Erlent

Gæsluvarðhald í hálft ár enn

Þrír meðlimir kvennapönksveitarinnar Pussy Riot í Moskvu.
Þrír meðlimir kvennapönksveitarinnar Pussy Riot í Moskvu. nordicphotos/AFP

Rússneska kvennapönksveitin Pussy Riot neitar ásökunum um að hafa verið með óspektir á almannafæri, en þarf að dúsa í hálft ár áfram í gæsluvarðhaldi.

Hljómsveitarmeðlimir voru leiddir fyrir dómara í gær, eftir að hafa setið fimm mánuði í gæsluvarðhaldi. Þær efndu til tónlistar- og mótmælauppákomu í helstu kirkju landsins hálfum mánuði fyrir forsetakosningar í mars, í óþökk kirkjunnar jafnt sem stjórnvalda. Vladimír Pútín forseti hefur forðast að segja nokkuð um málið sem vakið hefur mikla athygli jafnt innan sem utan Rússlands.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×