Fulltrúar Sýrlands gengu út af leiðtogafundi í Íran 31. ágúst 2012 01:00 Mohammed Morsi og Ali Akbar Velayati Forseti Egyptalands á tali við fyrrverandi utanríkisráðherra Írans á leiðtogafundinum í gær.nordicphotos/AFP „Blóðbaðið í Sýrlandi er á ábyrgð okkar allra og hættir ekki fyrr en gripið verður inn í til að stöðva það," sagði Mohammed Morsi, hinn nýi forseti Egyptalands, á leiðtogafundi Samtaka hlutlausra ríkja, sem haldinn er í Teheran, höfuðborg Írans. „Við ættum að veita baráttu þeirra sem krefjast frelsis og réttlætis í Sýrlandi fullan stuðning," sagði Morsi, sem jafnframt er framkvæmdastjóri samtakanna, og gekk þar með algerlega fram af fulltrúum Sýrlands, sem gengu út af fundinum meðan hann hélt ræðu sína. „Það sem Morsi sagði braut í bága við hefðir leiðtogafundarins og telst íhlutun í innri málefni Sýrlands," sagði Walid Moallem, utanríkisráðherra Sýrlands. Þetta er í fyrsta sinn sem leiðtogi Egyptalands kemur í heimsókn til Írans síðan byltingarsveitir múslímaklerka steyptu Íranskeisara af stóli árið 1979. Morsi, sem hefur verið forseti Egyptalands í tvo mánuði, sagði hins vegar uppreisnina í Sýrlandi af sama meiði og uppreisnir í öðrum arabaríkjum undanfarin misseri, þar á meðal í Egyptalandi þar sem forvera hans, Hosni Mubarak, var steypt af stóli í byrjun síðasta árs. Þetta stangast harkalega á við afstöðu Íransstjórnar, sem hefur stutt uppreisnarbylgjuna í mörgum arabaríkjum og jafnvel líkt henni við byltingu múslímaklerka í Íran árið 1979, en engu að síður dyggilega stutt við bakið á Bashar al Assad Sýrlandsforseta gegn uppreisnarmönnum þar í landi. Bandaríkin hafa sakað Íransstjórn um að standa fyrir þjálfun bardagasveita í Sýrlandi, sem hjálpa stjórnarher Sýrlands í baráttunni við uppreisnarmenn. Morsi hefur engu að síður lagt til að Íran ásamt Egyptalandi, Tyrklandi og Sádi-Arabíu taki að sér að miðla málum í Sýrlandi. „Egyptaland er til í að starfa með hverjum sem er við að stöðva blóðbaðið í Sýrlandi," sagði Morsi, sem sjálfur lítur á sig sem fulltrúa uppreisnaraflanna í Egyptalandi. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom síðan saman í gærkvöldi til að ræða hugmyndir Tyrklands um að Sameinuðu þjóðirnar afmarkaði griðland í Sýrlandi fyrir flóttamenn, en ekki var búist við því að þær hugmyndir næðu fram að ganga vegna andstöðu Rússa og Kínverja við íhlutun í málefni Sýrlands. Öll þessi áhersla, sem beinst hefur að Sýrlandi á leiðtogafundinum í Íran, er reyndar dálítið á skjön við þær hugmyndir sem Íransstjórn gerir sér um hlutverk Samtaka hlutlausra ríkja. Íranar hafa meiri áhuga á að samtökin þróist upp í að verða öflugt mótvægi við þau miklu áhrif sem Vesturlönd hafa haft á heimsmálin. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
„Blóðbaðið í Sýrlandi er á ábyrgð okkar allra og hættir ekki fyrr en gripið verður inn í til að stöðva það," sagði Mohammed Morsi, hinn nýi forseti Egyptalands, á leiðtogafundi Samtaka hlutlausra ríkja, sem haldinn er í Teheran, höfuðborg Írans. „Við ættum að veita baráttu þeirra sem krefjast frelsis og réttlætis í Sýrlandi fullan stuðning," sagði Morsi, sem jafnframt er framkvæmdastjóri samtakanna, og gekk þar með algerlega fram af fulltrúum Sýrlands, sem gengu út af fundinum meðan hann hélt ræðu sína. „Það sem Morsi sagði braut í bága við hefðir leiðtogafundarins og telst íhlutun í innri málefni Sýrlands," sagði Walid Moallem, utanríkisráðherra Sýrlands. Þetta er í fyrsta sinn sem leiðtogi Egyptalands kemur í heimsókn til Írans síðan byltingarsveitir múslímaklerka steyptu Íranskeisara af stóli árið 1979. Morsi, sem hefur verið forseti Egyptalands í tvo mánuði, sagði hins vegar uppreisnina í Sýrlandi af sama meiði og uppreisnir í öðrum arabaríkjum undanfarin misseri, þar á meðal í Egyptalandi þar sem forvera hans, Hosni Mubarak, var steypt af stóli í byrjun síðasta árs. Þetta stangast harkalega á við afstöðu Íransstjórnar, sem hefur stutt uppreisnarbylgjuna í mörgum arabaríkjum og jafnvel líkt henni við byltingu múslímaklerka í Íran árið 1979, en engu að síður dyggilega stutt við bakið á Bashar al Assad Sýrlandsforseta gegn uppreisnarmönnum þar í landi. Bandaríkin hafa sakað Íransstjórn um að standa fyrir þjálfun bardagasveita í Sýrlandi, sem hjálpa stjórnarher Sýrlands í baráttunni við uppreisnarmenn. Morsi hefur engu að síður lagt til að Íran ásamt Egyptalandi, Tyrklandi og Sádi-Arabíu taki að sér að miðla málum í Sýrlandi. „Egyptaland er til í að starfa með hverjum sem er við að stöðva blóðbaðið í Sýrlandi," sagði Morsi, sem sjálfur lítur á sig sem fulltrúa uppreisnaraflanna í Egyptalandi. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom síðan saman í gærkvöldi til að ræða hugmyndir Tyrklands um að Sameinuðu þjóðirnar afmarkaði griðland í Sýrlandi fyrir flóttamenn, en ekki var búist við því að þær hugmyndir næðu fram að ganga vegna andstöðu Rússa og Kínverja við íhlutun í málefni Sýrlands. Öll þessi áhersla, sem beinst hefur að Sýrlandi á leiðtogafundinum í Íran, er reyndar dálítið á skjön við þær hugmyndir sem Íransstjórn gerir sér um hlutverk Samtaka hlutlausra ríkja. Íranar hafa meiri áhuga á að samtökin þróist upp í að verða öflugt mótvægi við þau miklu áhrif sem Vesturlönd hafa haft á heimsmálin. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira