Verður örugglega troðið í grillið á okkur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. ágúst 2012 07:00 Hlynur Bæringsson og félagar tóku hraustlega á því á æfingu landsliðsins í gær.Fréttablaðið/Anton Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik hefur í kvöld leik í undankeppni Evrópumótsins. Mótherjinn er landslið Serbíu sem hefur án nokkurs vafa á að skipa einu sterkasta landsliði heims. Silfurverðlaun á Evrópumótinu 2009 og fjórða sæti á heimsmeistaramótinu ári síðar eru til marks um getu þeirra. „Þeir þurfa að hitta á lélegan dag í Reykjavík og það er okkar verk að vera trylltir og pirra þá því þeir kunna ekki við það. Þessir stóru karlar sem eru vanir því að spila í flottustu höllunum og koma í leikina í einkaþotum með sínum félagsliðum eru ekkert vanir því að koma alla leið til Íslands," segir Logi Gunnarsson, landsleikjahæsti leikmaður íslenska liðsins, sem er þó raunsær og segir möguleika íslenska liðsins stjarnfræðilega. Auk Serba mætir Ísland landsliðum Ísraela, Slóvaka, Svartfellinga og Eista í riðli sínum. Leikið er heima og að heiman næstu fjórar vikurnar eða tíu leikir á 26 dögum. Ísland er fyrir fram talin lakasta þjóðin í riðlinum en landsliðsþjálfarinn, Peter Öqvist, hefur miklar væntingar til sinna manna. „Það þýðir ekkert annað en að vænta þess að við munum vinna nokkra leiki. Maður verður að gera sér grein fyrir að sum liðanna í riðlinum eru afar sterk og ekkert lélegt lið. Ég vil þó sjá frammistöðu sem við getum verið stolt af," segir Svíinn. Liðið hefur æft tvisvar á dag undanfarinn mánuð og Öqvist vonast til þess að leikmenn Íslands sýni í keppninni hve hæfileikaríkir og góðir þeir séu. „Það væri yndislegt ef þeir gætu sýnt það í svona landsleik. Ef þið sæjuð hvað þessir strákar eru í raun og veru góðir er vafalítið nóg af ungum strákum sem vildu feta í fótspor þeirra. Þeir eru frábærar fyrirmyndir." Leikmenn Íslands fengu kærkominn æfingaleik gegn stórliði Litháens á dögunum sem tapaðist með fimmtíu stigum. Litháar léku við hvern sinn fingur og tróðu með tilþrifum yfir leikmenn Íslands. „Það verður örugglega troðið í grillið á okkur í þessari keppni og jafnvel á morgun [í dag]. Það er allt í lagi," segir Hlynur Bæringsson sem verður í baráttunni undir körfunni við Serbana hávöxnu. Hlynur segir íslenska liðið ætla að loka á miðherja Serbanna og tvímenna á stóru mennina í námunda við körfuna. „Við reynum að láta þeim líða illa með boltann. Það er oft þannig þegar þú ert 2.13 metrar þá líður þér ekkert vel að fá pressu lengra frá körfunni en þú ert vanur," segir Hlynur. Leikur Íslands og Serbíu fer fram í Laugardalshöll í kvöld og hefst klukkan 20. Dominos-deild karla Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik hefur í kvöld leik í undankeppni Evrópumótsins. Mótherjinn er landslið Serbíu sem hefur án nokkurs vafa á að skipa einu sterkasta landsliði heims. Silfurverðlaun á Evrópumótinu 2009 og fjórða sæti á heimsmeistaramótinu ári síðar eru til marks um getu þeirra. „Þeir þurfa að hitta á lélegan dag í Reykjavík og það er okkar verk að vera trylltir og pirra þá því þeir kunna ekki við það. Þessir stóru karlar sem eru vanir því að spila í flottustu höllunum og koma í leikina í einkaþotum með sínum félagsliðum eru ekkert vanir því að koma alla leið til Íslands," segir Logi Gunnarsson, landsleikjahæsti leikmaður íslenska liðsins, sem er þó raunsær og segir möguleika íslenska liðsins stjarnfræðilega. Auk Serba mætir Ísland landsliðum Ísraela, Slóvaka, Svartfellinga og Eista í riðli sínum. Leikið er heima og að heiman næstu fjórar vikurnar eða tíu leikir á 26 dögum. Ísland er fyrir fram talin lakasta þjóðin í riðlinum en landsliðsþjálfarinn, Peter Öqvist, hefur miklar væntingar til sinna manna. „Það þýðir ekkert annað en að vænta þess að við munum vinna nokkra leiki. Maður verður að gera sér grein fyrir að sum liðanna í riðlinum eru afar sterk og ekkert lélegt lið. Ég vil þó sjá frammistöðu sem við getum verið stolt af," segir Svíinn. Liðið hefur æft tvisvar á dag undanfarinn mánuð og Öqvist vonast til þess að leikmenn Íslands sýni í keppninni hve hæfileikaríkir og góðir þeir séu. „Það væri yndislegt ef þeir gætu sýnt það í svona landsleik. Ef þið sæjuð hvað þessir strákar eru í raun og veru góðir er vafalítið nóg af ungum strákum sem vildu feta í fótspor þeirra. Þeir eru frábærar fyrirmyndir." Leikmenn Íslands fengu kærkominn æfingaleik gegn stórliði Litháens á dögunum sem tapaðist með fimmtíu stigum. Litháar léku við hvern sinn fingur og tróðu með tilþrifum yfir leikmenn Íslands. „Það verður örugglega troðið í grillið á okkur í þessari keppni og jafnvel á morgun [í dag]. Það er allt í lagi," segir Hlynur Bæringsson sem verður í baráttunni undir körfunni við Serbana hávöxnu. Hlynur segir íslenska liðið ætla að loka á miðherja Serbanna og tvímenna á stóru mennina í námunda við körfuna. „Við reynum að láta þeim líða illa með boltann. Það er oft þannig þegar þú ert 2.13 metrar þá líður þér ekkert vel að fá pressu lengra frá körfunni en þú ert vanur," segir Hlynur. Leikur Íslands og Serbíu fer fram í Laugardalshöll í kvöld og hefst klukkan 20.
Dominos-deild karla Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum