Repúblikanar þinga í skugga fellibyls 30. ágúst 2012 03:00 Mitt Romney og ann eiginkona hans Í dag er röðin komin að Romney að flytja ræðu, en Ann ávarpaði landsþing repúblikana á þriðjudag.nordicphotos/AFP Meðan fellibylurinn Ísak herjaði á íbúa New Orleans fylgdust repúblikanar almennt í Bandaríkjunum spenntir með landsþingi flokksins í Tampa, þar sem allir helstu leiðtogar flokksins flytja ræður. Mikið úrhelli fylgdi fellibylnum en hvassviðrið varð aldrei jafn mikið og íbúar á þessum slóðum kynntust fyrir sjö árum, þegar fellibylurinn Katrína reið þar yfir. Hundruð þúsunda yfirgáfu engu að síður heimili sín í öryggisskyni, en fellibylurinn fór hægt yfir og hellti ógrynni vatns yfir íbúa í Louisiana-ríki. Á landsþingi repúblikana var röðin í gær komin að ræðu Pauls Ryan, varaforsetaefnis flokksins, sem afar skiptar skoðanir eru um meðal Bandaríkjamanna. Íhaldssamir frjálshyggjumenn hafa fagnað honum ákaft, en umdeildar fjárlagahugmyndir hans hafa farið misjafnlega í kjósendur. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Pew-rannsóknarmiðstöðinni og dagblaðinu The Washington Post er algengast að Bandaríkjamenn telji hann bæði íhaldssaman og gáfaðan, en jafnframt hálfgerðan loddara og þykjustumann. Í ræðu sinni í gærkvöld þurfti Ryan að tryggja sér og Mitt Romney, forsetaefni flokksins, stuðning sem flestra óákveðinna kjósenda sem geta ráðið úrslitum í forsetakosningunum í nóvember. Stuðningsmenn Baracks Obama forseta notuðu hins vegar daginn í gær til að birta myndband þar sem dregin er upp sú mynd af Ryan að hann sé stjórnmálamaður frá löngu liðnum tíma, sem vilji meðal annars rústa heilbrigðistryggingakerfi eldri borgara. Í gær skaut svo upp kollinum Condoleezza Rice, fyrrverandi utanríkisráðherra úr stjórn George W. Bush, sem flutti ræðu á landsþinginu. Þetta er í fyrsta sinn sem hún blandar sér að ráði í bandarísk stjórnmál eftir að hún lét af ráðherraembætti. Í dag flytur svo Romney, forsetaefnið sjálft, sína ræðu þar. Eiginkona hans, Ann Romney, ávarpaði þingið á miðvikudagskvöld þar sem hún talaði meðal annars um 43 ára hjónaband þeirra og þá margvíslegu erfiðleika sem verkalýðsfjölskyldur eiga við að stríða: „Ef þið hlustið vandlega, þá heyrið þið að konurnar andvarpa aðeins hærra en karlarnir. Svona er það bara, er það ekki? Það eru mæðurnar sem alltaf þurfa að leggja aðeins meira á sig til að koma öllu í rétt horf," sagði hún. Skoðanakannanir sýna að mjótt er á mununum. Kjósendur virðast treysta Romney betur í efnahagsmálum, en kunna almennt betur við Obama. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Meðan fellibylurinn Ísak herjaði á íbúa New Orleans fylgdust repúblikanar almennt í Bandaríkjunum spenntir með landsþingi flokksins í Tampa, þar sem allir helstu leiðtogar flokksins flytja ræður. Mikið úrhelli fylgdi fellibylnum en hvassviðrið varð aldrei jafn mikið og íbúar á þessum slóðum kynntust fyrir sjö árum, þegar fellibylurinn Katrína reið þar yfir. Hundruð þúsunda yfirgáfu engu að síður heimili sín í öryggisskyni, en fellibylurinn fór hægt yfir og hellti ógrynni vatns yfir íbúa í Louisiana-ríki. Á landsþingi repúblikana var röðin í gær komin að ræðu Pauls Ryan, varaforsetaefnis flokksins, sem afar skiptar skoðanir eru um meðal Bandaríkjamanna. Íhaldssamir frjálshyggjumenn hafa fagnað honum ákaft, en umdeildar fjárlagahugmyndir hans hafa farið misjafnlega í kjósendur. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Pew-rannsóknarmiðstöðinni og dagblaðinu The Washington Post er algengast að Bandaríkjamenn telji hann bæði íhaldssaman og gáfaðan, en jafnframt hálfgerðan loddara og þykjustumann. Í ræðu sinni í gærkvöld þurfti Ryan að tryggja sér og Mitt Romney, forsetaefni flokksins, stuðning sem flestra óákveðinna kjósenda sem geta ráðið úrslitum í forsetakosningunum í nóvember. Stuðningsmenn Baracks Obama forseta notuðu hins vegar daginn í gær til að birta myndband þar sem dregin er upp sú mynd af Ryan að hann sé stjórnmálamaður frá löngu liðnum tíma, sem vilji meðal annars rústa heilbrigðistryggingakerfi eldri borgara. Í gær skaut svo upp kollinum Condoleezza Rice, fyrrverandi utanríkisráðherra úr stjórn George W. Bush, sem flutti ræðu á landsþinginu. Þetta er í fyrsta sinn sem hún blandar sér að ráði í bandarísk stjórnmál eftir að hún lét af ráðherraembætti. Í dag flytur svo Romney, forsetaefnið sjálft, sína ræðu þar. Eiginkona hans, Ann Romney, ávarpaði þingið á miðvikudagskvöld þar sem hún talaði meðal annars um 43 ára hjónaband þeirra og þá margvíslegu erfiðleika sem verkalýðsfjölskyldur eiga við að stríða: „Ef þið hlustið vandlega, þá heyrið þið að konurnar andvarpa aðeins hærra en karlarnir. Svona er það bara, er það ekki? Það eru mæðurnar sem alltaf þurfa að leggja aðeins meira á sig til að koma öllu í rétt horf," sagði hún. Skoðanakannanir sýna að mjótt er á mununum. Kjósendur virðast treysta Romney betur í efnahagsmálum, en kunna almennt betur við Obama. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira