Reyndar hetjur snúi aftur Ingimar Einarsson skrifar 16. júlí 2012 06:00 Það hefur vakið furðu margra hversu lítið traust almenningur ber til ýmissa lykilstofnana þjóðfélagsins. Einungis 10% landsmanna bera mikið traust til Alþingis og litlu ofar á skalanum er Borgarstjórn Reykjavíkur sem nýtur trausts 15% íbúa. Til samanburðar má heilbrigðisþjónustan bærilega vel við una, því 73% eru ánægðir með hana og kemur hún fast á hæla Háskóla Íslands. Nú kynnu margir að halda að sú endurnýjun sem átti sér stað á fulltrúum á Alþingi og í Borgarstjórn Reykjavíkur í síðustu kosningum hefði átt að skila sér í öflugra starfi og hæfara fólki en raunin hefur orðið á. Fólk trúði því að hinir 27 nýju þingmenn á Alþingi myndu blása lífi í störf þingsins og bæta vinnustaðamenningu þessarar fornfrægu stofnunar. Hin unga sveit þingmanna hefur hins vegar breytt þinghaldinu, með hjálp nokkurra litlu eldri þingmanna, í hálfgerða morfískeppni. Þjóðin horfir agndofa á og skilur ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Á sama tíma lesum við í dagblöðunum lærðar greinar um samfélagsleg málefni eftir fólk á besta aldri sem slitið hefur þingskónum fyrir nokkru. Meðal þessara einstaklinga eru Sighvatur Björgvinsson, Þorsteinn Pálsson og Svavar Gestsson, svo fáeinir séu nefndir. Hin unga kynslóð bregst þó ekki við þessum skrifum, því annað hvort les hún ekki blöðin eða telur sig vanmegnuga til að etja kappi við slíka garpa. Síðari ágiskunin virðist sennilegri því þess háttar greinar verða ekki skrifaðar nema á grunni áratuga reynslu og mikillar þekkingar. Vinnustaðurinn Alþingi hefur einfaldlega brugðist í því hlutverki sínu að skila hinum sögulega arfi til hinnar ungu kynslóðar þingmanna sem nú á sæti á þjóðarsamkomunni. Úr þessu verður trauðla bætt nema hinar reynslumiklu hetjur snúi aftur, að minnsta kosti tímabundið, og í framtíðinni verði tryggt að meira jafnvægi ríki milli kynslóðanna á þessum vettvangi en nú er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingimar Einarsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það hefur vakið furðu margra hversu lítið traust almenningur ber til ýmissa lykilstofnana þjóðfélagsins. Einungis 10% landsmanna bera mikið traust til Alþingis og litlu ofar á skalanum er Borgarstjórn Reykjavíkur sem nýtur trausts 15% íbúa. Til samanburðar má heilbrigðisþjónustan bærilega vel við una, því 73% eru ánægðir með hana og kemur hún fast á hæla Háskóla Íslands. Nú kynnu margir að halda að sú endurnýjun sem átti sér stað á fulltrúum á Alþingi og í Borgarstjórn Reykjavíkur í síðustu kosningum hefði átt að skila sér í öflugra starfi og hæfara fólki en raunin hefur orðið á. Fólk trúði því að hinir 27 nýju þingmenn á Alþingi myndu blása lífi í störf þingsins og bæta vinnustaðamenningu þessarar fornfrægu stofnunar. Hin unga sveit þingmanna hefur hins vegar breytt þinghaldinu, með hjálp nokkurra litlu eldri þingmanna, í hálfgerða morfískeppni. Þjóðin horfir agndofa á og skilur ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Á sama tíma lesum við í dagblöðunum lærðar greinar um samfélagsleg málefni eftir fólk á besta aldri sem slitið hefur þingskónum fyrir nokkru. Meðal þessara einstaklinga eru Sighvatur Björgvinsson, Þorsteinn Pálsson og Svavar Gestsson, svo fáeinir séu nefndir. Hin unga kynslóð bregst þó ekki við þessum skrifum, því annað hvort les hún ekki blöðin eða telur sig vanmegnuga til að etja kappi við slíka garpa. Síðari ágiskunin virðist sennilegri því þess háttar greinar verða ekki skrifaðar nema á grunni áratuga reynslu og mikillar þekkingar. Vinnustaðurinn Alþingi hefur einfaldlega brugðist í því hlutverki sínu að skila hinum sögulega arfi til hinnar ungu kynslóðar þingmanna sem nú á sæti á þjóðarsamkomunni. Úr þessu verður trauðla bætt nema hinar reynslumiklu hetjur snúi aftur, að minnsta kosti tímabundið, og í framtíðinni verði tryggt að meira jafnvægi ríki milli kynslóðanna á þessum vettvangi en nú er.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun