Danir segjast vísa aðgerðum fyrir dóm 26. september 2012 06:30 Össur Skarphéðinsson. „Það markverðasta úr samþykkt ráðherraráðsins er sú staðreynd að fram kemur ágreiningur innan þess. Tvær þjóðir á meðal þeirra stærstu í sjávarútvegi, Danir og Þjóðverjar, treystu sér ekki til að styðja tillöguna og sátu hjá," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra um staðfestingu ráðherraráðs ESB á refsireglum gegn ríkjum sem stunda veiðar úr stofnum sem ekki hefur verið samið um. Össur segir að Danir hafi skilað bókun þar sem þeir áskilja sér rétt til þess að vísa aðgerðum sem kunna að beinast að Færeyjum til Evrópudómstólsins. „Það þykir mér vasklega gert af þeim og það sem verður niðurstaðan með Færeyjar hlýtur líka að gilda um Ísland. Sömuleiðis er það athyglisvert að Svíar telja sig nauðbeygða til að leggja fram ályktun þar sem undirstrikað er að allar aðgerðir sem gripið verði til skuli vera í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar Evrópusambandsins," segir Össur sem segir ekkert annað koma á óvart enda um framhald á samþykkt Evrópuþingsins að ræða. Hann segir það þó ánægjulegt að tekist hafi frá hendi íslenskra stjórnvalda að „nudda út öllum hugmyndum úr makrílhéruðum að banna innflutning frá löndum sem refsa ætti á nánast öllu sem einhvern tímann hefur synt í sjó". Eftir að ráðherraráðið staðfesti nýjar reglur um refsiaðgerðir fagnaði Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB, og sagði þær styrkja stöðu ESB gagnvart Íslandi og Færeyjum í makríldeilunni. Össuri hugnast ekki málflutningur Damanaki. „Mér þótti sjálfum ekki gleðilegt að sjá Damanaki tala eins og blaðafulltrúa fyrir vini okkar og frændur Norðmenn og lýsa því yfir að þeir væru með þeim í þessu stríði. Ég tel það algjörlega óhugsandi að Norðmenn taki þátt í einhverju sem ekki er í fullu samræmi við EES-samninginn." Spurður hversu nálægt Ísland sé að ná samningum við ESB og Noreg um veiðarnar segist Össur telja „að töluvert langt sé á milli okkar og Norðmanna en miklu skemmra milli Íslands og ESB. Við erum fullir samningsvilja, Íslendingar, en við látum ekki kúga okkur." Sigurgeir Þorgeirsson, aðalsamningamaður Íslands í makríldeilunni, segir reglurnar sem samþykktar voru í gær almenns eðlis og nú eigi framkvæmdastjórn ESB eftir að ákveða hvort og með hvaða hætti þeim verður beitt gegn Íslandi. „Við teljum að þær einu heimildir sem þeir geta beitt án þess að brjóta í bága við alþjóðlegar skuldbindingar sínar, þar á meðal viðskiptareglur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, sé að beita löndunarbanni á makrílveiðiskip." Löndunarbann á makrílveiðiskip er þegar í gildi í höfnum aðildarríkja ESB, en það bann hefur lítil sem engin áhrif fyrir íslenskan sjávarútveg, þar sem ekkert er flutt út af makríl til Evrópusambandsins hvort eð er.- shá, gb Fréttir Mest lesið Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
„Það markverðasta úr samþykkt ráðherraráðsins er sú staðreynd að fram kemur ágreiningur innan þess. Tvær þjóðir á meðal þeirra stærstu í sjávarútvegi, Danir og Þjóðverjar, treystu sér ekki til að styðja tillöguna og sátu hjá," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra um staðfestingu ráðherraráðs ESB á refsireglum gegn ríkjum sem stunda veiðar úr stofnum sem ekki hefur verið samið um. Össur segir að Danir hafi skilað bókun þar sem þeir áskilja sér rétt til þess að vísa aðgerðum sem kunna að beinast að Færeyjum til Evrópudómstólsins. „Það þykir mér vasklega gert af þeim og það sem verður niðurstaðan með Færeyjar hlýtur líka að gilda um Ísland. Sömuleiðis er það athyglisvert að Svíar telja sig nauðbeygða til að leggja fram ályktun þar sem undirstrikað er að allar aðgerðir sem gripið verði til skuli vera í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar Evrópusambandsins," segir Össur sem segir ekkert annað koma á óvart enda um framhald á samþykkt Evrópuþingsins að ræða. Hann segir það þó ánægjulegt að tekist hafi frá hendi íslenskra stjórnvalda að „nudda út öllum hugmyndum úr makrílhéruðum að banna innflutning frá löndum sem refsa ætti á nánast öllu sem einhvern tímann hefur synt í sjó". Eftir að ráðherraráðið staðfesti nýjar reglur um refsiaðgerðir fagnaði Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB, og sagði þær styrkja stöðu ESB gagnvart Íslandi og Færeyjum í makríldeilunni. Össuri hugnast ekki málflutningur Damanaki. „Mér þótti sjálfum ekki gleðilegt að sjá Damanaki tala eins og blaðafulltrúa fyrir vini okkar og frændur Norðmenn og lýsa því yfir að þeir væru með þeim í þessu stríði. Ég tel það algjörlega óhugsandi að Norðmenn taki þátt í einhverju sem ekki er í fullu samræmi við EES-samninginn." Spurður hversu nálægt Ísland sé að ná samningum við ESB og Noreg um veiðarnar segist Össur telja „að töluvert langt sé á milli okkar og Norðmanna en miklu skemmra milli Íslands og ESB. Við erum fullir samningsvilja, Íslendingar, en við látum ekki kúga okkur." Sigurgeir Þorgeirsson, aðalsamningamaður Íslands í makríldeilunni, segir reglurnar sem samþykktar voru í gær almenns eðlis og nú eigi framkvæmdastjórn ESB eftir að ákveða hvort og með hvaða hætti þeim verður beitt gegn Íslandi. „Við teljum að þær einu heimildir sem þeir geta beitt án þess að brjóta í bága við alþjóðlegar skuldbindingar sínar, þar á meðal viðskiptareglur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, sé að beita löndunarbanni á makrílveiðiskip." Löndunarbann á makrílveiðiskip er þegar í gildi í höfnum aðildarríkja ESB, en það bann hefur lítil sem engin áhrif fyrir íslenskan sjávarútveg, þar sem ekkert er flutt út af makríl til Evrópusambandsins hvort eð er.- shá, gb
Fréttir Mest lesið Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira