Óslóar-samkomulagið er verra en ekkert! Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 15. september 2012 06:00 Nú eru 19 ár liðin síðan samkomulag um Óslóar-yfirlýsinguna var undirritað á grasflötinni framan við Hvíta húsið í Washington. Það voru Arafat, forseti Palestínu, og Rabin, forsætisráðherra Ísraels, sem gerðu það að viðstöddum Clinton Bandaríkjaforseta. Margir urðu til að vara við því að þetta væri svikasátt en undirritaður var meðal þeirra sem vildu trúa því að gagnkvæm viðurkenning aðilanna yrði mikilvægt fyrsta skref að endanlegu friðarsamkomulagi sem átti að undirrita innan fimm ára. Reynslan hefur sýnt að efasemdarmennirnir höfðu rétt fyrir sér. Kannski var það morðið á Rabin sem innsiglaði örlög Óslóar-yfirlýsingarinnar. Nýjar yfirlýsingar hinna ólíku flokka í Palestínu hafa verið birtar og eru raddir þeirra býsna samhljóma, einnig Fatah, þess stjórnmálaafls sem var leiðandi og er enn, jafnvel þótt Hamas, eða listi þeirra Umbætur og breytingar, hafi unnið þingmeirihluta í síðustu kosningunum sem fram fóru á herteknu svæðunum árið 2006. Ríkisstjórn sem styðst við þann þingmeirihluta er einungis við völd á Gaza og er einangruð af Ísrael, Bandaríkjunum, Evrópusambandi og flestum Vesturlöndum, þar á meðal Íslandi. Eina NATO-ríkið sem mér er kunnugt um að hafi samband við stjórnvöldin á Gaza er Noregur. Ekki þarf af spyrja um afstöðu Hamas-samtakanna til Óslóar-yfirlýsingarinnar. Þau hafa alla tíð gagnrýnt hana þótt þau hafi í raun allt frá árinu 2003 samþykkt grundvöll hennar, sem er landamærin frá því fyrir hernámið í Sex daga stríðinu árið 1967 og þar með tilvist Ísraelsríkis á fjórum fimmtu af upphaflegri Palestínu. Krafan sem hljómað hefur samhljóða nú er að Óslóar-samkomulaginu verði kastað fyrir róða. Ástæðan er sú að það hefur verið notað af Ísrael sem skálkaskjól fyrir áframhaldandi landrán og stækkun landtökusvæðanna. Í orði er stundum vísað til friðarferlis, en ekkert slíkt er í gangi og var aldrei. Það var kannski hægt að tala um ferli en enginn áhugi hefur verið á réttmætum friði af hálfu Ísraels. Friðarsamkomulag yrði að grundvallast meðal annars á landamærunum frá 1967, sem fela þó í sér stórkostlega eftirgjöf af hálfu Palestínumanna. Með því sætta þeir sig við að halda einungis fimmtungi landsins. Sameinuðu þjóðirnar ætluðu þeim þó nokkurn veginn helming í tillögunni um skiptingu Palestínu sem Allsherjarþingið samþykkti 29. nóvember 1947. Hernámið 1948 breytti þeirri mynd og með tímanum hefur meirihluti Palestínumanna sæst á landamærin frá 1967 án þess þó að réttur flóttafólks til að snúa heim aftur sé gleymdur né örlög einnar og hálfrar milljónar Palestínumanna sem búa við skertan rétt innan Ísraels. Mikilsvert er að samhljómur hafi skapast um að hafna afleiðingum Óslóar-samkomulagsins, segja skilið við það og slíta svokallaðri öryggissamvinnu við Ísrael, sem CIA, bandaríska leyniþjónustan, hefur haft umsjón með. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Rúnar Hauksson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Nú eru 19 ár liðin síðan samkomulag um Óslóar-yfirlýsinguna var undirritað á grasflötinni framan við Hvíta húsið í Washington. Það voru Arafat, forseti Palestínu, og Rabin, forsætisráðherra Ísraels, sem gerðu það að viðstöddum Clinton Bandaríkjaforseta. Margir urðu til að vara við því að þetta væri svikasátt en undirritaður var meðal þeirra sem vildu trúa því að gagnkvæm viðurkenning aðilanna yrði mikilvægt fyrsta skref að endanlegu friðarsamkomulagi sem átti að undirrita innan fimm ára. Reynslan hefur sýnt að efasemdarmennirnir höfðu rétt fyrir sér. Kannski var það morðið á Rabin sem innsiglaði örlög Óslóar-yfirlýsingarinnar. Nýjar yfirlýsingar hinna ólíku flokka í Palestínu hafa verið birtar og eru raddir þeirra býsna samhljóma, einnig Fatah, þess stjórnmálaafls sem var leiðandi og er enn, jafnvel þótt Hamas, eða listi þeirra Umbætur og breytingar, hafi unnið þingmeirihluta í síðustu kosningunum sem fram fóru á herteknu svæðunum árið 2006. Ríkisstjórn sem styðst við þann þingmeirihluta er einungis við völd á Gaza og er einangruð af Ísrael, Bandaríkjunum, Evrópusambandi og flestum Vesturlöndum, þar á meðal Íslandi. Eina NATO-ríkið sem mér er kunnugt um að hafi samband við stjórnvöldin á Gaza er Noregur. Ekki þarf af spyrja um afstöðu Hamas-samtakanna til Óslóar-yfirlýsingarinnar. Þau hafa alla tíð gagnrýnt hana þótt þau hafi í raun allt frá árinu 2003 samþykkt grundvöll hennar, sem er landamærin frá því fyrir hernámið í Sex daga stríðinu árið 1967 og þar með tilvist Ísraelsríkis á fjórum fimmtu af upphaflegri Palestínu. Krafan sem hljómað hefur samhljóða nú er að Óslóar-samkomulaginu verði kastað fyrir róða. Ástæðan er sú að það hefur verið notað af Ísrael sem skálkaskjól fyrir áframhaldandi landrán og stækkun landtökusvæðanna. Í orði er stundum vísað til friðarferlis, en ekkert slíkt er í gangi og var aldrei. Það var kannski hægt að tala um ferli en enginn áhugi hefur verið á réttmætum friði af hálfu Ísraels. Friðarsamkomulag yrði að grundvallast meðal annars á landamærunum frá 1967, sem fela þó í sér stórkostlega eftirgjöf af hálfu Palestínumanna. Með því sætta þeir sig við að halda einungis fimmtungi landsins. Sameinuðu þjóðirnar ætluðu þeim þó nokkurn veginn helming í tillögunni um skiptingu Palestínu sem Allsherjarþingið samþykkti 29. nóvember 1947. Hernámið 1948 breytti þeirri mynd og með tímanum hefur meirihluti Palestínumanna sæst á landamærin frá 1967 án þess þó að réttur flóttafólks til að snúa heim aftur sé gleymdur né örlög einnar og hálfrar milljónar Palestínumanna sem búa við skertan rétt innan Ísraels. Mikilsvert er að samhljómur hafi skapast um að hafna afleiðingum Óslóar-samkomulagsins, segja skilið við það og slíta svokallaðri öryggissamvinnu við Ísrael, sem CIA, bandaríska leyniþjónustan, hefur haft umsjón með.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar