Koma má með hrátt kjöt ef það er frosið 11. júlí 2012 07:30 Skinka Ekki þarf að greiða toll af kjötinu sé magnið undir þremur kílóum. Ferðamenn geta nú komið með hrátt kjöt til landsins sé það frosið og prófað fyrir salmónellu. Ekki þarf að greiða toll af kjötinu sé magnið undir þremur kílóum. Afla þarf þó leyfis hjá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu fyrir fram. Vottorðakrafa fyrir soðnar vörur hefur verið felld niður, að því er Gísli Sverrir Halldórsson, dýralæknir inn- og útflutningsmála hjá Matvælastofnun (MAST) greinir frá. „Þetta er meðal breytinganna sem ný reglugerð frá því í maí felur í sér. Með reglugerðinni er verið að draga úr innflutningshömlum til Íslands," segir Gísli. Fréttablaðið greindi frá því í gær að innflutningur ferðamanna á allt að einu kílói af ostum úr ógerilsneyddri mjólk til einkaneyslu væri nú leyfður. Breytingin hefur ekki verið kynnt að öðru leyti en því að reglugerðin, sem er númer 448, hefur verið birt á heimasíðum MAST og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins. „Það er í raun eðlilegt að þetta sé kynnt betur á okkar heimasíðu því að þetta er umtalsverð breyting þótt í smáum stíl sé." Gísli segir breytingarnar afleiðingar af nýrri matvælalöggjöf sem sett var í nóvember í fyrra. „Ísland var þá í raun að taka upp matvælalöggjöf Evrópusambandsins sem opnaði fyrir frjálst flæði matvæla. Hins vegar uppfyllti engin íslensk kjötvinnsla skilyrði nýju löggjafarinnar. Núna eru nánast allar kjötvinnslurnar komnar á markað Evrópusambandsríkjanna, sem er 500 milljóna manna markaður. Það lá við að ég færi að gráta þegar ég sá auglýstar SS-pylsur í Kaupmannahöfn því að á þeim tíma mátti þekktasta kjötvinnslufyrirtæki landsins ekki flytja út unnar kjötvörur. Þar til í febrúar og mars gat engin kjötvinnsla flutt út svo mikið sem eina pylsu. Núna geta allar kjötvinnslur sem eru á lista MAST yfir viðurkenndar starfsstöðvar flutt vörur sínar hvert sem er innan Evrópska efnahagssvæðisins." Kjötvinnslurnar höfðu frest þar til 1. maí að uppfylla kröfurnar. Að sögn Gísla hefur umbótaferlið, sem staðið hefur yfir á fyrri hluta þessa árs, kostað mörg kjötvinnslufyrirtækjanna tugi milljóna króna til að verða starfshæf. „Þau þurftu ekki bara að gera umbætur til þess að geta flutt vörur sínar út, heldur til þess að mega starfa yfir höfuð. Nú sætum við því að þurfa að uppfylla sömu staðla og þá bestu sem gilda í Evrópu."ibs@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Ferðamenn geta nú komið með hrátt kjöt til landsins sé það frosið og prófað fyrir salmónellu. Ekki þarf að greiða toll af kjötinu sé magnið undir þremur kílóum. Afla þarf þó leyfis hjá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu fyrir fram. Vottorðakrafa fyrir soðnar vörur hefur verið felld niður, að því er Gísli Sverrir Halldórsson, dýralæknir inn- og útflutningsmála hjá Matvælastofnun (MAST) greinir frá. „Þetta er meðal breytinganna sem ný reglugerð frá því í maí felur í sér. Með reglugerðinni er verið að draga úr innflutningshömlum til Íslands," segir Gísli. Fréttablaðið greindi frá því í gær að innflutningur ferðamanna á allt að einu kílói af ostum úr ógerilsneyddri mjólk til einkaneyslu væri nú leyfður. Breytingin hefur ekki verið kynnt að öðru leyti en því að reglugerðin, sem er númer 448, hefur verið birt á heimasíðum MAST og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins. „Það er í raun eðlilegt að þetta sé kynnt betur á okkar heimasíðu því að þetta er umtalsverð breyting þótt í smáum stíl sé." Gísli segir breytingarnar afleiðingar af nýrri matvælalöggjöf sem sett var í nóvember í fyrra. „Ísland var þá í raun að taka upp matvælalöggjöf Evrópusambandsins sem opnaði fyrir frjálst flæði matvæla. Hins vegar uppfyllti engin íslensk kjötvinnsla skilyrði nýju löggjafarinnar. Núna eru nánast allar kjötvinnslurnar komnar á markað Evrópusambandsríkjanna, sem er 500 milljóna manna markaður. Það lá við að ég færi að gráta þegar ég sá auglýstar SS-pylsur í Kaupmannahöfn því að á þeim tíma mátti þekktasta kjötvinnslufyrirtæki landsins ekki flytja út unnar kjötvörur. Þar til í febrúar og mars gat engin kjötvinnsla flutt út svo mikið sem eina pylsu. Núna geta allar kjötvinnslur sem eru á lista MAST yfir viðurkenndar starfsstöðvar flutt vörur sínar hvert sem er innan Evrópska efnahagssvæðisins." Kjötvinnslurnar höfðu frest þar til 1. maí að uppfylla kröfurnar. Að sögn Gísla hefur umbótaferlið, sem staðið hefur yfir á fyrri hluta þessa árs, kostað mörg kjötvinnslufyrirtækjanna tugi milljóna króna til að verða starfshæf. „Þau þurftu ekki bara að gera umbætur til þess að geta flutt vörur sínar út, heldur til þess að mega starfa yfir höfuð. Nú sætum við því að þurfa að uppfylla sömu staðla og þá bestu sem gilda í Evrópu."ibs@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira