Ekkert mark tekið á Berezovskíj í London 1. september 2012 01:00 Borís Berezovskíj Vildi fá skaðabætur frá Roman Abramovich fyrir að hafa haft af sér stórfé með hótunum. nordicphotos/AFP „Mér þykir fyrir því að segja það en niðurstaða greiningar minnar á trúverðugleika herra Berezovskíjs er að hann myndi segja nánast hvað sem er til að styðja mál sitt," sagði Elizabeth Gloster, dómari í London, þegar hún kvað upp dóm í deilumáli tveggja rússneskra auðkýfinga. Borís Berezovskíj fór á síðasta ári í mál við Roman Abramovich, eiganda breska knattspyrnuliðsins Chelsea, fyrir að hafa með hótunum og fjárkúgun þröngvað sér til að selja hlut sinn í rússneska olíufyrirtækinu Sibneft langt undir raunvirði. Hann vildi fá 4,7 milljarða punda í skaðabætur, jafnvirði rúmlega 911 milljarða króna. Dómarinn sagðist ekki sjá að neitt væri hæft í ásökunum Berezovskíjs, og sagði hann „tilkomulítið og í eðli sínu óáreiðanlegt vitni, sem lítur á sannleikann sem hverfult og sveigjanlegt hugtak, sem hægt er að steypa í það mót sem hentar tilgangi hans núna". Berezovskíj hristi höfuðið hvað eftir annað meðan Gloster dómari las upp dómsúrskurðinn. „Ég er algerlega furðu lostinn yfir því sem hefur gerst hér í dag," sagði hann við blaðamenn. „Stundum finnst mér eins og Pútín sjálfur hafi skrifað þennan dóm." Berezovskíj flúði frá Rússlandi árið 2000, eftir að Vladimír Pútín hafði tekið við forsetaembættinu af Borís Jeltsín, og hefur síðan verið í sjálfskipaðri útlegð í Bretlandi. Berezovskíj hafði gert það gott á Jeltsín-árunum, var í innsta hring stuðningsmanna Jeltsíns og græddi á tá og fingri. Hann gerðist hins vegar fljótt andsnúinn Pútín og hefur ítrekað sakað Pútín um hafa bruggað sér launráð. Hann naut á sínum tíma stuðnings og vináttu rússneska njósnarans Alexanders Litvinenkó. Sá hélt því fram að yfirmenn í rússnesku leyniþjónustunni hefðu skipað sér að myrða Berezovskíj árið 1998. Litvinenkó lést úr póloneitrun í London árið 2006 og hafa Berezovskíj og fleiri haldið því fram að Pútín hafi staðið á bak við það morð. Faðir Litvinenkós, sem býr á Ítalíu, telur hins vegar að það hafi verið Berezovskíj sem lét myrða Litvinenkó. Berezovskíj og Abramovich voru einnig góðir vinir í Rússlandi meðan viðskipti þeirra blómstruðu á Jeltsíntímanum. Þeir búa báðir í London. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fleiri fréttir Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Sjá meira
„Mér þykir fyrir því að segja það en niðurstaða greiningar minnar á trúverðugleika herra Berezovskíjs er að hann myndi segja nánast hvað sem er til að styðja mál sitt," sagði Elizabeth Gloster, dómari í London, þegar hún kvað upp dóm í deilumáli tveggja rússneskra auðkýfinga. Borís Berezovskíj fór á síðasta ári í mál við Roman Abramovich, eiganda breska knattspyrnuliðsins Chelsea, fyrir að hafa með hótunum og fjárkúgun þröngvað sér til að selja hlut sinn í rússneska olíufyrirtækinu Sibneft langt undir raunvirði. Hann vildi fá 4,7 milljarða punda í skaðabætur, jafnvirði rúmlega 911 milljarða króna. Dómarinn sagðist ekki sjá að neitt væri hæft í ásökunum Berezovskíjs, og sagði hann „tilkomulítið og í eðli sínu óáreiðanlegt vitni, sem lítur á sannleikann sem hverfult og sveigjanlegt hugtak, sem hægt er að steypa í það mót sem hentar tilgangi hans núna". Berezovskíj hristi höfuðið hvað eftir annað meðan Gloster dómari las upp dómsúrskurðinn. „Ég er algerlega furðu lostinn yfir því sem hefur gerst hér í dag," sagði hann við blaðamenn. „Stundum finnst mér eins og Pútín sjálfur hafi skrifað þennan dóm." Berezovskíj flúði frá Rússlandi árið 2000, eftir að Vladimír Pútín hafði tekið við forsetaembættinu af Borís Jeltsín, og hefur síðan verið í sjálfskipaðri útlegð í Bretlandi. Berezovskíj hafði gert það gott á Jeltsín-árunum, var í innsta hring stuðningsmanna Jeltsíns og græddi á tá og fingri. Hann gerðist hins vegar fljótt andsnúinn Pútín og hefur ítrekað sakað Pútín um hafa bruggað sér launráð. Hann naut á sínum tíma stuðnings og vináttu rússneska njósnarans Alexanders Litvinenkó. Sá hélt því fram að yfirmenn í rússnesku leyniþjónustunni hefðu skipað sér að myrða Berezovskíj árið 1998. Litvinenkó lést úr póloneitrun í London árið 2006 og hafa Berezovskíj og fleiri haldið því fram að Pútín hafi staðið á bak við það morð. Faðir Litvinenkós, sem býr á Ítalíu, telur hins vegar að það hafi verið Berezovskíj sem lét myrða Litvinenkó. Berezovskíj og Abramovich voru einnig góðir vinir í Rússlandi meðan viðskipti þeirra blómstruðu á Jeltsíntímanum. Þeir búa báðir í London. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fleiri fréttir Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Sjá meira