Innlent

Sýna mótstöðu, grip og veggný

Bíldekk
Bíldekk
Samgöngur Frá og með 1. nóvember næstkomandi eiga að vera nýjar merkingar á hjólbörðum.

Að því er fram kemur á vef Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) eiga merkingarnar að sýna þau atriði sem mestu skipta þegar valin eru ný dekk undir bílinn. Þar á meðal eru núningsmótstaða hjólbarðanna (sem hefur áhrif á eldsneytiseyðslu bílsins), veggrip í bleytu og veggnýr mældur í desíbelum.

Á vefnum segir að merkingarnar sýni þrepaskiptingu. Þegar um eiginleika í bleytu er að ræða þá táknar hvert þrep niður á við aukna hemlunarvegalengd upp á sex metra miðað við nauðhemlun á 80 kílómetra hraða. - ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×