Segir úrbóta þörf eftir laumufarþegaatvik 11. júlí 2012 09:00 Keflavíkurflugvöllur Talsmaður Iceland Express segir atvik þar sem tveir menn komust í leyfisleysi inn á flughlað og upp í flugvél kalla á umbætur. Fréttablaðið/pjetur Öryggisferlar flugfélaga á Keflavíkurflugvelli eru óbeint tengdir almennu öryggiskerfi á flugvallarsvæðinu. Úrbóta er þó þörf í ljósi atviks um síðustu helgi þegar tveir menn komust inn á öryggissvæði flugvallarins og upp í flugvél Icelandair þar sem þeir fundust. Þetta segir Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi Iceland Express, í samtali við Fréttablaðið, aðspurður um yfirlýsingu Isavia um að öryggiskerfi á flugvellinum „hafi virkað" þrátt fyrir uppákomuna. „Bæði flugstjórar og yfirflugfreyjur eru öryggisfulltrúar í vélunum og athuga hvort allt sé með felldu um borð í vélinni áður en byrjað er að hleypa um borð," segir Heimir Már. „Þetta er öryggiskerfi sem við höfum sjálf og tengist óbeint almennu öryggi á Keflavíkurflugvelli." Hann segir þó ljóst að úrbóta sé þörf. „Það er ekki alveg allt í lagi ef fólk kemst yfir girðinguna óáreitt og getur athafnað sig í einhvern tíma á flughlaðinu. Ef menn með verri tilgang en þennan hefðu verið á ferð er aldrei að vita hvað hefði getað gerst," segir Heimir Már og bætir því við að hann búist við úrbótum að rannsókn lokinni. Í svari Wow Air við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að þjálfun flugliða snúist fyrst og fremst um öryggismál og flugvernd. „Það sem gerðist [þegar mennirnir fundust í flugvélinni um helgina] sýnir að sú þjálfun skilar sér. En auðvitað er þetta stórt svæði og erfitt að verja allt svæðið og því ljóst að alltaf er gott að endurskoða og bæta öryggisferla."- þj Fréttir Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Öryggisferlar flugfélaga á Keflavíkurflugvelli eru óbeint tengdir almennu öryggiskerfi á flugvallarsvæðinu. Úrbóta er þó þörf í ljósi atviks um síðustu helgi þegar tveir menn komust inn á öryggissvæði flugvallarins og upp í flugvél Icelandair þar sem þeir fundust. Þetta segir Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi Iceland Express, í samtali við Fréttablaðið, aðspurður um yfirlýsingu Isavia um að öryggiskerfi á flugvellinum „hafi virkað" þrátt fyrir uppákomuna. „Bæði flugstjórar og yfirflugfreyjur eru öryggisfulltrúar í vélunum og athuga hvort allt sé með felldu um borð í vélinni áður en byrjað er að hleypa um borð," segir Heimir Már. „Þetta er öryggiskerfi sem við höfum sjálf og tengist óbeint almennu öryggi á Keflavíkurflugvelli." Hann segir þó ljóst að úrbóta sé þörf. „Það er ekki alveg allt í lagi ef fólk kemst yfir girðinguna óáreitt og getur athafnað sig í einhvern tíma á flughlaðinu. Ef menn með verri tilgang en þennan hefðu verið á ferð er aldrei að vita hvað hefði getað gerst," segir Heimir Már og bætir því við að hann búist við úrbótum að rannsókn lokinni. Í svari Wow Air við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að þjálfun flugliða snúist fyrst og fremst um öryggismál og flugvernd. „Það sem gerðist [þegar mennirnir fundust í flugvélinni um helgina] sýnir að sú þjálfun skilar sér. En auðvitað er þetta stórt svæði og erfitt að verja allt svæðið og því ljóst að alltaf er gott að endurskoða og bæta öryggisferla."- þj
Fréttir Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira