Arnór: Þetta var alls ekki skemmtileg lífsreynsla Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. ágúst 2012 07:00 Arnór lék síðast með Magdeburg í þýsku deildinni. fréttablaðið/vilhelm Landsliðsmaðurinn Arnór Atlason samdi um helgina til eins árs við hið sterka þýska félag, Flensburg. Liðið varð í öðru sæti í þýsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og leikur því í Meistaradeildinni í ár. Arnór var tilneyddur að finna sér nýtt lið í kjölfar þess að félag hans, AG frá Kaupmannahöfn, fór á hausinn er Ólympíuleikarnir stóðu yfir. "Þetta leggst mjög vel í mig enda frábært félag sem ég er að fara í. Það er því gott að hafa náð samningi við þetta félag," sagði Arnór en það var væntanlega engin óskastaða að semja aðeins til eins árs? "Nei, en ég er samt ánægður með þetta tækifæri. Ég gat ekki verið að setja það fyrir mig og ég reyni að hugsa sem minnst um það. Ég ætla bara að nýta tækifærið sem ég fæ." Skytta Flensburg, Petar Djordjic, sleit krossbönd síðastliðin þriðjudag og spilar því ekkert í vetur. Strax daginn eftir hafði Flensburg samband við Arnór og hann á að leysa Djordjic af hólmi í vetur. "Það tók stuttan tíma að klára þetta enda báðir aðilar spenntir fyrir samstarfi." Arnór mun flytja alla fjölskylduna til Þýskalands en sonur hans var byrjaður í dönskum skóla og svo á konan hans von á sér á hverri stundu. "Það er búið að heita því að það verði hugsað mjög vel um okkur. Konan mín hafði heyrt í íslensku stelpunum sem hafa verið hérna áður og okkur líst vel á þetta. Það verður mjög gaman og spennandi að fara þarna," sagði Arnór. Arnór fékk aðstoð til þess að pakka um helgina svo fjölskyldan gæti drifið sig til Þýskalands enda er næsti leikur hjá Flensburg á miðvikudaginn. "Ég er búinn að ræða mikið við Vranjes þjálfara og hann virkar vel á mig. Hann hefur náð frábærum árangri með þetta lið. Liðið ætlar að reyna að gera jafnvel núna og svo er plús að liðið er í Meistaradeildinni. Þetta ætti því að geta orðið skemmtilegur vetur," sagði Arnór en hann neitar því ekki að það sé léttir að vera búinn að ganga frá sínum málum. "Það er gott að þetta endaði vel en þetta var alls ekki skemmtileg lífsreynsla. Hún styrkir mann samt vonandi." Handbolti Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Arnór Atlason samdi um helgina til eins árs við hið sterka þýska félag, Flensburg. Liðið varð í öðru sæti í þýsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og leikur því í Meistaradeildinni í ár. Arnór var tilneyddur að finna sér nýtt lið í kjölfar þess að félag hans, AG frá Kaupmannahöfn, fór á hausinn er Ólympíuleikarnir stóðu yfir. "Þetta leggst mjög vel í mig enda frábært félag sem ég er að fara í. Það er því gott að hafa náð samningi við þetta félag," sagði Arnór en það var væntanlega engin óskastaða að semja aðeins til eins árs? "Nei, en ég er samt ánægður með þetta tækifæri. Ég gat ekki verið að setja það fyrir mig og ég reyni að hugsa sem minnst um það. Ég ætla bara að nýta tækifærið sem ég fæ." Skytta Flensburg, Petar Djordjic, sleit krossbönd síðastliðin þriðjudag og spilar því ekkert í vetur. Strax daginn eftir hafði Flensburg samband við Arnór og hann á að leysa Djordjic af hólmi í vetur. "Það tók stuttan tíma að klára þetta enda báðir aðilar spenntir fyrir samstarfi." Arnór mun flytja alla fjölskylduna til Þýskalands en sonur hans var byrjaður í dönskum skóla og svo á konan hans von á sér á hverri stundu. "Það er búið að heita því að það verði hugsað mjög vel um okkur. Konan mín hafði heyrt í íslensku stelpunum sem hafa verið hérna áður og okkur líst vel á þetta. Það verður mjög gaman og spennandi að fara þarna," sagði Arnór. Arnór fékk aðstoð til þess að pakka um helgina svo fjölskyldan gæti drifið sig til Þýskalands enda er næsti leikur hjá Flensburg á miðvikudaginn. "Ég er búinn að ræða mikið við Vranjes þjálfara og hann virkar vel á mig. Hann hefur náð frábærum árangri með þetta lið. Liðið ætlar að reyna að gera jafnvel núna og svo er plús að liðið er í Meistaradeildinni. Þetta ætti því að geta orðið skemmtilegur vetur," sagði Arnór en hann neitar því ekki að það sé léttir að vera búinn að ganga frá sínum málum. "Það er gott að þetta endaði vel en þetta var alls ekki skemmtileg lífsreynsla. Hún styrkir mann samt vonandi."
Handbolti Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira