Ferðamenn fyrirferðarmiklir í símkerfunum 10. júlí 2012 08:00 erlendir ferðamenn Frá áramótum til og með maí hafa ríflega 170 þúsund erlendir ferðamenn farið frá landinu um Leifsstöð. Hefur þeim fjölgað um fimmtung frá árinu á undan.Fréttablaðið/GVA Sú mikla aukning á fjölda ferðamanna sem orðið hefur hér á landi síðustu tvö ár hefur áhrif víðar í hagkerfinu en hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Eitt dæmi um áhrifin er fjölgun á notendum símkerfa símafyrirtækjanna yfir sumarmánuðina. Greint var frá því nýverið að sennilega hefðu aldrei jafn margir ferðamenn verið í Reykjavík á einum degi og hinn 18. júní síðastliðinn. Þann dag lögðu fjögur skemmtiferðaskip að bryggju við höfnina en samanlagður fjöldi farþega í skipunum var 6.500 manns. Þennan skyndilega topp í fjölda ferðamanna á Íslandi má glögglega sjá séu skoðaður tölur yfir fjölda erlendra notenda innlendra símkerfa. Á línuritinu hér til hliðar sést þróun á fjölda erlendra ferðamanna sem tengst hafa símkerfi Vodafone í júní. Hinn 18. júní voru þannig 33% fleiri erlendir farsímar í dreifikerfi Vodafone en á sama degi í fyrra. Hrannar Pétursson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Vodafone, segir símnotkun gefa glögga mynd af því sem um er að vera í samfélaginu. „Við sjáum oft skýr merki í símnotkun. Við samdrátt í efnahagslífinu minnkar notkun og þegar vindurinn kemur aftur í seglin sést það. Þegar landsliðið í handbolta er að spila eða þegar Eurovision er í gangi þá sjáum við það líka," segir Hrannar og bætir við að fjöldi notenda símkerfis Vodafone aukist yfir sumarmánuðina vegna ferðamanna. Hrannar segir langflesta ferðamenn sem hingað koma nota innlend símkerfi. „Flestir einfaldlega kveikja á símanum sínum þegar þeir koma til landsins og nota hann inni á því símkerfi sem þeir tengjast sjálfkrafa en stór hópur kaupir líka íslensk númer til að nota á meðan á dvölinni stendur." Hrannar segir símkerfin ráða að fullu við aukið álag. „Það er alls ekki þannig að þetta kalli á aðgerðir, það eru miklu heldur einhverjir sértækir viðburðir sem reyna á kerfin, til dæmis Menningarnótt eða Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum," segir Hrannar. Loks segir Hrannar ferðamannastrauminn hafa jákvæð áhrif á rekstur Vodafone. Það gefi augaleið að hundruð þúsunda notenda sem skráist inn á innlend símkerfi yfir árið, til viðbótar við þá sem búa á Íslandi, séu búbót fyrir símafyrirtækin. Frá áramótum til og með maí hafa 170.560 erlendir ferðamenn farið frá landinu um Leifsstöð sem er 20,7% aukning frá árinu áður. magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Sú mikla aukning á fjölda ferðamanna sem orðið hefur hér á landi síðustu tvö ár hefur áhrif víðar í hagkerfinu en hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Eitt dæmi um áhrifin er fjölgun á notendum símkerfa símafyrirtækjanna yfir sumarmánuðina. Greint var frá því nýverið að sennilega hefðu aldrei jafn margir ferðamenn verið í Reykjavík á einum degi og hinn 18. júní síðastliðinn. Þann dag lögðu fjögur skemmtiferðaskip að bryggju við höfnina en samanlagður fjöldi farþega í skipunum var 6.500 manns. Þennan skyndilega topp í fjölda ferðamanna á Íslandi má glögglega sjá séu skoðaður tölur yfir fjölda erlendra notenda innlendra símkerfa. Á línuritinu hér til hliðar sést þróun á fjölda erlendra ferðamanna sem tengst hafa símkerfi Vodafone í júní. Hinn 18. júní voru þannig 33% fleiri erlendir farsímar í dreifikerfi Vodafone en á sama degi í fyrra. Hrannar Pétursson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Vodafone, segir símnotkun gefa glögga mynd af því sem um er að vera í samfélaginu. „Við sjáum oft skýr merki í símnotkun. Við samdrátt í efnahagslífinu minnkar notkun og þegar vindurinn kemur aftur í seglin sést það. Þegar landsliðið í handbolta er að spila eða þegar Eurovision er í gangi þá sjáum við það líka," segir Hrannar og bætir við að fjöldi notenda símkerfis Vodafone aukist yfir sumarmánuðina vegna ferðamanna. Hrannar segir langflesta ferðamenn sem hingað koma nota innlend símkerfi. „Flestir einfaldlega kveikja á símanum sínum þegar þeir koma til landsins og nota hann inni á því símkerfi sem þeir tengjast sjálfkrafa en stór hópur kaupir líka íslensk númer til að nota á meðan á dvölinni stendur." Hrannar segir símkerfin ráða að fullu við aukið álag. „Það er alls ekki þannig að þetta kalli á aðgerðir, það eru miklu heldur einhverjir sértækir viðburðir sem reyna á kerfin, til dæmis Menningarnótt eða Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum," segir Hrannar. Loks segir Hrannar ferðamannastrauminn hafa jákvæð áhrif á rekstur Vodafone. Það gefi augaleið að hundruð þúsunda notenda sem skráist inn á innlend símkerfi yfir árið, til viðbótar við þá sem búa á Íslandi, séu búbót fyrir símafyrirtækin. Frá áramótum til og með maí hafa 170.560 erlendir ferðamenn farið frá landinu um Leifsstöð sem er 20,7% aukning frá árinu áður. magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira