Jón Arnór: Ég skal bjóða Miðjunni á leikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2012 10:30 49 stig í tveimur leikjum Jón Arnór Stefánsson skoraði 28 stig í sigrinum á Slóvakíu og er með 24,5 stig að meðaltali í fyrstu tveimur leikjum Íslands í Evrópukeppninni. fréttablaðið/Anton Íslenska körfuboltalandsliðið fylgdi á eftir frábærum seinni hálfleik á móti Serbum á þriðjudaginn var með því að vinna stórglæsilegan útisigur á Slóvakíu á laugardaginn. „Ég myndi segja að þetta væri stórt skref fram á við. Þetta er miklu erfiðari leikur en leikurinn við Serbíu í Höllinni. Við vorum að koma hingað í útileik og vissum ekki mikið um liðið. Þetta var því miklu meiri leikur heldur en í Höllinni," sagði Jón Arnór Stefánsson besti maður íslenska liðsins í þessum 81-75 sigri á Slóvökum. Íslenska liðið var 44-36 yfir í hálfleik og vann lokaleikhlutann 27-16 eftir að hafa misst Slóvakana fram úr sér eftir slakan þriðja leikhluta. Misstu út tvo leikmenn„Við misstum tvo menn út fyrir leikinn þannig að það er ekki annað hægt en að vera stoltur af þessum sigri," sagði Jón Arnór Stefánsson eftir leikinn en það var ekki nóg með að Logi Gunnarsson, leikreyndasti leikmaður hópsins, lá veikur heima heldur meiddist Pavel Ermonlinskij í nára í upphitun. Peter Öqvist, þjálfari íslenska liðsins, leitaði til hins 21 árs gamla Ægis Þórs Steinarssonar sem byrjaði inn á í sínum fyrsta landsleik og lék alls í tæpar 32 mínútur. „Ægir svaraði heldur betur kallinu og spilaði þennan leik eins og reynslubolti. Það skiluðu allir sínu í dag. Ægir og Haukur komu gríðarlega sterkir inn og við þurftum heldur betur á því að halda," sagði Jón Arnór. Íslenska liðið vann 14 stig þær 32 mínútur sem Ægir spilaði með en tapaði átta stigum þær átta mínútur sem hann sat á bekknum. Jón Arnór kom íslenska liðinu tíu stig yfir í upphafi seinni hálfleiks með sínu tuttugasta stigi í leiknum en þá kom skelfilegur kafli þar sem Slóvakarnir skoruðu átján stig í röð og tóku frumkvæðið í leiknum. Nýtt persónulegt met hjá Jóni„Við náðum að stjórna hraðanum mest allan tímann, misstum reyndar aðeins niður einbeitinguna í þriðja fjórðungi en við endurstilltum okkur, hittum síðan úr stórum skotum í lokin og náðum að stoppa þá," sagði Jón Arnór og bætti við: „Þessi leikur er þannig að lið skiptast á því að ná sprettum. Þetta var því bara spurning um hvenær við kæmust aftur í gírinn, héldum áfram og næðum þessi rytma í okkar leik sem við vorum með áður," sagði Jón. Jón Arnór setti nýtt persónulegt met í mótsleik með því að skora 28 stig í leiknum en hann hafði mest áður skorað 23 stig þegar Íslendingar unn Hollendinga í Smáranum í ágúst 2009. Jón Arnór fór á kostum í fyrri hálfleiknum þegar hann skoraði 18 stig og hitti úr sex af tíu skotum sínum. „Ég var orðinn mjög þreyttur í seinni hálfleik. Það var heitt inni í salnum og ég var búinn að missa alveg gríðarlega mikinn vökva. Ég á það til að svitna svolítið mikið þannig að ég var orðinn virkilega þreyttur í seinni hálfleik. Aðrir stigu fram og kláruðu þetta. Ég var almennt nokkuð sáttur og þá sérstaklega með fyrri hálfleikinn. Ég skoraði svolítið mikið í fyrri hálfleik en ég var ekkert voðalega góður í seinni hálfleik, við skulum hafa það alveg á hreinu. Hinir strákarnir í liðinu sigldu þessu í höfn í lokin," sagði Jón Arnór sem hikar ekki við að gagnrýna sjálfan sig þrátt fyrir flottan leik. Fram undan eru átta aðrir leikir og sá fyrsti af þeim er á móti Ísraelum í Laugardalshöllinni á morgun. „Þetta er bara rétt að byrja en við erum að taka skref fram á við og við erum að bæta okkur síðan í Höllinni. Leikur liðsins var betri í dag (á laugardag) og vonandi verður þannig áfram, hægt og rólega upp á við," sagði Jón Arnór en hann vill heyra meira í fólkinu á pöllunum. Vill fá meiri stemningu„Það væri gaman að fá góða stemningu í Höllina þegar við spilum á móti Ísraelum. Það mættu margir á síðasta leik en ég væri til í að fá meiri stemningu og helst trommusveit. Ég skora á Miðjuna hjá KR að mæta á leikinn og ég skal bjóða þeim á leikinn ef þeir koma," sagði Jón Arnór léttur. Það mæðir mikið á Jóni í leik íslenska liðsins en hann hefur svarað því með því að skora 49 stig í fyrstu tveimur leikjum liðsins í Evrópukeppninni. Dominos-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið fylgdi á eftir frábærum seinni hálfleik á móti Serbum á þriðjudaginn var með því að vinna stórglæsilegan útisigur á Slóvakíu á laugardaginn. „Ég myndi segja að þetta væri stórt skref fram á við. Þetta er miklu erfiðari leikur en leikurinn við Serbíu í Höllinni. Við vorum að koma hingað í útileik og vissum ekki mikið um liðið. Þetta var því miklu meiri leikur heldur en í Höllinni," sagði Jón Arnór Stefánsson besti maður íslenska liðsins í þessum 81-75 sigri á Slóvökum. Íslenska liðið var 44-36 yfir í hálfleik og vann lokaleikhlutann 27-16 eftir að hafa misst Slóvakana fram úr sér eftir slakan þriðja leikhluta. Misstu út tvo leikmenn„Við misstum tvo menn út fyrir leikinn þannig að það er ekki annað hægt en að vera stoltur af þessum sigri," sagði Jón Arnór Stefánsson eftir leikinn en það var ekki nóg með að Logi Gunnarsson, leikreyndasti leikmaður hópsins, lá veikur heima heldur meiddist Pavel Ermonlinskij í nára í upphitun. Peter Öqvist, þjálfari íslenska liðsins, leitaði til hins 21 árs gamla Ægis Þórs Steinarssonar sem byrjaði inn á í sínum fyrsta landsleik og lék alls í tæpar 32 mínútur. „Ægir svaraði heldur betur kallinu og spilaði þennan leik eins og reynslubolti. Það skiluðu allir sínu í dag. Ægir og Haukur komu gríðarlega sterkir inn og við þurftum heldur betur á því að halda," sagði Jón Arnór. Íslenska liðið vann 14 stig þær 32 mínútur sem Ægir spilaði með en tapaði átta stigum þær átta mínútur sem hann sat á bekknum. Jón Arnór kom íslenska liðinu tíu stig yfir í upphafi seinni hálfleiks með sínu tuttugasta stigi í leiknum en þá kom skelfilegur kafli þar sem Slóvakarnir skoruðu átján stig í röð og tóku frumkvæðið í leiknum. Nýtt persónulegt met hjá Jóni„Við náðum að stjórna hraðanum mest allan tímann, misstum reyndar aðeins niður einbeitinguna í þriðja fjórðungi en við endurstilltum okkur, hittum síðan úr stórum skotum í lokin og náðum að stoppa þá," sagði Jón Arnór og bætti við: „Þessi leikur er þannig að lið skiptast á því að ná sprettum. Þetta var því bara spurning um hvenær við kæmust aftur í gírinn, héldum áfram og næðum þessi rytma í okkar leik sem við vorum með áður," sagði Jón. Jón Arnór setti nýtt persónulegt met í mótsleik með því að skora 28 stig í leiknum en hann hafði mest áður skorað 23 stig þegar Íslendingar unn Hollendinga í Smáranum í ágúst 2009. Jón Arnór fór á kostum í fyrri hálfleiknum þegar hann skoraði 18 stig og hitti úr sex af tíu skotum sínum. „Ég var orðinn mjög þreyttur í seinni hálfleik. Það var heitt inni í salnum og ég var búinn að missa alveg gríðarlega mikinn vökva. Ég á það til að svitna svolítið mikið þannig að ég var orðinn virkilega þreyttur í seinni hálfleik. Aðrir stigu fram og kláruðu þetta. Ég var almennt nokkuð sáttur og þá sérstaklega með fyrri hálfleikinn. Ég skoraði svolítið mikið í fyrri hálfleik en ég var ekkert voðalega góður í seinni hálfleik, við skulum hafa það alveg á hreinu. Hinir strákarnir í liðinu sigldu þessu í höfn í lokin," sagði Jón Arnór sem hikar ekki við að gagnrýna sjálfan sig þrátt fyrir flottan leik. Fram undan eru átta aðrir leikir og sá fyrsti af þeim er á móti Ísraelum í Laugardalshöllinni á morgun. „Þetta er bara rétt að byrja en við erum að taka skref fram á við og við erum að bæta okkur síðan í Höllinni. Leikur liðsins var betri í dag (á laugardag) og vonandi verður þannig áfram, hægt og rólega upp á við," sagði Jón Arnór en hann vill heyra meira í fólkinu á pöllunum. Vill fá meiri stemningu„Það væri gaman að fá góða stemningu í Höllina þegar við spilum á móti Ísraelum. Það mættu margir á síðasta leik en ég væri til í að fá meiri stemningu og helst trommusveit. Ég skora á Miðjuna hjá KR að mæta á leikinn og ég skal bjóða þeim á leikinn ef þeir koma," sagði Jón Arnór léttur. Það mæðir mikið á Jóni í leik íslenska liðsins en hann hefur svarað því með því að skora 49 stig í fyrstu tveimur leikjum liðsins í Evrópukeppninni.
Dominos-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Sjá meira