Reyndar hetjur snúi aftur Ingimar Einarsson skrifar 16. júlí 2012 06:00 Það hefur vakið furðu margra hversu lítið traust almenningur ber til ýmissa lykilstofnana þjóðfélagsins. Einungis 10% landsmanna bera mikið traust til Alþingis og litlu ofar á skalanum er Borgarstjórn Reykjavíkur sem nýtur trausts 15% íbúa. Til samanburðar má heilbrigðisþjónustan bærilega vel við una, því 73% eru ánægðir með hana og kemur hún fast á hæla Háskóla Íslands. Nú kynnu margir að halda að sú endurnýjun sem átti sér stað á fulltrúum á Alþingi og í Borgarstjórn Reykjavíkur í síðustu kosningum hefði átt að skila sér í öflugra starfi og hæfara fólki en raunin hefur orðið á. Fólk trúði því að hinir 27 nýju þingmenn á Alþingi myndu blása lífi í störf þingsins og bæta vinnustaðamenningu þessarar fornfrægu stofnunar. Hin unga sveit þingmanna hefur hins vegar breytt þinghaldinu, með hjálp nokkurra litlu eldri þingmanna, í hálfgerða morfískeppni. Þjóðin horfir agndofa á og skilur ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Á sama tíma lesum við í dagblöðunum lærðar greinar um samfélagsleg málefni eftir fólk á besta aldri sem slitið hefur þingskónum fyrir nokkru. Meðal þessara einstaklinga eru Sighvatur Björgvinsson, Þorsteinn Pálsson og Svavar Gestsson, svo fáeinir séu nefndir. Hin unga kynslóð bregst þó ekki við þessum skrifum, því annað hvort les hún ekki blöðin eða telur sig vanmegnuga til að etja kappi við slíka garpa. Síðari ágiskunin virðist sennilegri því þess háttar greinar verða ekki skrifaðar nema á grunni áratuga reynslu og mikillar þekkingar. Vinnustaðurinn Alþingi hefur einfaldlega brugðist í því hlutverki sínu að skila hinum sögulega arfi til hinnar ungu kynslóðar þingmanna sem nú á sæti á þjóðarsamkomunni. Úr þessu verður trauðla bætt nema hinar reynslumiklu hetjur snúi aftur, að minnsta kosti tímabundið, og í framtíðinni verði tryggt að meira jafnvægi ríki milli kynslóðanna á þessum vettvangi en nú er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingimar Einarsson Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur vakið furðu margra hversu lítið traust almenningur ber til ýmissa lykilstofnana þjóðfélagsins. Einungis 10% landsmanna bera mikið traust til Alþingis og litlu ofar á skalanum er Borgarstjórn Reykjavíkur sem nýtur trausts 15% íbúa. Til samanburðar má heilbrigðisþjónustan bærilega vel við una, því 73% eru ánægðir með hana og kemur hún fast á hæla Háskóla Íslands. Nú kynnu margir að halda að sú endurnýjun sem átti sér stað á fulltrúum á Alþingi og í Borgarstjórn Reykjavíkur í síðustu kosningum hefði átt að skila sér í öflugra starfi og hæfara fólki en raunin hefur orðið á. Fólk trúði því að hinir 27 nýju þingmenn á Alþingi myndu blása lífi í störf þingsins og bæta vinnustaðamenningu þessarar fornfrægu stofnunar. Hin unga sveit þingmanna hefur hins vegar breytt þinghaldinu, með hjálp nokkurra litlu eldri þingmanna, í hálfgerða morfískeppni. Þjóðin horfir agndofa á og skilur ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Á sama tíma lesum við í dagblöðunum lærðar greinar um samfélagsleg málefni eftir fólk á besta aldri sem slitið hefur þingskónum fyrir nokkru. Meðal þessara einstaklinga eru Sighvatur Björgvinsson, Þorsteinn Pálsson og Svavar Gestsson, svo fáeinir séu nefndir. Hin unga kynslóð bregst þó ekki við þessum skrifum, því annað hvort les hún ekki blöðin eða telur sig vanmegnuga til að etja kappi við slíka garpa. Síðari ágiskunin virðist sennilegri því þess háttar greinar verða ekki skrifaðar nema á grunni áratuga reynslu og mikillar þekkingar. Vinnustaðurinn Alþingi hefur einfaldlega brugðist í því hlutverki sínu að skila hinum sögulega arfi til hinnar ungu kynslóðar þingmanna sem nú á sæti á þjóðarsamkomunni. Úr þessu verður trauðla bætt nema hinar reynslumiklu hetjur snúi aftur, að minnsta kosti tímabundið, og í framtíðinni verði tryggt að meira jafnvægi ríki milli kynslóðanna á þessum vettvangi en nú er.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun