Enn standa yfir framkvæmdir á lóð Hörpu, tónlistarhússins við höfnina í Reykjavík.
Áður en framkvæmdir hófust var gerð bráðabirgðauppfylling norðan hafnargarðsins við Hörpuna. Bráðabirgðafyllingin var notuð sem vinnusvæði á meðan tónlistarhúsið var í byggingu.
„Þetta er vinnusvæðið sem sett var upp í upphafi," segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna. Fyllingin er á vegum Íslenskra aðalverktaka og Portusar og mun hún hverfa í fyllingu tímans.- bþh
