Reyna við Íslandsmet í Salsa 12. júlí 2012 11:00 mikil stemning Edda Blöndal býst við mikilli stemningu á Austurvelli í dag og hvetur fólk til að koma og taka þátt, hvort sem það stígur dans með meðlimum SalsaIceland eða ekki.Fréttablaðið/valli „Við riðum á vaðið í fyrra og settum þá Íslandsmet sem við vonumst til að slá núna," segir Edda Blöndal, framkvæmdastjóri SalsaIceland, sem stendur fyrir hópdansi í Rueda de Casino á Austurvelli í dag. 78 manns tóku þátt í dansinum í fyrra, sem að sögn Eddu voru helmingi fleiri þátttakendur en þau höfðu þorað að vona. „Það kom skemmtilega á óvart hversu margir mættu í fyrra. Við vitum því ekkert með hvurslags fjölda við megum reikna í ár en spáin er góð og stemningin sömuleiðis svo vonandi mætir fullt af fólki og hjálpar okkur að slá eigið met," segir hún. Hefð er fyrir metasetningum í Rueda de Casino-dansinum erlendis að sögn Eddu og þau því að fylgja alþjóðlega straumnum með því að reyna við þetta. Öllum er velkomið að mæta á Austurvöll og taka þátt, en dansinn hefst klukkan 19. Hálftíma áður, eða klukkan 18.30, munu kennarar SalsaIceland standa fyrir ókeypis kennslu í grunnsporum dansins, sem er hringdans og hluti af kúbverskum salsadansi. „Þetta er einfaldur dans og jafnvel þeir sem hafa aldrei dansað áður geta komið og tekið þátt. Þetta er líka fjölskylduskemmtun og fólk því hvatt til að taka krakkana með og koma og skemmta sér," segir Edda og bætir við að jafnvel þó fólk komi ekki til að dansa sé því samt velkomið að mæta á svæðið og taka þátt í stemningunni. „Thorvaldsen verður með þrusutilboð í gangi í tilefni þessa atburðar og svo verðum við með skemmtilega tónlist og mikið fjör," segir hún. - trs Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Fleiri fréttir Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Sjá meira
„Við riðum á vaðið í fyrra og settum þá Íslandsmet sem við vonumst til að slá núna," segir Edda Blöndal, framkvæmdastjóri SalsaIceland, sem stendur fyrir hópdansi í Rueda de Casino á Austurvelli í dag. 78 manns tóku þátt í dansinum í fyrra, sem að sögn Eddu voru helmingi fleiri þátttakendur en þau höfðu þorað að vona. „Það kom skemmtilega á óvart hversu margir mættu í fyrra. Við vitum því ekkert með hvurslags fjölda við megum reikna í ár en spáin er góð og stemningin sömuleiðis svo vonandi mætir fullt af fólki og hjálpar okkur að slá eigið met," segir hún. Hefð er fyrir metasetningum í Rueda de Casino-dansinum erlendis að sögn Eddu og þau því að fylgja alþjóðlega straumnum með því að reyna við þetta. Öllum er velkomið að mæta á Austurvöll og taka þátt, en dansinn hefst klukkan 19. Hálftíma áður, eða klukkan 18.30, munu kennarar SalsaIceland standa fyrir ókeypis kennslu í grunnsporum dansins, sem er hringdans og hluti af kúbverskum salsadansi. „Þetta er einfaldur dans og jafnvel þeir sem hafa aldrei dansað áður geta komið og tekið þátt. Þetta er líka fjölskylduskemmtun og fólk því hvatt til að taka krakkana með og koma og skemmta sér," segir Edda og bætir við að jafnvel þó fólk komi ekki til að dansa sé því samt velkomið að mæta á svæðið og taka þátt í stemningunni. „Thorvaldsen verður með þrusutilboð í gangi í tilefni þessa atburðar og svo verðum við með skemmtilega tónlist og mikið fjör," segir hún. - trs
Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Fleiri fréttir Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Sjá meira