Bann við vörubílum í þjóðgarði gagnrýnt 10. júlí 2012 07:00 Sveitarfélög fyrir austan fjall eru ósátt við nýjar takmarkanir á vöruflutningum um þjóðgarðinn á Þingvöllum. „Þetta heftir alla umferð til og frá Vesturlandi og höfuðborginni," segir Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri Grímsness- og Grafningshrepps sem krefst þess að takmarkanirnar verði felldar úr gildi þar til umsögn sveitarstjórna á svæðinu hefur verið aflað eins og lög geri ráð fyrir. Vegagerðin bannaði 8. júní síðastliðinn umferð vöruflutningabíla yfir átta tonnum um þjóðgarðinn og einnig allra ökutækja með vatnsspillandi og hættulegan farm. Umferð hópferðabíla er þó áfram leyfð, óháð þyngd. „Það er ekki eins og það séu hundrað flutningabílar á dag. Við erum að tala um einn og einn," segir Ingibjörg sem kveður mikið óhagræði af þessu fyrir verktaka í sveitunum í kring. Sömuleiðis fyrir verktaka í Borgarfirði sem vilja stytta sér leið yfir Uxahryggi á kvöldin og nóttunni yfir sumartímann. Þá bendir Ingibjörg á að varla sé betra að beina þessari umferð um Grafning því vegurinn þar sé illa farinn og beri slíka þungaflutninga alls ekkert betur en vegurinn um þjóðgarðinn. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að við byggingu Lyngdalsheiðarvegar hafi verið nefnt að til slíkra takmarkana gæti komið. Umferð flutningabíla um þjóðgarðinn hafi aukist eftir að vegurinn kom. „Vegurinn í þjóðgarðinum er ekki hannaður fyrir slíka þungaumferð," segir G. Pétur sem kveður takmarkanirnar einnig settar á að ósk þjóðgarðsvarðar og þeirra sem hafi með þjóðgarðinn að gera. „Þar að auki er hann á heimsminjaskránni og menn hafa ekki viljað taka óþarfa áhættu með því að fara með spilliefni þar í gegn." Ingibjörg segir vekja undrun að hvaða rúta sem er, hversu þung sem hún er, megi keyra um þjóðgarðinn þegar venjulegum flutningabílum sé bannað að fara þar um. G. Pétur segir að það séu ekki einstaka bílar sem skipti öllu máli fyrir álagið á veginn heldur líka heildarmagn umferðarinnar. „Það verður að vera einhver skynsemi í því sem menn eru að gera. Þjóðgarðurinn er náttúrulega viðkomustaður ferðamanna. Þess vegna er sú leið farin að heimila þeim að fara en ekki vöruflutningunum." Ingibjörg kveðst skilja að menn vilji ekki risastóra flutningabíla og flutninga með eldsneyti um þjóðgarðinn en telur of langt gengið. „Til hvers var verið að eyða fleiri hundruð milljónum í að búa til Lyngdalsheiðarveg ef svo má ekki keyra þetta?" segir sveitarstjórinn. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Sveitarfélög fyrir austan fjall eru ósátt við nýjar takmarkanir á vöruflutningum um þjóðgarðinn á Þingvöllum. „Þetta heftir alla umferð til og frá Vesturlandi og höfuðborginni," segir Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri Grímsness- og Grafningshrepps sem krefst þess að takmarkanirnar verði felldar úr gildi þar til umsögn sveitarstjórna á svæðinu hefur verið aflað eins og lög geri ráð fyrir. Vegagerðin bannaði 8. júní síðastliðinn umferð vöruflutningabíla yfir átta tonnum um þjóðgarðinn og einnig allra ökutækja með vatnsspillandi og hættulegan farm. Umferð hópferðabíla er þó áfram leyfð, óháð þyngd. „Það er ekki eins og það séu hundrað flutningabílar á dag. Við erum að tala um einn og einn," segir Ingibjörg sem kveður mikið óhagræði af þessu fyrir verktaka í sveitunum í kring. Sömuleiðis fyrir verktaka í Borgarfirði sem vilja stytta sér leið yfir Uxahryggi á kvöldin og nóttunni yfir sumartímann. Þá bendir Ingibjörg á að varla sé betra að beina þessari umferð um Grafning því vegurinn þar sé illa farinn og beri slíka þungaflutninga alls ekkert betur en vegurinn um þjóðgarðinn. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að við byggingu Lyngdalsheiðarvegar hafi verið nefnt að til slíkra takmarkana gæti komið. Umferð flutningabíla um þjóðgarðinn hafi aukist eftir að vegurinn kom. „Vegurinn í þjóðgarðinum er ekki hannaður fyrir slíka þungaumferð," segir G. Pétur sem kveður takmarkanirnar einnig settar á að ósk þjóðgarðsvarðar og þeirra sem hafi með þjóðgarðinn að gera. „Þar að auki er hann á heimsminjaskránni og menn hafa ekki viljað taka óþarfa áhættu með því að fara með spilliefni þar í gegn." Ingibjörg segir vekja undrun að hvaða rúta sem er, hversu þung sem hún er, megi keyra um þjóðgarðinn þegar venjulegum flutningabílum sé bannað að fara þar um. G. Pétur segir að það séu ekki einstaka bílar sem skipti öllu máli fyrir álagið á veginn heldur líka heildarmagn umferðarinnar. „Það verður að vera einhver skynsemi í því sem menn eru að gera. Þjóðgarðurinn er náttúrulega viðkomustaður ferðamanna. Þess vegna er sú leið farin að heimila þeim að fara en ekki vöruflutningunum." Ingibjörg kveðst skilja að menn vilji ekki risastóra flutningabíla og flutninga með eldsneyti um þjóðgarðinn en telur of langt gengið. „Til hvers var verið að eyða fleiri hundruð milljónum í að búa til Lyngdalsheiðarveg ef svo má ekki keyra þetta?" segir sveitarstjórinn. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira