Nýju markaprinsessur landsliðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. september 2012 09:00 Margrét Lára Viðarsdóttir með Söndru Maríu Jessen á hægri hönd og Elínu Mettu Jensen á vinstri hönd. Mynd/Stefán Margrét Lára Viðarsdóttir hefur verið dugleg að safna að sér öllum helstum markametum í íslenskum fótbolta en um síðustu helgi tókst tveimur stórefnilegum leikmönnum að slá aldursmet hennar frá 2004 þegar Margrét Lára varð markadrottning úrvalsdeildarinnar 18 ára gömul. Elín Metta Jensen og Sandra María Jessen eru báðar fæddar árið 1995 og fögnuðu því 17 ára afmæli sínu fyrr á þessu ári. Þær skoruðu báðar 18 mörk í 18 leikjum í Pepsi-deild kvenna í sumar og urðu báðar markadrottningar. Elín Metta spilaði færri mínútur og fékk því gullskóinn en Sandra María varð jafnframt Íslandsmeistari með Þór/KA og er ein af þeim sem koma sterklega til greina sem besti leikmaður tímabilsins. „Þetta er frábært og ég rosalega stolt af þessum stelpum. Ég þjálfaði aðeins Elínu þegar hún var yngri og þekki hana því aðeins betur en Söndru. Þær eru báðar hrikalega efnilegar og við fögnum því að það séu að koma leikmenn upp," sagði Margrét Lára aðspurð um nýju markaprinsessurnar. Margrét Lára sjálf verður vonandi leikfær á Laugardalsvellinum klukkan 16.15 í dag þegar íslenska liðið mætir Norður-Írlandi í næstsíðasta leik íslenska liðsins í undankeppni EM. Sandra byrjaði landsliðsferilinn eins og Margrét Lára eða með því að skora með fyrstu snertingu aðeins nokkrum mínútum eftir að hún kom inn á í sínum fyrsta landsleik. „Sandra er þegar búin að standa sig vel með landsliðinu og báðar þessar stelpur eru með mikið sjálfstraust sem skiptir miklu máli þegar maður er að koma nýr inn. Við eigum von á því að þær eigi eftir að setja mark sitt á leikinn á laugardaginn (í dag)," sagði Margrét Lára. „Ég er mjög spennt og ég held að þetta eigi eftir að ganga mjög vel á móti Norður-Írlandi. Ég passa mig að gera ekki of miklar væntingar um að fá að spila í þessum leik en ég vona að ég fái að spila eitthvað og að minnsta kosti að ég verði í hóp. Það er ótrúlega gaman að fá að vera ein af 22 og ég er mjög glöð með það," segir Sandra María Jessen en hún hefur komið inn á sem varamaður í tveimur fyrstu landsleikjunum og skorað í báðum. Sandra María varð eins og áður sagði að sjá á eftir gullskónum með minnsta mun. „Ég verð bara að sætta mig silfurskóinn sem er líka frábært. Aðalmálið var að vinna Íslandsmótið. Ég fékk þann bikar og get því ekki kvartað," segir Sandra María sem skoraði í síðasta leiknum en það var þó ekki nóg.„Nú hef ég bara eitthvað til að stefna að á næsta ári," segir Sandra María en það hefur þó ekkert slest upp á vinskapinn hjá þeim stöllum þrátt fyrir harða baráttu. „Við erum mjög góðar vinkonur enn þá og það er allt í góðu. Það þarf alltaf einhver að vinna. Hún vann í þetta skiptið og það er bara flott hjá henni," sagði Sandra María og Elín Metta tekur undir þetta. „Við erum að sjálfsögðu enn þá vinkonur. Við erum búnar að vera herbergisfélagar með yngri landsliðunum og erum bara fínar vinkonur," segir Elín Metta. Hún er nú að spila meðal margra fyrirmynda sinna úr Val. „Þetta er rosalega flott lið og það er ofboðslega gaman að fá að vera partur af því. Ég var bara boltasækir hjá þeim fyrir nokkrum árum og það er því mjög gaman að fá að spila með þeim núna," segir Elín Metta. Hún er að sjálfsögðu í skýjunum að hafa náð í gullskóinn í Pepsi-deildinni. „Það er skemmtilegt og mikill heiður að fá gullskóinn. Ég var ekkert að búast við því að vinna þetta. Hún var einu marki fyrir ofan mig og ég var ekki búin að kynna mér reglurnar þannig að ég vissi ekkert hvernig þetta færi ef við yrðum jafnar. Svo kom þetta bara skemmtilegt á óvart," sagði Elín Metta. Margrét Lára hefur skorað 45 mörk fyrir íslenska landsliðsins síðan Sigurður Ragnar Eyjólfsson tók við liðinu í ársbyrjun 2007 eða langmest af öllum leikmönnum liðsins á þeim tíma. „Okkur hefur svolítið vantað markaskorara undanfarin ár og það er því frábært að fá svona stelpur inn. Það er greinilegt að þær hafa verið að æfa vel undanfarin ár sem er að skila þeim langt. Það eiga líka örugglega fleiri góðir leikmenn eftir að koma upp og við fögnum því," segir Margrét Lára. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Fleiri fréttir Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjá meira
Margrét Lára Viðarsdóttir hefur verið dugleg að safna að sér öllum helstum markametum í íslenskum fótbolta en um síðustu helgi tókst tveimur stórefnilegum leikmönnum að slá aldursmet hennar frá 2004 þegar Margrét Lára varð markadrottning úrvalsdeildarinnar 18 ára gömul. Elín Metta Jensen og Sandra María Jessen eru báðar fæddar árið 1995 og fögnuðu því 17 ára afmæli sínu fyrr á þessu ári. Þær skoruðu báðar 18 mörk í 18 leikjum í Pepsi-deild kvenna í sumar og urðu báðar markadrottningar. Elín Metta spilaði færri mínútur og fékk því gullskóinn en Sandra María varð jafnframt Íslandsmeistari með Þór/KA og er ein af þeim sem koma sterklega til greina sem besti leikmaður tímabilsins. „Þetta er frábært og ég rosalega stolt af þessum stelpum. Ég þjálfaði aðeins Elínu þegar hún var yngri og þekki hana því aðeins betur en Söndru. Þær eru báðar hrikalega efnilegar og við fögnum því að það séu að koma leikmenn upp," sagði Margrét Lára aðspurð um nýju markaprinsessurnar. Margrét Lára sjálf verður vonandi leikfær á Laugardalsvellinum klukkan 16.15 í dag þegar íslenska liðið mætir Norður-Írlandi í næstsíðasta leik íslenska liðsins í undankeppni EM. Sandra byrjaði landsliðsferilinn eins og Margrét Lára eða með því að skora með fyrstu snertingu aðeins nokkrum mínútum eftir að hún kom inn á í sínum fyrsta landsleik. „Sandra er þegar búin að standa sig vel með landsliðinu og báðar þessar stelpur eru með mikið sjálfstraust sem skiptir miklu máli þegar maður er að koma nýr inn. Við eigum von á því að þær eigi eftir að setja mark sitt á leikinn á laugardaginn (í dag)," sagði Margrét Lára. „Ég er mjög spennt og ég held að þetta eigi eftir að ganga mjög vel á móti Norður-Írlandi. Ég passa mig að gera ekki of miklar væntingar um að fá að spila í þessum leik en ég vona að ég fái að spila eitthvað og að minnsta kosti að ég verði í hóp. Það er ótrúlega gaman að fá að vera ein af 22 og ég er mjög glöð með það," segir Sandra María Jessen en hún hefur komið inn á sem varamaður í tveimur fyrstu landsleikjunum og skorað í báðum. Sandra María varð eins og áður sagði að sjá á eftir gullskónum með minnsta mun. „Ég verð bara að sætta mig silfurskóinn sem er líka frábært. Aðalmálið var að vinna Íslandsmótið. Ég fékk þann bikar og get því ekki kvartað," segir Sandra María sem skoraði í síðasta leiknum en það var þó ekki nóg.„Nú hef ég bara eitthvað til að stefna að á næsta ári," segir Sandra María en það hefur þó ekkert slest upp á vinskapinn hjá þeim stöllum þrátt fyrir harða baráttu. „Við erum mjög góðar vinkonur enn þá og það er allt í góðu. Það þarf alltaf einhver að vinna. Hún vann í þetta skiptið og það er bara flott hjá henni," sagði Sandra María og Elín Metta tekur undir þetta. „Við erum að sjálfsögðu enn þá vinkonur. Við erum búnar að vera herbergisfélagar með yngri landsliðunum og erum bara fínar vinkonur," segir Elín Metta. Hún er nú að spila meðal margra fyrirmynda sinna úr Val. „Þetta er rosalega flott lið og það er ofboðslega gaman að fá að vera partur af því. Ég var bara boltasækir hjá þeim fyrir nokkrum árum og það er því mjög gaman að fá að spila með þeim núna," segir Elín Metta. Hún er að sjálfsögðu í skýjunum að hafa náð í gullskóinn í Pepsi-deildinni. „Það er skemmtilegt og mikill heiður að fá gullskóinn. Ég var ekkert að búast við því að vinna þetta. Hún var einu marki fyrir ofan mig og ég var ekki búin að kynna mér reglurnar þannig að ég vissi ekkert hvernig þetta færi ef við yrðum jafnar. Svo kom þetta bara skemmtilegt á óvart," sagði Elín Metta. Margrét Lára hefur skorað 45 mörk fyrir íslenska landsliðsins síðan Sigurður Ragnar Eyjólfsson tók við liðinu í ársbyrjun 2007 eða langmest af öllum leikmönnum liðsins á þeim tíma. „Okkur hefur svolítið vantað markaskorara undanfarin ár og það er því frábært að fá svona stelpur inn. Það er greinilegt að þær hafa verið að æfa vel undanfarin ár sem er að skila þeim langt. Það eiga líka örugglega fleiri góðir leikmenn eftir að koma upp og við fögnum því," segir Margrét Lára.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Fleiri fréttir Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjá meira