Frostanótt gerir berin betri 30. ágúst 2012 07:00 Síðustu nætur hafa verið kaldar á Norður- og Austurlandi og víða í Reykjavík mátti sjá hrímaða palla í gærmorgun. Flest grænmeti sem ræktað er hér á landi þolir þó stöku næturfrost og sammælast garðyrkjufræðingar um að ein og ein frostanótt geti jafnvel gert berjauppskeru betri. Þó er nauðsynlegt að uppskera rótargrænmeti áður en frostið fer að læsast í jörðu. Magnús Ásgeirsson, garðyrkjuráðunautur hjá Bændasamtökunum, segir sjálfsagt að tína upp allt sem tilbúið er til uppskeru. En óþarfi sé að óttast að stöku næturfrost eyðileggi uppskeru haustsins, nema þau verði tíð og mikil. Hann segir tíðarfar síðustu ára hafa verið óvenjulegt. „Í Þykkvabænum var alltaf talað um að 13. september væri hættan á næturfrostum orðin veruleg, en það hefur breyst," segir hann. „Þau eru farin að koma fyrr. Öfgarnar eru orðnar meiri í veðurfarinu." Hann bendir á að með því fái plönturnar styttri tíma til að þroskast, en aftur á móti gera sólrík sumur eins og í ár það að verkum að gróðurinn vex mun hraðar. Kristín Hermannsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir ekki fátítt að byrji að frysta í lok ágúst. Hins vegar hafi þurrkar sumarsins gert það að verkum að uppskerubrestur geti orðið meiri hjá bændum en ella. Þá hafi liðið nokkur ár síðan það tók að frysta svona snemma, þar sem síðustu haust hafa verið tiltölulega hlý. Hún segir heitari tölur í kortunum fyrir helgina og næstu viku. „Það verður hiti bæði á degi og nóttu, svo hættan er frá í bili," segir Kristín. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fleiri fréttir „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Sjá meira
Síðustu nætur hafa verið kaldar á Norður- og Austurlandi og víða í Reykjavík mátti sjá hrímaða palla í gærmorgun. Flest grænmeti sem ræktað er hér á landi þolir þó stöku næturfrost og sammælast garðyrkjufræðingar um að ein og ein frostanótt geti jafnvel gert berjauppskeru betri. Þó er nauðsynlegt að uppskera rótargrænmeti áður en frostið fer að læsast í jörðu. Magnús Ásgeirsson, garðyrkjuráðunautur hjá Bændasamtökunum, segir sjálfsagt að tína upp allt sem tilbúið er til uppskeru. En óþarfi sé að óttast að stöku næturfrost eyðileggi uppskeru haustsins, nema þau verði tíð og mikil. Hann segir tíðarfar síðustu ára hafa verið óvenjulegt. „Í Þykkvabænum var alltaf talað um að 13. september væri hættan á næturfrostum orðin veruleg, en það hefur breyst," segir hann. „Þau eru farin að koma fyrr. Öfgarnar eru orðnar meiri í veðurfarinu." Hann bendir á að með því fái plönturnar styttri tíma til að þroskast, en aftur á móti gera sólrík sumur eins og í ár það að verkum að gróðurinn vex mun hraðar. Kristín Hermannsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir ekki fátítt að byrji að frysta í lok ágúst. Hins vegar hafi þurrkar sumarsins gert það að verkum að uppskerubrestur geti orðið meiri hjá bændum en ella. Þá hafi liðið nokkur ár síðan það tók að frysta svona snemma, þar sem síðustu haust hafa verið tiltölulega hlý. Hún segir heitari tölur í kortunum fyrir helgina og næstu viku. „Það verður hiti bæði á degi og nóttu, svo hættan er frá í bili," segir Kristín. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fleiri fréttir „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Sjá meira