Ógnarhernaður gegn almenningi 26. september 2012 02:00 Ómannað árásarflugfar Bandaríkjaher hefur í auknum mæli notað flugtæki af þessu tagi í Pakistan, Jemen og Sómalíu.nordicphotos/AFP Bandaríkjaher hefur síðustu árin í æ meiri mæli notað ómönnuð flugför til að varpa sprengjum á fólk í Pakistan. Tilgangurinn er sagður sá að drepa helstu leiðtoga hryðjuverkamanna, en árangurinn er umdeildur. Tveir hópar fræðimanna við bandaríska háskóla segja Bandaríkjastjórn ekki segja sannleikann um þann skaða sem þessar árásir valda. „Bandarískir stjórnmálamenn og bandarískur almenningur geta ekki haldið áfram að hunsa vísbendingar um þann skaða, sem almenningur verður fyrir, og þau þveröfugu áhrif sem þessi hnitmiðuðu mannvíg og skotflaugaárásir hafa í Pakistan," segir í nýútkominni skýrslu fræðimannanna, sem starfa við lögfræðideildir háskólanna í Stanford og New York. Eftir níu mánaða rannsóknir, sem gerðar voru bæði á vettvangi í Pakistan og með viðtölum við fórnarlömb, vitni og sérfræðinga, segja fræðimennirnir engan vafa leika á því að árásirnar hafi kostað hundruð almennra borgara lífið á síðustu árum, þar á meðal 176 börn. Þótt árásirnar hafi að öllum líkindum kostað fleiri hryðjuverkamenn lífið en saklausa borgara, þá eru háttsettir liðsmenn hryðjuverkasamtaka einungis lítið brot af þeim sem látist hafa. Að minnsta kosti er fátt sem styður fullyrðingar bandarískra stjórnvalda um að ómönnuðu flugförin séu nákvæm og örugg eða að þau bæti öryggi Bandaríkjamanna með einhverjum hætti. Þvert á móti bendi flest til að andstaða almennings við Bandaríkin hafi vaxið og staða hryðjuverkamanna jafnvel styrkst. Þar að auki séu þessi ómönnuðu flugför stöðug ógn í lífi almennings á þeim svæðum í Pakistan þar sem þau eru notuð. „Tilvist þeirra skelfir karla, konur og börn, vekur kvíða og veldur sálrænum áföllum í samfélagi almennra borgara," segir í skýrslunni. „Þau sem búa undir skotflaugunum hafa stöðugar áhyggjur af því að hvenær sem er megi búast við mannskæðri árás, og gera sér grein fyrir því að þau hafa enga möguleika til að verjast." gudsteinn@frettabladinu.is Fréttir Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Sjá meira
Bandaríkjaher hefur síðustu árin í æ meiri mæli notað ómönnuð flugför til að varpa sprengjum á fólk í Pakistan. Tilgangurinn er sagður sá að drepa helstu leiðtoga hryðjuverkamanna, en árangurinn er umdeildur. Tveir hópar fræðimanna við bandaríska háskóla segja Bandaríkjastjórn ekki segja sannleikann um þann skaða sem þessar árásir valda. „Bandarískir stjórnmálamenn og bandarískur almenningur geta ekki haldið áfram að hunsa vísbendingar um þann skaða, sem almenningur verður fyrir, og þau þveröfugu áhrif sem þessi hnitmiðuðu mannvíg og skotflaugaárásir hafa í Pakistan," segir í nýútkominni skýrslu fræðimannanna, sem starfa við lögfræðideildir háskólanna í Stanford og New York. Eftir níu mánaða rannsóknir, sem gerðar voru bæði á vettvangi í Pakistan og með viðtölum við fórnarlömb, vitni og sérfræðinga, segja fræðimennirnir engan vafa leika á því að árásirnar hafi kostað hundruð almennra borgara lífið á síðustu árum, þar á meðal 176 börn. Þótt árásirnar hafi að öllum líkindum kostað fleiri hryðjuverkamenn lífið en saklausa borgara, þá eru háttsettir liðsmenn hryðjuverkasamtaka einungis lítið brot af þeim sem látist hafa. Að minnsta kosti er fátt sem styður fullyrðingar bandarískra stjórnvalda um að ómönnuðu flugförin séu nákvæm og örugg eða að þau bæti öryggi Bandaríkjamanna með einhverjum hætti. Þvert á móti bendi flest til að andstaða almennings við Bandaríkin hafi vaxið og staða hryðjuverkamanna jafnvel styrkst. Þar að auki séu þessi ómönnuðu flugför stöðug ógn í lífi almennings á þeim svæðum í Pakistan þar sem þau eru notuð. „Tilvist þeirra skelfir karla, konur og börn, vekur kvíða og veldur sálrænum áföllum í samfélagi almennra borgara," segir í skýrslunni. „Þau sem búa undir skotflaugunum hafa stöðugar áhyggjur af því að hvenær sem er megi búast við mannskæðri árás, og gera sér grein fyrir því að þau hafa enga möguleika til að verjast." gudsteinn@frettabladinu.is
Fréttir Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Sjá meira