Forsetinn og herinn takast á um völdin 10. júlí 2012 01:00 Auður salur Hermenn stóðu vörð um þinghúsið í gær, en ekki kom til átaka. Fylgjendur forsetans sýndu stuðning sinn á götum úti og ástandið er eldfimt í landinu.fréttablaðið/ap Hæstiréttur Egyptalands gerði að engu í gær tilskipun forsetans, Mohammeds Morsi, um að þingið kæmi aftur saman. Hæstiréttur hafði úrskurðað þingið ólöglegt, þar sem ágallar hefðu verið á kosningunum. Forsetinn tilkynnti hins vegar á sunnudag að þingið kæmi saman á ný. Ljóst er að ólíkar fylkingar takast á í æðstu stjórnarstofnunum Egyptalands. Herinn hefur verið lengi verið ein öflugasta valdastofnun landsins og allir fjórir forsetar lýðveldisins, á undan Morsi, komu úr röðum hans. Eftir byltinguna í Egyptalandi í fyrra var boðað til þingkosninga. Tveir þriðju hlutar egypska þingsins eru kosnir af flokkslistum en einn þriðji einstaklingskjöri. Hæstiréttur úrskurðaði í síðasta mánuði að ólöglegt hefði verið að frambjóðendur stjórnmálaflokka hefðu boðið sig fram í einstaklingskjöri. Undirliggjandi er valdabarátta í landinu, en öflugasti flokkur landsins er harðlínuflokkurinn Bræðralag múslima. Tilkynning Morsi, um endurkomu þingsins, kom nokkuð á óvart og var litið á hana sem leik í valdatafli hans við herinn. Með henni hafi hann viljað styrkja sig í sessi sem forseta, en landinu er í raun stjórnað eftir tilskipunum hersins. Morsi tilkynnti einnig um að kosið yrði að nýju til þings innan 60 daga frá því að ný stjórnarskrá tæki gildi, en ekki er búist við að hún verði tilbúin fyrr en seint á þessu ári. Herinn stóð vörð um þinghúsið í gær, en ekki voru allir þingmenn sáttir við ákvörðun forsetans. „Hvernig getum við komið saman þvert á úrskurð Hæstaréttar?" sagði Imad Gad, frjálslyndur þingmaður. „Við verðum að halda lög og stofnanir ríkisins í heiðri." kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Hæstiréttur Egyptalands gerði að engu í gær tilskipun forsetans, Mohammeds Morsi, um að þingið kæmi aftur saman. Hæstiréttur hafði úrskurðað þingið ólöglegt, þar sem ágallar hefðu verið á kosningunum. Forsetinn tilkynnti hins vegar á sunnudag að þingið kæmi saman á ný. Ljóst er að ólíkar fylkingar takast á í æðstu stjórnarstofnunum Egyptalands. Herinn hefur verið lengi verið ein öflugasta valdastofnun landsins og allir fjórir forsetar lýðveldisins, á undan Morsi, komu úr röðum hans. Eftir byltinguna í Egyptalandi í fyrra var boðað til þingkosninga. Tveir þriðju hlutar egypska þingsins eru kosnir af flokkslistum en einn þriðji einstaklingskjöri. Hæstiréttur úrskurðaði í síðasta mánuði að ólöglegt hefði verið að frambjóðendur stjórnmálaflokka hefðu boðið sig fram í einstaklingskjöri. Undirliggjandi er valdabarátta í landinu, en öflugasti flokkur landsins er harðlínuflokkurinn Bræðralag múslima. Tilkynning Morsi, um endurkomu þingsins, kom nokkuð á óvart og var litið á hana sem leik í valdatafli hans við herinn. Með henni hafi hann viljað styrkja sig í sessi sem forseta, en landinu er í raun stjórnað eftir tilskipunum hersins. Morsi tilkynnti einnig um að kosið yrði að nýju til þings innan 60 daga frá því að ný stjórnarskrá tæki gildi, en ekki er búist við að hún verði tilbúin fyrr en seint á þessu ári. Herinn stóð vörð um þinghúsið í gær, en ekki voru allir þingmenn sáttir við ákvörðun forsetans. „Hvernig getum við komið saman þvert á úrskurð Hæstaréttar?" sagði Imad Gad, frjálslyndur þingmaður. „Við verðum að halda lög og stofnanir ríkisins í heiðri." kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira