Bann við vörubílum í þjóðgarði gagnrýnt 10. júlí 2012 07:00 Sveitarfélög fyrir austan fjall eru ósátt við nýjar takmarkanir á vöruflutningum um þjóðgarðinn á Þingvöllum. „Þetta heftir alla umferð til og frá Vesturlandi og höfuðborginni," segir Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri Grímsness- og Grafningshrepps sem krefst þess að takmarkanirnar verði felldar úr gildi þar til umsögn sveitarstjórna á svæðinu hefur verið aflað eins og lög geri ráð fyrir. Vegagerðin bannaði 8. júní síðastliðinn umferð vöruflutningabíla yfir átta tonnum um þjóðgarðinn og einnig allra ökutækja með vatnsspillandi og hættulegan farm. Umferð hópferðabíla er þó áfram leyfð, óháð þyngd. „Það er ekki eins og það séu hundrað flutningabílar á dag. Við erum að tala um einn og einn," segir Ingibjörg sem kveður mikið óhagræði af þessu fyrir verktaka í sveitunum í kring. Sömuleiðis fyrir verktaka í Borgarfirði sem vilja stytta sér leið yfir Uxahryggi á kvöldin og nóttunni yfir sumartímann. Þá bendir Ingibjörg á að varla sé betra að beina þessari umferð um Grafning því vegurinn þar sé illa farinn og beri slíka þungaflutninga alls ekkert betur en vegurinn um þjóðgarðinn. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að við byggingu Lyngdalsheiðarvegar hafi verið nefnt að til slíkra takmarkana gæti komið. Umferð flutningabíla um þjóðgarðinn hafi aukist eftir að vegurinn kom. „Vegurinn í þjóðgarðinum er ekki hannaður fyrir slíka þungaumferð," segir G. Pétur sem kveður takmarkanirnar einnig settar á að ósk þjóðgarðsvarðar og þeirra sem hafi með þjóðgarðinn að gera. „Þar að auki er hann á heimsminjaskránni og menn hafa ekki viljað taka óþarfa áhættu með því að fara með spilliefni þar í gegn." Ingibjörg segir vekja undrun að hvaða rúta sem er, hversu þung sem hún er, megi keyra um þjóðgarðinn þegar venjulegum flutningabílum sé bannað að fara þar um. G. Pétur segir að það séu ekki einstaka bílar sem skipti öllu máli fyrir álagið á veginn heldur líka heildarmagn umferðarinnar. „Það verður að vera einhver skynsemi í því sem menn eru að gera. Þjóðgarðurinn er náttúrulega viðkomustaður ferðamanna. Þess vegna er sú leið farin að heimila þeim að fara en ekki vöruflutningunum." Ingibjörg kveðst skilja að menn vilji ekki risastóra flutningabíla og flutninga með eldsneyti um þjóðgarðinn en telur of langt gengið. „Til hvers var verið að eyða fleiri hundruð milljónum í að búa til Lyngdalsheiðarveg ef svo má ekki keyra þetta?" segir sveitarstjórinn. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Sjá meira
Sveitarfélög fyrir austan fjall eru ósátt við nýjar takmarkanir á vöruflutningum um þjóðgarðinn á Þingvöllum. „Þetta heftir alla umferð til og frá Vesturlandi og höfuðborginni," segir Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri Grímsness- og Grafningshrepps sem krefst þess að takmarkanirnar verði felldar úr gildi þar til umsögn sveitarstjórna á svæðinu hefur verið aflað eins og lög geri ráð fyrir. Vegagerðin bannaði 8. júní síðastliðinn umferð vöruflutningabíla yfir átta tonnum um þjóðgarðinn og einnig allra ökutækja með vatnsspillandi og hættulegan farm. Umferð hópferðabíla er þó áfram leyfð, óháð þyngd. „Það er ekki eins og það séu hundrað flutningabílar á dag. Við erum að tala um einn og einn," segir Ingibjörg sem kveður mikið óhagræði af þessu fyrir verktaka í sveitunum í kring. Sömuleiðis fyrir verktaka í Borgarfirði sem vilja stytta sér leið yfir Uxahryggi á kvöldin og nóttunni yfir sumartímann. Þá bendir Ingibjörg á að varla sé betra að beina þessari umferð um Grafning því vegurinn þar sé illa farinn og beri slíka þungaflutninga alls ekkert betur en vegurinn um þjóðgarðinn. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að við byggingu Lyngdalsheiðarvegar hafi verið nefnt að til slíkra takmarkana gæti komið. Umferð flutningabíla um þjóðgarðinn hafi aukist eftir að vegurinn kom. „Vegurinn í þjóðgarðinum er ekki hannaður fyrir slíka þungaumferð," segir G. Pétur sem kveður takmarkanirnar einnig settar á að ósk þjóðgarðsvarðar og þeirra sem hafi með þjóðgarðinn að gera. „Þar að auki er hann á heimsminjaskránni og menn hafa ekki viljað taka óþarfa áhættu með því að fara með spilliefni þar í gegn." Ingibjörg segir vekja undrun að hvaða rúta sem er, hversu þung sem hún er, megi keyra um þjóðgarðinn þegar venjulegum flutningabílum sé bannað að fara þar um. G. Pétur segir að það séu ekki einstaka bílar sem skipti öllu máli fyrir álagið á veginn heldur líka heildarmagn umferðarinnar. „Það verður að vera einhver skynsemi í því sem menn eru að gera. Þjóðgarðurinn er náttúrulega viðkomustaður ferðamanna. Þess vegna er sú leið farin að heimila þeim að fara en ekki vöruflutningunum." Ingibjörg kveðst skilja að menn vilji ekki risastóra flutningabíla og flutninga með eldsneyti um þjóðgarðinn en telur of langt gengið. „Til hvers var verið að eyða fleiri hundruð milljónum í að búa til Lyngdalsheiðarveg ef svo má ekki keyra þetta?" segir sveitarstjórinn. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Sjá meira