Rússar í hart vegna laxveiði í net 25. september 2012 08:30 Veitt á Kólaskaga Hér er hinn þekkti veiðimaður Árni Baldursson með stórlax sem hann veiddi í Yokanga-ánni á Kólaskaga. Ríkisstjóri Múrmansk-héraðs í Rússlandi hefur ákveðið að vísa ágreiningi um laxveiðar Norðmanna í net á hafsvæði undan ströndum Finnmerkur til öryggisráðs Rússlands. Samningaviðræður Norðmanna og Rússa síðastliðin tvö ár hafa engan árangur borið, og því er þessi leið nú valin. Öryggisráðið er forsetanum til ráðuneytis um öryggi ríkisins og skipað ráðherrum og fleiri háttsettum embættismönnum. Ríkisstjórinn, Marína Kovtun, boðaði vegna þessa Orra Vigfússon, formann NASF, Verndarsjóðs villtra laxastofna, nýlega á fund á Kólaskaga þar sem þau ræddu ítarlega um hrun laxastofnsins í N-Atlantshafi. Ríkisstjórinn sagði eftir fundinn að meira en hundrað rússneskar laxveiðiár á svæðinu væru mikilvægar ferðaþjónustu Rússlands og að sögn Orra er það skoðun ríkisstjórans að ótækt sé að laxanet Norðmanna skaði laxastofninn. Á milli 60–70% af þeim laxi sem veiddur er í netin eru hinn verðmæti vorlax sem stendur undir meginhrygningunni í rússneskum ám á þessum slóðum, að sögn Orra. Bent hefur verið á að veiðar Norðmanna séu brot á 66. grein Hafréttarsáttmála Sameinuðu Þjóðanna, en alþjóðleg nefnd vísindamanna hefur staðfest að laxinn sem um ræðir sé af rússneskum uppruna. Þess utan hefur Nils Pettersen, formaður norskra veiðiréttareigenda, sagt að ef netaveiðar Norðmanna verði aflagðar hefði það góð áhrif á norskar laxveiðiár en ástand þeirra margra er bágborið. - shá Fréttir Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Ríkisstjóri Múrmansk-héraðs í Rússlandi hefur ákveðið að vísa ágreiningi um laxveiðar Norðmanna í net á hafsvæði undan ströndum Finnmerkur til öryggisráðs Rússlands. Samningaviðræður Norðmanna og Rússa síðastliðin tvö ár hafa engan árangur borið, og því er þessi leið nú valin. Öryggisráðið er forsetanum til ráðuneytis um öryggi ríkisins og skipað ráðherrum og fleiri háttsettum embættismönnum. Ríkisstjórinn, Marína Kovtun, boðaði vegna þessa Orra Vigfússon, formann NASF, Verndarsjóðs villtra laxastofna, nýlega á fund á Kólaskaga þar sem þau ræddu ítarlega um hrun laxastofnsins í N-Atlantshafi. Ríkisstjórinn sagði eftir fundinn að meira en hundrað rússneskar laxveiðiár á svæðinu væru mikilvægar ferðaþjónustu Rússlands og að sögn Orra er það skoðun ríkisstjórans að ótækt sé að laxanet Norðmanna skaði laxastofninn. Á milli 60–70% af þeim laxi sem veiddur er í netin eru hinn verðmæti vorlax sem stendur undir meginhrygningunni í rússneskum ám á þessum slóðum, að sögn Orra. Bent hefur verið á að veiðar Norðmanna séu brot á 66. grein Hafréttarsáttmála Sameinuðu Þjóðanna, en alþjóðleg nefnd vísindamanna hefur staðfest að laxinn sem um ræðir sé af rússneskum uppruna. Þess utan hefur Nils Pettersen, formaður norskra veiðiréttareigenda, sagt að ef netaveiðar Norðmanna verði aflagðar hefði það góð áhrif á norskar laxveiðiár en ástand þeirra margra er bágborið. - shá
Fréttir Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira