Lífið

Gordjöss Zumba hátíð

Zumba partý
Páll Óskar mætir í Vodafone höllina þann 18. september og syngur og spilar á Zumba hátíðinni.
Zumba partý Páll Óskar mætir í Vodafone höllina þann 18. september og syngur og spilar á Zumba hátíðinni.
„Við eigum von á mörg hundruð manns í þetta partý en við erum með það mikla aðsókn á námskeiðin okkar að slíkar væntingar eru vel raunhæfar," segir Jóhann Örn Ólafsson Zumba kennari hjá Dans og Jóga.

Dans og Jóga standa fyrir risa Zumba veislu í Vodafone höllinni þann 8.september. Enginn annar en Páll Óskar mætir á svæðið og syngur fyrir trylltum dansi og er öllum velkomið að mæta. „Þó þú hafir aldrei farið í Zumba tíma á ævinni, eða bara danstíma yfir höfuð, þá er þér velkomið að mæta," segir Jóhann Örn og bætir við að fólk geti tekið börnin með sér en allir 10 ára og eldri ættu vel að geta dansað með. Partýið mun standa yfir í tvo og hálfan tíma og lofar Jóhann brjáluðu fjöri allan tímann.

„Við erum að búa til Zumba dans í takt við lögin hans Palla og ég er viss um að það verði skemmtileg og flott upplifun að dansa við lifandi tónlist," segir hann.

Hægt er að kaupa miða á skemmtunina á heimasíðunni midi.is og kostar hann 2.500 krónur. „Það er nóg pláss inni í höllinni svo ég hvet alla til að kíkja við," segir Jóhann að lokum. - trs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×