Deila um hver vissi hvað um framboðið - fréttaskýring 25. september 2012 08:00 Samherjar á þingi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Höskuldur Þórhallsson hlýða á umræður á þingi.fréttablaðið/anton Hvernig standa framboðsmál Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi? Óhætt er að segja að tíðindi af framboðsmálum Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi hafi komið á óvart. Varaformaðurinn, Birkir Jón Jónsson, tilkynnti fyrir helgi að hann hygðist ekki gefa kost á sér til setu á lista flokksins fyrir næstu kosningar. Flokkurinn á tvo þingmenn í kjördæminu, Birki og Höskuld Þórhallsson. Tvennum sögum fer af því sem næst gerðist í atburðarásinni. Sigmundur Davíð segist hafa rætt við Höskuld um þá fyrirætlun sína að sækjast eftir efsta sætinu í kjördæminu. Höskuldur segist hins vegar aðeins hafa fengið skilaboð frá Sigmundi um að þeir þyrftu að ræða saman. Sé útgáfa Höskuldar rétt er staðan sú að formaðurinn sækir að honum í fyrsta sætið, en hafi Sigmundur Davíð rétt fyrir sér er það akkúrat öfugt; Höskuldur tilkynnti um framboð í fyrsta sætið vitandi að formaðurinn hygðist gera slíkt hið sama. Raunar hefur Hrólfur Ölvisson, framkvæmdastjóri flokksins, staðfest orð Sigmundar Davíðs. Höskuldur segir, í samtali við fréttastofu Stöðvar 2, að það sé rangt hjá Hrólfi. Sigmundur Davíð og Höskuldur funduðu um málið í gær en ætla báðir að halda framboði sínu til streitu. Það er ekki í fyrsta skipti sem Framsóknarmenn velja á milli þeirra tveggja. Báðir voru í framboði til formanns í janúar 2009, ásamt Páli Magnússyni. Í síðari umferð var kosið á milli Sigmundar og Höskuldar og hlaut Sigmundur 449 atkvæði en Höskuldur 340. Fyrir mistök var Höskuldur reyndar lýstur sigurvegari, en það leiðrétt skömmu síðar. Ákvörðun Sigmundar Davíðs kemur heimildarmönnum Fréttablaðsins á óvart. Sigmundur hafi heilmikil tengsl við Reykjavík, en þar hefur hann setið í skipulagsráði. Áður en hann varð formaður vakti hann athygli fyrir tillögur um skipulag borgarinnar. Hins vegar er ekki á vísan að róa varðandi þingsæti í kjördæmi Sigmundar, Reykjavík norður. Viðskiptablaðið greindi frá því í mars að samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup næði Sigmundur Davíð ekki kjöri í kjördæminu. Hvorki Sigmundur Davíð né Höskuldur vildu tjá sig við Fréttablaðið í gær. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Sjá meira
Hvernig standa framboðsmál Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi? Óhætt er að segja að tíðindi af framboðsmálum Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi hafi komið á óvart. Varaformaðurinn, Birkir Jón Jónsson, tilkynnti fyrir helgi að hann hygðist ekki gefa kost á sér til setu á lista flokksins fyrir næstu kosningar. Flokkurinn á tvo þingmenn í kjördæminu, Birki og Höskuld Þórhallsson. Tvennum sögum fer af því sem næst gerðist í atburðarásinni. Sigmundur Davíð segist hafa rætt við Höskuld um þá fyrirætlun sína að sækjast eftir efsta sætinu í kjördæminu. Höskuldur segist hins vegar aðeins hafa fengið skilaboð frá Sigmundi um að þeir þyrftu að ræða saman. Sé útgáfa Höskuldar rétt er staðan sú að formaðurinn sækir að honum í fyrsta sætið, en hafi Sigmundur Davíð rétt fyrir sér er það akkúrat öfugt; Höskuldur tilkynnti um framboð í fyrsta sætið vitandi að formaðurinn hygðist gera slíkt hið sama. Raunar hefur Hrólfur Ölvisson, framkvæmdastjóri flokksins, staðfest orð Sigmundar Davíðs. Höskuldur segir, í samtali við fréttastofu Stöðvar 2, að það sé rangt hjá Hrólfi. Sigmundur Davíð og Höskuldur funduðu um málið í gær en ætla báðir að halda framboði sínu til streitu. Það er ekki í fyrsta skipti sem Framsóknarmenn velja á milli þeirra tveggja. Báðir voru í framboði til formanns í janúar 2009, ásamt Páli Magnússyni. Í síðari umferð var kosið á milli Sigmundar og Höskuldar og hlaut Sigmundur 449 atkvæði en Höskuldur 340. Fyrir mistök var Höskuldur reyndar lýstur sigurvegari, en það leiðrétt skömmu síðar. Ákvörðun Sigmundar Davíðs kemur heimildarmönnum Fréttablaðsins á óvart. Sigmundur hafi heilmikil tengsl við Reykjavík, en þar hefur hann setið í skipulagsráði. Áður en hann varð formaður vakti hann athygli fyrir tillögur um skipulag borgarinnar. Hins vegar er ekki á vísan að róa varðandi þingsæti í kjördæmi Sigmundar, Reykjavík norður. Viðskiptablaðið greindi frá því í mars að samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup næði Sigmundur Davíð ekki kjöri í kjördæminu. Hvorki Sigmundur Davíð né Höskuldur vildu tjá sig við Fréttablaðið í gær. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Sjá meira