Fullyrða enn að minna gangi af makríl 30. ágúst 2012 05:00 makríll Fern samtök norskra útgerðarmanna skrifa undir tilkynningu sem hunsar niðurstöður hafrannsókna sem Norðmenn eru aðilar að. fréttablaðið/óskar fréttablaðið/óskar Fulltrúar norskra og evrópskra útgerða funduðu með Maríu Damanaki, sjávarútvegsstjóra ESB, á mánudag til að undirbúa fund í makríldeilunni við Íslendinga 3. september. Þeir héldu því fram á fundinum með Damanaki að minna hefði gengið af makríl inn í íslensku lögsöguna en árið 2010 og 2011. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá útgerðunum og er vitnað til þess að rannsóknaleiðangrar sumarsins hafi leitt þetta í ljós. Niðurstaða sameiginlegs rannsóknaleiðangurs hafrannsóknastofnana Íslands, Noregs og Færeyja, sýnir hins vegar að aldrei hefur mælst meira af makríl í íslensku fiskveiðilögsögunni en í ár. Vekur athygli að niðurstöður norsku hafrannsóknastofnunarinnar, sem sýna að 1,5 milljón tonn mældust í ár í íslensku lögsögunni, séu virtar að vettugi í máli norskra útgerðarmanna, en árin 2010 og 2011 mældist 1,1 milljón tonn við landið. „Það er auðvitað sorglegt að norskir og evrópskir útgerðarmenn skuli enn og aftur reyna að afvegaleiða umræðuna með þessum hætti," segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ. Útgerðir í Noregi og ESB hafa krafist þess að fullri hörku verði beitt gegn Íslendingum og meðal annars verði viðræðum um aðild Íslands að ESB frestað. Friðrik segir að hótun um frestun viðræðna haldi ekki vöku fyrir mönnum. „Verkefnið er sem fyrr að ná samkomulagi um stjórn veiðanna og tryggja sanngjarnan hlut Íslands í þeim," segir Friðrik. - shá Fréttir Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Fulltrúar norskra og evrópskra útgerða funduðu með Maríu Damanaki, sjávarútvegsstjóra ESB, á mánudag til að undirbúa fund í makríldeilunni við Íslendinga 3. september. Þeir héldu því fram á fundinum með Damanaki að minna hefði gengið af makríl inn í íslensku lögsöguna en árið 2010 og 2011. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá útgerðunum og er vitnað til þess að rannsóknaleiðangrar sumarsins hafi leitt þetta í ljós. Niðurstaða sameiginlegs rannsóknaleiðangurs hafrannsóknastofnana Íslands, Noregs og Færeyja, sýnir hins vegar að aldrei hefur mælst meira af makríl í íslensku fiskveiðilögsögunni en í ár. Vekur athygli að niðurstöður norsku hafrannsóknastofnunarinnar, sem sýna að 1,5 milljón tonn mældust í ár í íslensku lögsögunni, séu virtar að vettugi í máli norskra útgerðarmanna, en árin 2010 og 2011 mældist 1,1 milljón tonn við landið. „Það er auðvitað sorglegt að norskir og evrópskir útgerðarmenn skuli enn og aftur reyna að afvegaleiða umræðuna með þessum hætti," segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ. Útgerðir í Noregi og ESB hafa krafist þess að fullri hörku verði beitt gegn Íslendingum og meðal annars verði viðræðum um aðild Íslands að ESB frestað. Friðrik segir að hótun um frestun viðræðna haldi ekki vöku fyrir mönnum. „Verkefnið er sem fyrr að ná samkomulagi um stjórn veiðanna og tryggja sanngjarnan hlut Íslands í þeim," segir Friðrik. - shá
Fréttir Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira