Gerir franska víkingamynd 26. september 2012 11:00 Tekur upp á íslandi Magali Magistry leikstýrir franskri stuttmynd sem tekin verður upp hér á landi í október. Íslenskir leikarar fara með öll hlutverkin.fréttablaðið/valli Framleiðslufyrirtækið Zik Zak kemur að gerð franskrar stuttmyndar sem taka á upp í október. Myndin er á íslensku og gerist að hluta til í íslenskum nútíma og að hluta til á víkingaöld og skartar einvörðungu íslenskum leikurum í aðalhlutverki. Franska leikstýran Magali Magistry leikstýrir myndinni og semur handrit hennar. Myndin verður meðal annars tekin upp á Krýsuvíkursvæðinu og í Reykjavík. Með aðalhlutverk myndarinnar fara Sveinn Ólafur Gunnarsson, Damon Younger og Margrét Bjarnadóttir og með önnur smærri hlutverk fara Þröstur Leó Gunnarsson, Ólafur Egilsson og Guðjón Þorsteinn Pálmarsson. Um söguþráð myndarinnar segir Magistry þetta: „Myndin segir frá víkingnum Magnúsi sem er á höttunum eftir illmenninu Bjarna sem hefur rænt barni og konu Magnúsar. Magnús og Bjarni berjast og í miðjum bardaganum heyrist lófaklapp og þá áttar áhorfandinn sig á því að verið er að setja söguna á svið og þá færist sagan til nútímans þar sem Magnús er óvirkur alkóhólisti og eiginkonan hefur skilið við hann og tekið saman við Bjarna." Magistry á íslenska vini og hefur heimsótt landið nokkrum sinnum. Hún kveðst einnig hafa mjög gaman af íslenskri kvikmyndagerð og segir þetta tvennt hafa orðið til þess að hún ákvað að semja kvikmyndahandrit sem gerist á Íslandi. „Ég og tökumaðurinn minn erum einu útlendingarnir sem komum að gerð myndarinnar, allir aðrir eru íslenskir sem er mjög skemmtilegt." Franski kvikmyndasjóðurinn hefur veitt stuttmyndinni fjármagn og hefur sjónvarpsstöðin Arte tryggt sér sýningarréttinn á myndinni sem verður sýnd bæði í Þýskalandi og Frakklandi. - sm Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Fleiri fréttir Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Sjá meira
Framleiðslufyrirtækið Zik Zak kemur að gerð franskrar stuttmyndar sem taka á upp í október. Myndin er á íslensku og gerist að hluta til í íslenskum nútíma og að hluta til á víkingaöld og skartar einvörðungu íslenskum leikurum í aðalhlutverki. Franska leikstýran Magali Magistry leikstýrir myndinni og semur handrit hennar. Myndin verður meðal annars tekin upp á Krýsuvíkursvæðinu og í Reykjavík. Með aðalhlutverk myndarinnar fara Sveinn Ólafur Gunnarsson, Damon Younger og Margrét Bjarnadóttir og með önnur smærri hlutverk fara Þröstur Leó Gunnarsson, Ólafur Egilsson og Guðjón Þorsteinn Pálmarsson. Um söguþráð myndarinnar segir Magistry þetta: „Myndin segir frá víkingnum Magnúsi sem er á höttunum eftir illmenninu Bjarna sem hefur rænt barni og konu Magnúsar. Magnús og Bjarni berjast og í miðjum bardaganum heyrist lófaklapp og þá áttar áhorfandinn sig á því að verið er að setja söguna á svið og þá færist sagan til nútímans þar sem Magnús er óvirkur alkóhólisti og eiginkonan hefur skilið við hann og tekið saman við Bjarna." Magistry á íslenska vini og hefur heimsótt landið nokkrum sinnum. Hún kveðst einnig hafa mjög gaman af íslenskri kvikmyndagerð og segir þetta tvennt hafa orðið til þess að hún ákvað að semja kvikmyndahandrit sem gerist á Íslandi. „Ég og tökumaðurinn minn erum einu útlendingarnir sem komum að gerð myndarinnar, allir aðrir eru íslenskir sem er mjög skemmtilegt." Franski kvikmyndasjóðurinn hefur veitt stuttmyndinni fjármagn og hefur sjónvarpsstöðin Arte tryggt sér sýningarréttinn á myndinni sem verður sýnd bæði í Þýskalandi og Frakklandi. - sm
Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Fleiri fréttir Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Sjá meira