Manntíminn: Maðurinn sem jarðsögulegt afl Dr. Edward H. Huijbens og Dr. Karl Benediktsson skrifar 20. september 2012 06:00 Mannfólkið sem jörðina byggir er farið að umbylta henni með þvílíkum hætti að tekið er að ræða um tímabilið frá 1750 sem upphaf nýs jarðsöguskeiðs: Manntíma (e. anthropocene). Þetta var uppistaða aðalerinda á alþjóðaráðstefnu landfræðinga, sem haldin var í lok ágúst í Köln í Þýskalandi. Sögu jarðarinnar er skipt í tiltekin skeið eða aldir, sem flestar spanna milljónir ára. Á skeiði sem nefnt er miðlífsöld gengu risaeðlur til að mynda um jörðina. Endalok þeirra urðu fyrir um 65 milljónum ára, með hamförum sem þurrkuðu um 90% allra þálifandi dýrategunda af yfirborði jarðar. Við tók nýlífsöld, sem enn stendur. Innan hennar eru allmörg skemmri tímabil. Siðmenningin hefur að mestu mótast á tímabili sem kallað er nútími (e. holocene) og tók við af ístíma (e. pleistocene) fyrir rúmlega 10.000 árum. Nú er hins vegar svo komið að rætt er í fullri alvöru og með veigamiklum vísindarökum að upp sé runnið nýtt skeið, þar sem umsvif mannkynsins séu tekin að valda varanlegum breytingum á líf- og vistkerfum jarðarinnar allrar. Þetta eru í raun stórmerkar fréttir. Burtséð frá umræðu um eðli og umfang þessara breytinga, svo sem hnattræna hlýnun, þá felst í þessari hugsun viðurkenning á því að samfélög okkar eru ekki aðeins á jörðinni heldur með jörðinni. Samfélög fólks og jörðin eru eitt. Mannlíf og náttúra verða ekki skilin sundur. Þetta þýðir að ekki er lengur hægt að ímynda sér að aðgerðir okkar og athafnir hafi bara með okkur sjálf að gera eða mögulega bara nánasta umhverfi. Það sem við gerum mótar jörðina okkar allra. Þetta má skýra með dæmi. Ákvörðun íslensks fyrirtækis um aukin umsvif, tekin á stjórnarfundi í ljósi ársfjórðunglegs yfirlits yfir rekstur þess, valda því að einhvers staðar – kannski í Kongó eða Kostaríku – er meira tekið af efni úr jörð. Þetta efni er flutt úr stað og unnið og áhrifanna gætir um alla jörð. Áhrifin kunna að virðast smávægileg, en þau eru hluti af flóknu neti tengsla, sem eru hins vegar oft langt í frá augljós. Þegar horft er heildstætt á vistkerfi jarðar má sjá að fjöldi fólks á jörðinni, umsvif þess og þarfir eru farin að hafa víðtæk og varanleg áhrif á jörðina sjálfa. Að við séum eitt með náttúru og umhverfi eru svo sem ekki nýjar fréttir. Tengsl fólks og náttúru hafa um langan aldur verið eitt meginviðfangsefni landfræðinga og síðustu áratugi hefur nánast öll umræða í umhverfismálum hverfst um þetta. Fréttirnar eru þær að vísindaheimurinn hefur nú gefið þessu nafn sem setur athafnir manna í skýrt jarðsögulegt samhengi. Maðurinn er orðinn jarðsögulegt afl. Við lifum í manntímanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Mannfólkið sem jörðina byggir er farið að umbylta henni með þvílíkum hætti að tekið er að ræða um tímabilið frá 1750 sem upphaf nýs jarðsöguskeiðs: Manntíma (e. anthropocene). Þetta var uppistaða aðalerinda á alþjóðaráðstefnu landfræðinga, sem haldin var í lok ágúst í Köln í Þýskalandi. Sögu jarðarinnar er skipt í tiltekin skeið eða aldir, sem flestar spanna milljónir ára. Á skeiði sem nefnt er miðlífsöld gengu risaeðlur til að mynda um jörðina. Endalok þeirra urðu fyrir um 65 milljónum ára, með hamförum sem þurrkuðu um 90% allra þálifandi dýrategunda af yfirborði jarðar. Við tók nýlífsöld, sem enn stendur. Innan hennar eru allmörg skemmri tímabil. Siðmenningin hefur að mestu mótast á tímabili sem kallað er nútími (e. holocene) og tók við af ístíma (e. pleistocene) fyrir rúmlega 10.000 árum. Nú er hins vegar svo komið að rætt er í fullri alvöru og með veigamiklum vísindarökum að upp sé runnið nýtt skeið, þar sem umsvif mannkynsins séu tekin að valda varanlegum breytingum á líf- og vistkerfum jarðarinnar allrar. Þetta eru í raun stórmerkar fréttir. Burtséð frá umræðu um eðli og umfang þessara breytinga, svo sem hnattræna hlýnun, þá felst í þessari hugsun viðurkenning á því að samfélög okkar eru ekki aðeins á jörðinni heldur með jörðinni. Samfélög fólks og jörðin eru eitt. Mannlíf og náttúra verða ekki skilin sundur. Þetta þýðir að ekki er lengur hægt að ímynda sér að aðgerðir okkar og athafnir hafi bara með okkur sjálf að gera eða mögulega bara nánasta umhverfi. Það sem við gerum mótar jörðina okkar allra. Þetta má skýra með dæmi. Ákvörðun íslensks fyrirtækis um aukin umsvif, tekin á stjórnarfundi í ljósi ársfjórðunglegs yfirlits yfir rekstur þess, valda því að einhvers staðar – kannski í Kongó eða Kostaríku – er meira tekið af efni úr jörð. Þetta efni er flutt úr stað og unnið og áhrifanna gætir um alla jörð. Áhrifin kunna að virðast smávægileg, en þau eru hluti af flóknu neti tengsla, sem eru hins vegar oft langt í frá augljós. Þegar horft er heildstætt á vistkerfi jarðar má sjá að fjöldi fólks á jörðinni, umsvif þess og þarfir eru farin að hafa víðtæk og varanleg áhrif á jörðina sjálfa. Að við séum eitt með náttúru og umhverfi eru svo sem ekki nýjar fréttir. Tengsl fólks og náttúru hafa um langan aldur verið eitt meginviðfangsefni landfræðinga og síðustu áratugi hefur nánast öll umræða í umhverfismálum hverfst um þetta. Fréttirnar eru þær að vísindaheimurinn hefur nú gefið þessu nafn sem setur athafnir manna í skýrt jarðsögulegt samhengi. Maðurinn er orðinn jarðsögulegt afl. Við lifum í manntímanum.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun