Lífið

Leikur Janis Joplin

Joplin Nina Arianda hreppti hlutverk Janis Joplin í mynd sem segir frá lífi söngkonunnar skömmu áður en hún lést.nordicphotos/getty
Joplin Nina Arianda hreppti hlutverk Janis Joplin í mynd sem segir frá lífi söngkonunnar skömmu áður en hún lést.nordicphotos/getty
Leikkonan Nina Arianda hefur verið valin til að leika söngkonuna Janis Joplin í kvikmynd sem segir frá síðustu sex mánuðum í ævi Joplin.

Leikstjóri myndarinnar er Sean Durkin, sá sami og leikstýrði Martha Marcy May Marlene.

Nina Arianda var valin fram yfir leikkonuna Zooey Deschanel og söngkonuna Pink til að fara með hlutverk hinnar einstöku Joplin. Arianda er betur þekkt sem sviðsleikkona og hefur meðal annars unnið til Tony-verðlaunanna fyrir leik sinn en einnig komið fram í kvikmyndum, og lék í Midnight in Paris í leikstjórn Woodys Allen.

Áætlað er að kostnaður við gerð myndarinnar nemi allt að 2,6 milljörðum króna. Peter Newman, framleiðandi myndarinnar, hefur unnið að verkefninu í tólf ár og stefnir á að tökur hefjist í byrjun næsta árs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×