Ein heildarlög um dvalar- og atvinnuleyfi Ögmundur Jónasson skrifar 2. júlí 2012 06:00 Lengi hefur verið í bígerð að endurskoða lög um útlendinga utan Evrópska efnahagssvæðisins. Almennt er litið svo á þessi endurskoðun sé brýn. Það telja þau sem lögin fjalla um og einnig hin sem sinna þjónustu á grundvelli laganna. Bent hefur verið á að lögin og regluverkið sem á þeim byggist sé hornótt og auk þess illskiljanlegt. Þegar þessi mál voru til umræðu á Alþingi upp úr síðustu aldamótum var það sjónarmið ríkjandi að sameina bæri lög um dvalarleyfi annars vegar og lög um atvinnuleyfi hins vegar enda augljóst að fái einstaklingur leyfi til að dvelja hér á landi er rökrétt að almennt hafi viðkomandi einnig rétt til afla tekna til að framfleyta sér og sínum. Núverandi löggjöf, sem hefur marga þröskulda og er erfið að vinna eftir, hefur stundum orðið til þess að einstaklingar, sem hér hafa viljað dvelja um skeið, sjá þann kost einan að sækja um íslenskan ríkisborgararétt án þess að vilja það í reynd! En sá þáttur núverandi laga sem ég á hvað erfiðast með að sætta mig er hvernig menntun skapar mismunandi réttarstöðu. Þannig getur menntað fólk sem hingað kemur til starfa haft börn sín hjá sér en ekki einstaklingar sem sinna ófaglærðum störfum. Sambærilegur mismunur er milli doktorsnema og nema í öðru námi. Rétturinn til að setjast hér er að er síðan í samræmi við þetta. Þetta greinarkorn skrifa ég í tvennum tilgangi. Annars vegar til að fagna því hve vel var tekið á móti nýrri skýrslu um málefni útlendinga á fréttamannafundi í síðustu viku en þar hafði verið boðið fulltrúum allra þeirra stofnana og samtaka sem tengjast þessum málum á einhvern hátt. Margir tóku til máls og studdu meginsjónarmið skýrsluhöfunda um eina löggjöf sem byggi á mannúðarsjónarmiðum í ríkari mæli en núverandi lög. Hin ástæðan er sú að ég vil hvetja til þess að áhugasamt fólk kynni sér skýrsluna á heimasíðu innanríkisráðuneytisins og komi ábendingum þar á framfæri en slíkt myndi gagnast við frumvarpssmíð sem nú er að hefjast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Lengi hefur verið í bígerð að endurskoða lög um útlendinga utan Evrópska efnahagssvæðisins. Almennt er litið svo á þessi endurskoðun sé brýn. Það telja þau sem lögin fjalla um og einnig hin sem sinna þjónustu á grundvelli laganna. Bent hefur verið á að lögin og regluverkið sem á þeim byggist sé hornótt og auk þess illskiljanlegt. Þegar þessi mál voru til umræðu á Alþingi upp úr síðustu aldamótum var það sjónarmið ríkjandi að sameina bæri lög um dvalarleyfi annars vegar og lög um atvinnuleyfi hins vegar enda augljóst að fái einstaklingur leyfi til að dvelja hér á landi er rökrétt að almennt hafi viðkomandi einnig rétt til afla tekna til að framfleyta sér og sínum. Núverandi löggjöf, sem hefur marga þröskulda og er erfið að vinna eftir, hefur stundum orðið til þess að einstaklingar, sem hér hafa viljað dvelja um skeið, sjá þann kost einan að sækja um íslenskan ríkisborgararétt án þess að vilja það í reynd! En sá þáttur núverandi laga sem ég á hvað erfiðast með að sætta mig er hvernig menntun skapar mismunandi réttarstöðu. Þannig getur menntað fólk sem hingað kemur til starfa haft börn sín hjá sér en ekki einstaklingar sem sinna ófaglærðum störfum. Sambærilegur mismunur er milli doktorsnema og nema í öðru námi. Rétturinn til að setjast hér er að er síðan í samræmi við þetta. Þetta greinarkorn skrifa ég í tvennum tilgangi. Annars vegar til að fagna því hve vel var tekið á móti nýrri skýrslu um málefni útlendinga á fréttamannafundi í síðustu viku en þar hafði verið boðið fulltrúum allra þeirra stofnana og samtaka sem tengjast þessum málum á einhvern hátt. Margir tóku til máls og studdu meginsjónarmið skýrsluhöfunda um eina löggjöf sem byggi á mannúðarsjónarmiðum í ríkari mæli en núverandi lög. Hin ástæðan er sú að ég vil hvetja til þess að áhugasamt fólk kynni sér skýrsluna á heimasíðu innanríkisráðuneytisins og komi ábendingum þar á framfæri en slíkt myndi gagnast við frumvarpssmíð sem nú er að hefjast.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun