Nemur hjá prjónadrottningu 5. september 2012 16:00 Fatahönnuðurinn Sigríður María Sigurjónsdóttir landaði starfsnámi hjá einu virtasta tískuhúsi í heimi, Soniu Rykiel í París. Fréttablaðið/stefán Fréttablaðið/stefán Þetta er draumur og ég er í skýjunum að komast að hjá Rykiel sem er kölluð drottning prjónsins í tískuheiminum, segir fatahönnuðurinn Sigríður María Sigurjónsdóttir sem heldur út í starfsnám til franska tískuhússins Soniu Rykiel í vikunni. Sigga Mæja, eins og hún er kölluð, útskrifaðist sem fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands í fyrra. Það var í gegnum fagstjóra fatahönnunardeildar, Lindu Björk Árnadóttur, sem Sigga Mæja komst í samband við tískuhús Rykiel. Hún sendi möppuna sína út til Parísar í sumar og fékk svo svar í síðustu viku. Markmiðið hefur alltaf verið að fara út og öðlast reynslu, segir Sigga Mæja sem heldur til höfuðborgar hátískunnar á sunnudaginn. Tískuhús Soniu Rykiel, sem var stofnað á sjöunda áratugnum í París, er með þeim virtari í heiminum. Rykiel er þekkt fyrir litríkar prjónaflíkur og rautt úfið hár sitt, en fatahönnuðurinn hannaði línu fyrir sænsku verslunarkeðjuna H&M árið 2009 við góðan orðstír. Sjálf hefur Rykiel dregið sig úr daglegum rekstri tískuhússins en dóttir hennar, Nathalie Rykiel, hefur tekið við kyndlinum. Mér skilst að mitt hlutverk verði að aðstoða við þróun prjónamunstra en það skýrist betur þegar ég kem út. Ég held að það sem ég geri verði spennandi og áhugavert, sama hvað það verður, segir Sigga Mæja en til að byrja með er um að ræða tveggja mánaða samning. Sigga Mæja verður því í París þegar tískuvikan hefst í lok september. París er sko ekki leiðinlegur staður yfir tískuvikuna, eflaust nóg vinna og mikið stuð. - áp Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Þetta er draumur og ég er í skýjunum að komast að hjá Rykiel sem er kölluð drottning prjónsins í tískuheiminum, segir fatahönnuðurinn Sigríður María Sigurjónsdóttir sem heldur út í starfsnám til franska tískuhússins Soniu Rykiel í vikunni. Sigga Mæja, eins og hún er kölluð, útskrifaðist sem fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands í fyrra. Það var í gegnum fagstjóra fatahönnunardeildar, Lindu Björk Árnadóttur, sem Sigga Mæja komst í samband við tískuhús Rykiel. Hún sendi möppuna sína út til Parísar í sumar og fékk svo svar í síðustu viku. Markmiðið hefur alltaf verið að fara út og öðlast reynslu, segir Sigga Mæja sem heldur til höfuðborgar hátískunnar á sunnudaginn. Tískuhús Soniu Rykiel, sem var stofnað á sjöunda áratugnum í París, er með þeim virtari í heiminum. Rykiel er þekkt fyrir litríkar prjónaflíkur og rautt úfið hár sitt, en fatahönnuðurinn hannaði línu fyrir sænsku verslunarkeðjuna H&M árið 2009 við góðan orðstír. Sjálf hefur Rykiel dregið sig úr daglegum rekstri tískuhússins en dóttir hennar, Nathalie Rykiel, hefur tekið við kyndlinum. Mér skilst að mitt hlutverk verði að aðstoða við þróun prjónamunstra en það skýrist betur þegar ég kem út. Ég held að það sem ég geri verði spennandi og áhugavert, sama hvað það verður, segir Sigga Mæja en til að byrja með er um að ræða tveggja mánaða samning. Sigga Mæja verður því í París þegar tískuvikan hefst í lok september. París er sko ekki leiðinlegur staður yfir tískuvikuna, eflaust nóg vinna og mikið stuð. - áp
Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp