Saumaklúbbur sameinast um Þóru 23. júní 2012 09:00 Við kynntumst þegar við vorum litlar stelpur og höldum enn hópinn. Við áttum í raun fátt annað sameiginlegt en að búa í sama hverfinu. Komum úr stórum og litlum fjölskyldum, misvel efnuðum og fengum mjög ólíkt uppeldi. Sumar voru á fullu í tónlist, aðrar í íþróttum, dansi, bókmenntum, dúkkulísum eða servíettusöfnun. Samt urðum við vinkonur – og erum enn, miðaldra með börn og bú og afar mismunandi lífsstíl og skoðanir. Við erum níu vinkonurnar. Lögfræðingur, grunnskólakennari, aðstoðarleikskólastjóri, ráðherra, rússneskufræðingur, borgarfulltrúi, hagfræðingur, matselja og tölvunarfræðingur. Við eigum misstórar fjölskyldur og búum á mun stærra svæði en þegar við vorum litlar. Höfum flutt víðsvegar um landið og búið erlendis um lengri og skemmri tíma. Við erum ósammála um margt. Sérstaklega pólitík. Sumar eru borgaralegar, aðrar róttækar og enn öðrum leiðast svona skilgreiningar. Hrunið hafði mismikil áhrif á okkur og við erum ekki sammála hverjum það er um að kenna. Við vorum ósammála um Icesave, við erum ósammála um störf ríkisstjórnarinnar, Evrópusambandið, stjórnarskránna og höfum í gegnum tíðina verið ósammála um mjög margt annað. En við erum sammála um eitt. Við erum allar sem ein sannfærðar um að Þóra Arnórsdóttir sé okkar besti kostur sem næsti forseti Íslands. Konan sem bauð sig til forsætis þunguð af framtíðinni. Við treystum henni til að verða forseti okkar allra, til að standa fyrir uppbyggilegu samtali, bæði innanlands sem og við erlendar þjóðir, til að taka erfiðar ákvarðanir og til að stuðla að sátt og samlyndi sem svo sárlega hefur skort í samfélagi okkar að undanförnu. Eyjan okkar, Ísland, er ástæðan fyrir því að við erum þjóð. Við búum saman á þessu afmarkaða svæði. Annars erum við afar fjölbreytilegur hópur, komum úr ólíkum fjölskyldum, vinnum fjölbreytt störf og erum ósammála um margt. En við myndum öll eina heild sem á sameiginlega afar mikilvæga hagsmuni. Þess vegna sameinumst við um Þóru. Við sameinumst um Þóru því við þurfum heiðarlegan forseta sem lyftir okkur úr hjólförum skotgrafahernaðar. Yfirvegaðan forseta sem lyftir orðræðunni á hærra plan. Hugrakkan og greindan forseta til að takast á við nýja tíma. Við þurfum einlægan forseta sem virðir fjölbreytileika þjóðarinnar, sem leiðir saman ólík sjónarmið og sameinar fólk um að gera sitt besta til að stuðla að betri framtíð heildarinnar. Bjartri framtíð þjóðarinnar. Við þurfum forseta sem þykir vænt um sína þjóð. Sameinumst! Áslaug Hersteinsdóttir-Hölttä Benedikta Birgisdóttir Birna Íris Jónsdóttir Erna Guðrún Kaaber Halldóra Guðmundsdóttir Íris Arna Jóhannsdóttir Katrín Júlíusdóttir Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir Sóley Tómasdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Skoðun Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Sjá meira
Við kynntumst þegar við vorum litlar stelpur og höldum enn hópinn. Við áttum í raun fátt annað sameiginlegt en að búa í sama hverfinu. Komum úr stórum og litlum fjölskyldum, misvel efnuðum og fengum mjög ólíkt uppeldi. Sumar voru á fullu í tónlist, aðrar í íþróttum, dansi, bókmenntum, dúkkulísum eða servíettusöfnun. Samt urðum við vinkonur – og erum enn, miðaldra með börn og bú og afar mismunandi lífsstíl og skoðanir. Við erum níu vinkonurnar. Lögfræðingur, grunnskólakennari, aðstoðarleikskólastjóri, ráðherra, rússneskufræðingur, borgarfulltrúi, hagfræðingur, matselja og tölvunarfræðingur. Við eigum misstórar fjölskyldur og búum á mun stærra svæði en þegar við vorum litlar. Höfum flutt víðsvegar um landið og búið erlendis um lengri og skemmri tíma. Við erum ósammála um margt. Sérstaklega pólitík. Sumar eru borgaralegar, aðrar róttækar og enn öðrum leiðast svona skilgreiningar. Hrunið hafði mismikil áhrif á okkur og við erum ekki sammála hverjum það er um að kenna. Við vorum ósammála um Icesave, við erum ósammála um störf ríkisstjórnarinnar, Evrópusambandið, stjórnarskránna og höfum í gegnum tíðina verið ósammála um mjög margt annað. En við erum sammála um eitt. Við erum allar sem ein sannfærðar um að Þóra Arnórsdóttir sé okkar besti kostur sem næsti forseti Íslands. Konan sem bauð sig til forsætis þunguð af framtíðinni. Við treystum henni til að verða forseti okkar allra, til að standa fyrir uppbyggilegu samtali, bæði innanlands sem og við erlendar þjóðir, til að taka erfiðar ákvarðanir og til að stuðla að sátt og samlyndi sem svo sárlega hefur skort í samfélagi okkar að undanförnu. Eyjan okkar, Ísland, er ástæðan fyrir því að við erum þjóð. Við búum saman á þessu afmarkaða svæði. Annars erum við afar fjölbreytilegur hópur, komum úr ólíkum fjölskyldum, vinnum fjölbreytt störf og erum ósammála um margt. En við myndum öll eina heild sem á sameiginlega afar mikilvæga hagsmuni. Þess vegna sameinumst við um Þóru. Við sameinumst um Þóru því við þurfum heiðarlegan forseta sem lyftir okkur úr hjólförum skotgrafahernaðar. Yfirvegaðan forseta sem lyftir orðræðunni á hærra plan. Hugrakkan og greindan forseta til að takast á við nýja tíma. Við þurfum einlægan forseta sem virðir fjölbreytileika þjóðarinnar, sem leiðir saman ólík sjónarmið og sameinar fólk um að gera sitt besta til að stuðla að betri framtíð heildarinnar. Bjartri framtíð þjóðarinnar. Við þurfum forseta sem þykir vænt um sína þjóð. Sameinumst! Áslaug Hersteinsdóttir-Hölttä Benedikta Birgisdóttir Birna Íris Jónsdóttir Erna Guðrún Kaaber Halldóra Guðmundsdóttir Íris Arna Jóhannsdóttir Katrín Júlíusdóttir Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir Sóley Tómasdóttir
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun