósköp vel hvað stendur í skýrslu KPMG," segir Erna. birgirh@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Hækkun á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu á Íslandi mun hægja á vexti greinarinnar hér á landi. Þetta kom fram í máli Oddnýjar G. Harðardóttur, fjármála- og efnahagsráðherra, á Alþingi á mánudag. Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði Oddnýju hvaða rök lægju að baki hækkunar virðisaukaskatts í ferðaþjónustu. Benti hann á sambærilegar aðgerðir í öðrum Evrópulöndum, meðal annars í Danmörku, sem hefðu haft alvarlegar afleiðingar fyrir ferðaþjónustu þar. „Vil ég vitna til bæði Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands og skýrslu sem Samtök ferðaþjónustunnar hafa lagt fram sem eru samhljóma um að hér verði gríðarleg fækkun á ferðamönnum í kjölfarið og minnkun á tekjum og eyðslu þeirra hér," sagði Sigurður Ingi. Oddný benti á að mikill vöxtur hefði orðið í greininni og að meðal-tali hefði ferðamönnum fjölgað um 7,7 prósent ár hvert. Fjölgunin hefði orðið meiri í fyrra og í ár eða 15 og 16 prósent. „Ef við höldum að þessi tvö ár séu sveifla upp á við og vöxturinn verði áfram 7,7 prósent þá verða erlendir ferðamenn ein milljón talsins," sagði Oddný. Með hækkunum á virðisaukaskatti mun það dragast „að erlendir ferðamenn verði ein milljón talsins á Íslandi til 2019," sagði Oddný. Ráðherra sagði að allar greiningar á hugsanlegum áhrifum hækkunarinnar, jafnvel þær sem hafa verið gerðar á vegum ferðaþjónustunnar, sýni fram á að hér verði áfram fjölgun ferðamanna. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir þessa fullyrðingu ráðherra einfaldlega ranga. „Það er bara rangt," segir Erna. „Niðurstaða KPMG, sem greindi áhrifin fyrir Samtök ferðaþjónustunnar, er að erlendum ferðamönnum gæti fækkað um 8,6 prósent." Erna segir að ekkert samráð hafi verið haft við ferðaþjónustuna áður en stjórnvöld ákváðu að hækka virðisaukaskatt á greinina. „Við erum að skoða þessa útreikninga sem við fengum en botnum ekkert í. Ég veit ekki af hverju hún segir þetta af því að hún veit ósköp vel hvað stendur í skýrslu KPMG," segir Erna. birgirh@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira