Mamma hvetur Björn til að hætta við maraþonið 10. júlí 2012 12:00 Hlaupamaður Björn Bragi segist vera smá hlaupamaður í sér og taka tímabil á hverju ári þar sem hann sé duglegur að fara út að skokka.Fréttablaðið/pjetur „Mamma hringir í mig á hverjum degi og hvetur mig til að hætta við þetta. Hún er mjög hrædd um mig," segir Björn Bragi Arnarsson, sjónvarpsmaður með meiru, sem stefnir á að hlaupa heilt maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu 18. ágúst næstkomandi. Björn Bragi hafði ákveðið að taka þátt í hlaupinu en stefndi á styttri vegalengd en alla 42 kílómetrana. „Kári Steinn, hlaupari og félagi minn, hafði verið að hvetja mig til að fara alla leið og taka heilt maraþon. Þegar hann kom í viðtal til okkar í Týndu kynslóðina ákvað hann svo að nota tækifærið og mana mig til þess og ég gat ekki skorast undan því," segir Björn. Björn Bragi segist vera smá hlaupamaður í sér og taka tímabil á hverju ári þar sem hann sé duglegur að fara út að skokka. Hann hafi þó aldrei farið svo mikið sem hálft maraþon, hvað þá heilt. „Menn hafa svolítið verið að efast um að ég muni yfir höfuð geta þetta, en það styrkir mig bara þeim mun meira í að sýna fólki að þetta sé hægt," segir hann og bætir við að hann búist þó ekki við að koma í mark á neinum sigurtíma. „Ef allt fer á versta veg þá skríð ég bara í mark. Ég er að fá fólk til að heita á mig svo það er eins gott að gera þetta almennilega," segir hann, en hann mun hlaupa til styrktar krabbameinsfélaginu. Aðspurður segist Björn enn ekki vera kominn með nægilegt skipulag í æfingunum en hann sé þó smám saman að lengja vegalengdirnar sem hann hleypur. „Ég á nokkra góða félaga sem hlaupa mikið og eru duglegir að gefa mér ráðleggingar," segir hann og bætir við að hann læri nýja hluti tengda hlaupum á hverjum degi. Fram að maraþoninu kemur hann til með að verða með eitt til tvö innslög vikulega í þættinum Ísland í dag á Stöð 2. Þar getur fólk fylgst með undirbúningsferlinu hjá honum auk þess sem hann mun hitta fyrir aðra hlaupara og fræðast um mataræði og æfingar tengdum hlaupunum. „Ég kíki svo líka á einhver af góðgerðafélögunum sem fólk er að styrkja í hlaupinu," segir hann. tinnaros@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fleiri fréttir „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Sjá meira
„Mamma hringir í mig á hverjum degi og hvetur mig til að hætta við þetta. Hún er mjög hrædd um mig," segir Björn Bragi Arnarsson, sjónvarpsmaður með meiru, sem stefnir á að hlaupa heilt maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu 18. ágúst næstkomandi. Björn Bragi hafði ákveðið að taka þátt í hlaupinu en stefndi á styttri vegalengd en alla 42 kílómetrana. „Kári Steinn, hlaupari og félagi minn, hafði verið að hvetja mig til að fara alla leið og taka heilt maraþon. Þegar hann kom í viðtal til okkar í Týndu kynslóðina ákvað hann svo að nota tækifærið og mana mig til þess og ég gat ekki skorast undan því," segir Björn. Björn Bragi segist vera smá hlaupamaður í sér og taka tímabil á hverju ári þar sem hann sé duglegur að fara út að skokka. Hann hafi þó aldrei farið svo mikið sem hálft maraþon, hvað þá heilt. „Menn hafa svolítið verið að efast um að ég muni yfir höfuð geta þetta, en það styrkir mig bara þeim mun meira í að sýna fólki að þetta sé hægt," segir hann og bætir við að hann búist þó ekki við að koma í mark á neinum sigurtíma. „Ef allt fer á versta veg þá skríð ég bara í mark. Ég er að fá fólk til að heita á mig svo það er eins gott að gera þetta almennilega," segir hann, en hann mun hlaupa til styrktar krabbameinsfélaginu. Aðspurður segist Björn enn ekki vera kominn með nægilegt skipulag í æfingunum en hann sé þó smám saman að lengja vegalengdirnar sem hann hleypur. „Ég á nokkra góða félaga sem hlaupa mikið og eru duglegir að gefa mér ráðleggingar," segir hann og bætir við að hann læri nýja hluti tengda hlaupum á hverjum degi. Fram að maraþoninu kemur hann til með að verða með eitt til tvö innslög vikulega í þættinum Ísland í dag á Stöð 2. Þar getur fólk fylgst með undirbúningsferlinu hjá honum auk þess sem hann mun hitta fyrir aðra hlaupara og fræðast um mataræði og æfingar tengdum hlaupunum. „Ég kíki svo líka á einhver af góðgerðafélögunum sem fólk er að styrkja í hlaupinu," segir hann. tinnaros@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fleiri fréttir „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Sjá meira