Söngkonan Adele tilkynnti þann 30. júní að hún og kærasti hennar, Simon Konecki, ættu von á sínu fyrsta barni. Heat Magazine telur að söngkonan sé þó komin töluvert á leið og eigi að eiga í september.
Adele var ekki viðstödd er Billboard-tónlistaverðlaunin voru afhent í Bandaríkjunum í maí og þegar hún sótti Ivor Novello-verðlaunaafhendinguna í London viku síðar klæddist hún óvenju víðum kjól. Heat Magazine telur þetta sönnun fyrir því að söngkonan sé komin sex mánuði á leið og eigi von á sér í september. Tíminn mun svo leiða hið sanna í ljós.
Á von á sér í september

Mest lesið








Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga
Lífið samstarf

Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin
Bíó og sjónvarp
