Mörg landsvæði standa höllum fæti þrátt fyrir olíugróða 27. september 2012 02:00 VAndmeðfarinn Olíuauður Þó Noregur sé eitt auðugasta ríki veraldar er staða landsins nokkuð flókin. Tekjur af olíuauði flæða yfir landið, en grafa undan sumum öðrum starfsgreinum. NordicPhotos/AFP Þrátt fyrir að efnahagsuppgangur Noregs hafi verið fordæmalítill síðustu fjóra áratugi eru í dag margar atvinnugreinar sem standa höllum fæti. Mótsögnin felst einmitt í því að umsvif og gróði af olíugeiranum hefur í för með sér aukinn framfærslukostnað, hærri laun og sterkara gengi norsku krónunnar sem kemur niður á samkeppnishæfi annarra greina. Í úttekt Bloomberg-fréttastofunnar um þessa stöðu segir meðal annars að eins og sakir standi sé Noregur í þriðja sæti á heimsvísu hvað varðar landsframleiðslu miðað við höfðatölu. Launakostnaður í iðnaði er sem nemur um sjö þúsund íslenskum krónum á klukkustund að meðaltali, sem er 31 prósenti hærra en gengur og gerist í Þýskalandi, stærsta hagkerfi Evrópu, og 65 prósentum hærra en í Bandaríkjunum. Þá bætir ekki úr skák fyrir útflutningsgreinarnar að gengi norsku krónunnar hefur styrkst um nær fjórðung síðustu þrjú og hálft ár gagnvart myntkörfu helstu viðskiptaríkja. Bloomberg segir frá þróun mála í byggðarlaginu Glomfjord þar sem fyrirtæki sem framleiðir íhluti til sólarorkuframleiðslu lagði upp laupana í mars vegna sligandi rekstrarkostnaðar. Þar misstu 200 manns vinnuna í 1.100 manna bæ. Olíuauðurinn veldur einnig vandkvæðum í byggðalögum þar sem umsvifin vegna olíuframleiðslu eru mikil. Er dæmi tekið af Stavangri, hinni eiginlegu olíuhöfuðborg Noregs, þar sem sannkölluð gullgrafarastemning ríkir. Íbúðaverð hefur þrefaldast frá aldamótum og er nú svo komið að framfærsla þar í borg er vart á annarra færi en þeirra sem vinna í greinum tengdum olíuvinnslu. Ekki er útlit fyrir að lát verði á olíustreyminu inn í norska hagkerfið þar sem fjölmargar stórar olíulindir hafa fundist á landgrunninu síðustu misseri. Bloomberg hefur hins vegar eftir Hilde Björnland, hagfræði-prófessor við Viðskiptaháskóla Noregs í Ósló, að hyggilegast væri að fjölga stoðunum undir norska hagkerfinu. „Einmitt núna erum við að saga undan okkur eina stoðina," segir hann. thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Sjá meira
Þrátt fyrir að efnahagsuppgangur Noregs hafi verið fordæmalítill síðustu fjóra áratugi eru í dag margar atvinnugreinar sem standa höllum fæti. Mótsögnin felst einmitt í því að umsvif og gróði af olíugeiranum hefur í för með sér aukinn framfærslukostnað, hærri laun og sterkara gengi norsku krónunnar sem kemur niður á samkeppnishæfi annarra greina. Í úttekt Bloomberg-fréttastofunnar um þessa stöðu segir meðal annars að eins og sakir standi sé Noregur í þriðja sæti á heimsvísu hvað varðar landsframleiðslu miðað við höfðatölu. Launakostnaður í iðnaði er sem nemur um sjö þúsund íslenskum krónum á klukkustund að meðaltali, sem er 31 prósenti hærra en gengur og gerist í Þýskalandi, stærsta hagkerfi Evrópu, og 65 prósentum hærra en í Bandaríkjunum. Þá bætir ekki úr skák fyrir útflutningsgreinarnar að gengi norsku krónunnar hefur styrkst um nær fjórðung síðustu þrjú og hálft ár gagnvart myntkörfu helstu viðskiptaríkja. Bloomberg segir frá þróun mála í byggðarlaginu Glomfjord þar sem fyrirtæki sem framleiðir íhluti til sólarorkuframleiðslu lagði upp laupana í mars vegna sligandi rekstrarkostnaðar. Þar misstu 200 manns vinnuna í 1.100 manna bæ. Olíuauðurinn veldur einnig vandkvæðum í byggðalögum þar sem umsvifin vegna olíuframleiðslu eru mikil. Er dæmi tekið af Stavangri, hinni eiginlegu olíuhöfuðborg Noregs, þar sem sannkölluð gullgrafarastemning ríkir. Íbúðaverð hefur þrefaldast frá aldamótum og er nú svo komið að framfærsla þar í borg er vart á annarra færi en þeirra sem vinna í greinum tengdum olíuvinnslu. Ekki er útlit fyrir að lát verði á olíustreyminu inn í norska hagkerfið þar sem fjölmargar stórar olíulindir hafa fundist á landgrunninu síðustu misseri. Bloomberg hefur hins vegar eftir Hilde Björnland, hagfræði-prófessor við Viðskiptaháskóla Noregs í Ósló, að hyggilegast væri að fjölga stoðunum undir norska hagkerfinu. „Einmitt núna erum við að saga undan okkur eina stoðina," segir hann. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent