Segir vörður skemma náttúru og stemningu 13. júlí 2012 08:30 Skemmdir við Þingvallaveg Margir vörðusmiðir virðast ekki hugsa út í að velja sér ekki steina sem eru fastir í gróðurhulu landsins og skilja því eftir sig ljót sár eins og hér má sjá við Þingvallaveg.MYnd/Ingó Herbertsson „Náttúran er ekki ósnortin lengur því þar eru allar þessar fjandans vörður," segir Ingó Herbertsson leiðsögumaður, sem telur þann sið ferðalanga að hlaða vörður út um hvippinn og hvappinn vera til mikillar óþurftar. Fréttablaðið birti í síðustu viku forsíðumynd af vörðum sem ferðalangar hafa hlaðið við útsýnisstað þar sem Þingvallavegur liðast ofan af Mosfellsheiði. Ingó bendir á að þessar framkvæmdir skilji eftir sig ljót ör þegar fólk taki steina sem fastir séu í jarðvegi. Ekkert í náttúruverndarlögum bannar hleðslu varða á víðavangi nema þá ef með framkvæmdinni séu unnar skemmdir á friðuðum gróðurtegundum eða bergmyndunum. „Þetta skemmir engu að síður náttúruna. Þetta er því miður svona alls staðar," segir Ingó sem kveðst hafa verið leiðsögumaður í yfir þrjátíu ár og ferðast um landið fimm til sex mánuði á ári. Fyrstu tvo áratugina á leiðsögumannsferli hans hafi vörðugerð ekki verið vandamál en nú séu sprottnar upp vörður út um allar trissur, til dæmis við þjóðveginn á hálendinu milli Mývatns og Egilsstaða, einmitt þar sem gróður er afar viðkvæmur. „Þetta byrjaði í kringum 2000 og hefur versnað frá ári til árs síðan," segir Ingó og undirstrikar að vandamálið felist ekki eingöngu í gróðurskemmdum. „Fyrir utan þessar holur þar sem verið er að skemma náttúruna þá eyðileggur þetta andrúmsloftið." Dæmi um þetta segir Ingó vera Djúpalónssand á sunnanverðu Snæfellsnesi. Hann sé einn af fáum stöðum þar sem enn megi tala um ósnortna náttúru en núna sé ströndin iðulega full af vörðum. „Þetta minnir á þegar fólk krotar á húsveggi í Reykjavík: Ég var hérna! Það er einhver þörf fyrir að láta allan heiminn vita að viðkomandi hafi verið á þessum stað. Það er ekki verið að skemma gróður á svona strönd en hún er ekki lengur sá ósnortni staður sem var einu sinni verið að reyna að selja," segir Ingó. Þá segist Ingó óttast að borgarbörn í Reykjavík sem hafa kannski ekki ferðast mikið um landið fari að halda að vörðugerð sé hið besta mál. „Þá fara íslenskir fjölskyldufeður líka að kenna börnum sínum að hlaða vörður því það er í tísku," segir leiðsögumaðurinn. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
„Náttúran er ekki ósnortin lengur því þar eru allar þessar fjandans vörður," segir Ingó Herbertsson leiðsögumaður, sem telur þann sið ferðalanga að hlaða vörður út um hvippinn og hvappinn vera til mikillar óþurftar. Fréttablaðið birti í síðustu viku forsíðumynd af vörðum sem ferðalangar hafa hlaðið við útsýnisstað þar sem Þingvallavegur liðast ofan af Mosfellsheiði. Ingó bendir á að þessar framkvæmdir skilji eftir sig ljót ör þegar fólk taki steina sem fastir séu í jarðvegi. Ekkert í náttúruverndarlögum bannar hleðslu varða á víðavangi nema þá ef með framkvæmdinni séu unnar skemmdir á friðuðum gróðurtegundum eða bergmyndunum. „Þetta skemmir engu að síður náttúruna. Þetta er því miður svona alls staðar," segir Ingó sem kveðst hafa verið leiðsögumaður í yfir þrjátíu ár og ferðast um landið fimm til sex mánuði á ári. Fyrstu tvo áratugina á leiðsögumannsferli hans hafi vörðugerð ekki verið vandamál en nú séu sprottnar upp vörður út um allar trissur, til dæmis við þjóðveginn á hálendinu milli Mývatns og Egilsstaða, einmitt þar sem gróður er afar viðkvæmur. „Þetta byrjaði í kringum 2000 og hefur versnað frá ári til árs síðan," segir Ingó og undirstrikar að vandamálið felist ekki eingöngu í gróðurskemmdum. „Fyrir utan þessar holur þar sem verið er að skemma náttúruna þá eyðileggur þetta andrúmsloftið." Dæmi um þetta segir Ingó vera Djúpalónssand á sunnanverðu Snæfellsnesi. Hann sé einn af fáum stöðum þar sem enn megi tala um ósnortna náttúru en núna sé ströndin iðulega full af vörðum. „Þetta minnir á þegar fólk krotar á húsveggi í Reykjavík: Ég var hérna! Það er einhver þörf fyrir að láta allan heiminn vita að viðkomandi hafi verið á þessum stað. Það er ekki verið að skemma gróður á svona strönd en hún er ekki lengur sá ósnortni staður sem var einu sinni verið að reyna að selja," segir Ingó. Þá segist Ingó óttast að borgarbörn í Reykjavík sem hafa kannski ekki ferðast mikið um landið fari að halda að vörðugerð sé hið besta mál. „Þá fara íslenskir fjölskyldufeður líka að kenna börnum sínum að hlaða vörður því það er í tísku," segir leiðsögumaðurinn. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira